Viðskiptaráðuneytið var lagt niður Svavar Gestsson skrifar skrifar 29. júní 2010 08:00 Ein skýringin á lögbrotunum í 10 ár með gengislánin er sú að mínu mati að einbeitt og hægt og bítandi unnu stjórnvöld að því markvisst og vitandi vits að leggja viðskiptaráðuneytið niður. Það var sameinað iðnaðarráðuneytinu 1988 en ekki lagt niður með lagasetningu sem þó var reynt oftar en einu sinni. Það stöðvaði þáverandi stjórnarandstaða Alþýðubandalagsins. Rök okkar voru þau að viðskiptaráðuneytið væri mikilvægt efnahagsstjórnarráðuneyti. Fyrsta skrefið til að gera viðskiptaráðuneytið að engu var reyndar stigið 1987 þegar utanríkisviðskiptin voru tekin af ráðuneytinu og flutt til utanríkisráðuneytisins. Rökin fyrir því að gera viðskiptaráðuneytið minna og minna og veikara og veikara voru þau að hans heilagleiki markaðurinn ætti að sjá um sig sjálfur. Það mætti ekki trufla gangverk hans á neinn hátt. Það væru til eftirlitsstofnanir en þær ættu eðli málsins samkvæmt að vera veikar; hlutverk þeirra væri að smyrja hjól markaðarins en ekki að hægja á þeim á neinn hátt né heldur að hafa áhrif á hraðgengi þeirra. Frá 1988 sátu fimm ráðherrar í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytunum. Alltaf með bæði ráðuneytin í einu. Hlutverk þeirra var það aðallega að fá inn í landið erlend stórfyrirtæki - í iðnaðarráðuneytinu - og að veikja stjórnkerfin - í viðskiptaráðuneytinu. Þess vegna var enginn á vakt 2001 þegar Alþingi setti lögin um vexti; enginn fylgdi þeim eftir í stjórnkerfinu. Enginn las lögin. Ekki í viðskiptaráðuneytinu. Ekki í Seðlabankanum. Ekki í Fjármálaeftirlitinu. Semsé gjörsamlega ónýtt stjórnkerfi og það sem verra var: Vísvitandi ónýtt til þess að hans náð markaðurinn gæti farið á fleygiferð með himinskautum. Þegar Björgvin G. Sigurðsson varð viðskiptaráðherra þá var ráðuneytið endurreist. 2007. En það var of seint. Þegar hann kom þar inn var ekki til fyrir hann skrifstofa, ekki ritari, ekki ráðuneytisstjóri. Varla nokkur maður sem sinnti eingöngu viðskiptaráðuneytinu. Markaðurinn átti að sjá um sig. Frjáls, svo frjáls. Þarna er skýringin á því að lögum var ekki framfylgt: Viðskiptaráðuneytið var varla til þessi 10 örlagaríku ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Svavar Gestsson Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ein skýringin á lögbrotunum í 10 ár með gengislánin er sú að mínu mati að einbeitt og hægt og bítandi unnu stjórnvöld að því markvisst og vitandi vits að leggja viðskiptaráðuneytið niður. Það var sameinað iðnaðarráðuneytinu 1988 en ekki lagt niður með lagasetningu sem þó var reynt oftar en einu sinni. Það stöðvaði þáverandi stjórnarandstaða Alþýðubandalagsins. Rök okkar voru þau að viðskiptaráðuneytið væri mikilvægt efnahagsstjórnarráðuneyti. Fyrsta skrefið til að gera viðskiptaráðuneytið að engu var reyndar stigið 1987 þegar utanríkisviðskiptin voru tekin af ráðuneytinu og flutt til utanríkisráðuneytisins. Rökin fyrir því að gera viðskiptaráðuneytið minna og minna og veikara og veikara voru þau að hans heilagleiki markaðurinn ætti að sjá um sig sjálfur. Það mætti ekki trufla gangverk hans á neinn hátt. Það væru til eftirlitsstofnanir en þær ættu eðli málsins samkvæmt að vera veikar; hlutverk þeirra væri að smyrja hjól markaðarins en ekki að hægja á þeim á neinn hátt né heldur að hafa áhrif á hraðgengi þeirra. Frá 1988 sátu fimm ráðherrar í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytunum. Alltaf með bæði ráðuneytin í einu. Hlutverk þeirra var það aðallega að fá inn í landið erlend stórfyrirtæki - í iðnaðarráðuneytinu - og að veikja stjórnkerfin - í viðskiptaráðuneytinu. Þess vegna var enginn á vakt 2001 þegar Alþingi setti lögin um vexti; enginn fylgdi þeim eftir í stjórnkerfinu. Enginn las lögin. Ekki í viðskiptaráðuneytinu. Ekki í Seðlabankanum. Ekki í Fjármálaeftirlitinu. Semsé gjörsamlega ónýtt stjórnkerfi og það sem verra var: Vísvitandi ónýtt til þess að hans náð markaðurinn gæti farið á fleygiferð með himinskautum. Þegar Björgvin G. Sigurðsson varð viðskiptaráðherra þá var ráðuneytið endurreist. 2007. En það var of seint. Þegar hann kom þar inn var ekki til fyrir hann skrifstofa, ekki ritari, ekki ráðuneytisstjóri. Varla nokkur maður sem sinnti eingöngu viðskiptaráðuneytinu. Markaðurinn átti að sjá um sig. Frjáls, svo frjáls. Þarna er skýringin á því að lögum var ekki framfylgt: Viðskiptaráðuneytið var varla til þessi 10 örlagaríku ár.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar