„Líður tíminn alltaf jafn hratt?“ 14. apríl 2010 06:00 Bókmenntir Pétur Gunnarsson ræðir hættu gleymskunnar. Frettablaðið/Róbert Annað kvöld verður Pétur Gunnarsson rithöfundur gestur á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða í húsi Sögufélagsins (Fischersundi 3) og hefst dagskráin kl. 20. Erindi sitt kallar Pétur „Lífið er stutt, gleymskan löng" og mun hann ræða ýmis heimspekileg og aðferðafræðileg vandamál sem hann mátti takast á við í ritun þroskasögu Þórbergs Þórðarsonar, en tvö bindi hennar (ÞÞ í fátæktarlandi og ÞÞ í forheimskunarlandi) komu út 2007 og 2009 og hafa hlotið einróma lof lesenda. „Þótt snúningshraði jarðar kringum sólu kunni að vera sá sami í dag og í árdaga gegnir öðru um tíma mannanna, hinn upplifða tíma. Vel fram á síðustu öld lifði fólk landbúnaðarsamfélagsins í eilífum hringdansi, allt sem hafði gerst var rifjað upp og munað. Fólk sem einu sinni hafði litið dagsins ljós náði varla að deyja, svo lifandi var það í stöðugum upprifjunum," segir Pétur í kynningu sinni á umræðuefninu. „Berum þetta saman við okkur hér og nú. Hin óaflátandi stórhríð áreita gerir að verkum að furðu fljótt fennir yfir kennileiti. Fólk sem var á dögum fyrir mannsaldri er gufað upp, jafnvel snilldarverk fennir í kaf. Kappneyslusamfélagið heimtar stöðuga breytingu, bíllinn í ár má ekki líta út eins og bíllinn í fyrra, byggingar rísa og eru rifnar, stöðugt aðstreymi nýrra „upplýsinga" sópa á brott því sem fyrir var. Uns svo er komið að rithöfundurinn finnur sig í sömu sporum og fyrir tíma ritmáls þegar gleymskan var aflvaki skáldskapar. Hlutverk skáldsins þá var að festa atburðarásina með haganlega samsettum orðum. Á öld holskeflumiðlunar freistar höfundur að rifja upp og reyna að muna í (vonlausri?) baráttu við gleymskuna. Að halda leiðum opnum til minninga, í stað þess að spóla í hinu glórulausa núi." Pétur Gunnarsson lauk meistaraprófi í heimspeki frá Université d'Aix-Marseille í Frakklandi. Hann er mikilvirkt ljóð- og skáldsagnaskáld og þýðandi, auk þess að hann hefur sent frá sér fjölda greina um bókmenntir og menningarmál. Lífið Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Fleiri fréttir „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Sjá meira
Annað kvöld verður Pétur Gunnarsson rithöfundur gestur á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða í húsi Sögufélagsins (Fischersundi 3) og hefst dagskráin kl. 20. Erindi sitt kallar Pétur „Lífið er stutt, gleymskan löng" og mun hann ræða ýmis heimspekileg og aðferðafræðileg vandamál sem hann mátti takast á við í ritun þroskasögu Þórbergs Þórðarsonar, en tvö bindi hennar (ÞÞ í fátæktarlandi og ÞÞ í forheimskunarlandi) komu út 2007 og 2009 og hafa hlotið einróma lof lesenda. „Þótt snúningshraði jarðar kringum sólu kunni að vera sá sami í dag og í árdaga gegnir öðru um tíma mannanna, hinn upplifða tíma. Vel fram á síðustu öld lifði fólk landbúnaðarsamfélagsins í eilífum hringdansi, allt sem hafði gerst var rifjað upp og munað. Fólk sem einu sinni hafði litið dagsins ljós náði varla að deyja, svo lifandi var það í stöðugum upprifjunum," segir Pétur í kynningu sinni á umræðuefninu. „Berum þetta saman við okkur hér og nú. Hin óaflátandi stórhríð áreita gerir að verkum að furðu fljótt fennir yfir kennileiti. Fólk sem var á dögum fyrir mannsaldri er gufað upp, jafnvel snilldarverk fennir í kaf. Kappneyslusamfélagið heimtar stöðuga breytingu, bíllinn í ár má ekki líta út eins og bíllinn í fyrra, byggingar rísa og eru rifnar, stöðugt aðstreymi nýrra „upplýsinga" sópa á brott því sem fyrir var. Uns svo er komið að rithöfundurinn finnur sig í sömu sporum og fyrir tíma ritmáls þegar gleymskan var aflvaki skáldskapar. Hlutverk skáldsins þá var að festa atburðarásina með haganlega samsettum orðum. Á öld holskeflumiðlunar freistar höfundur að rifja upp og reyna að muna í (vonlausri?) baráttu við gleymskuna. Að halda leiðum opnum til minninga, í stað þess að spóla í hinu glórulausa núi." Pétur Gunnarsson lauk meistaraprófi í heimspeki frá Université d'Aix-Marseille í Frakklandi. Hann er mikilvirkt ljóð- og skáldsagnaskáld og þýðandi, auk þess að hann hefur sent frá sér fjölda greina um bókmenntir og menningarmál.
Lífið Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Fleiri fréttir „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Sjá meira