Rússnesk rúlletta Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 12. ágúst 2010 06:00 Hvalfjarðargöngin fengu falleinkunn EUROTAP um daginn. Eru víst stórhættuleg að fara um og öll öryggisatriði fyrir neðan allar hellur. Ég hef farið gegnum þessi göng óteljandi ferðir og hef ekki keyrt Hvalfjörðinn síðan þau voru opnuð. Sem betur fer hef ég sloppið í gegn, hingað til. Þetta fékk mig til að velta fyrir mér vegakerfinu á landinu í heild sinni en ég var á ferðinni um daginn milli Akureyrar og Reykjavíkur. Ferðin gekk vel þrátt fyrir mikla umferð en bílalestirnar teygðu sig nánast óslitið alla leiðina. Vöruflutningabílar í bland við agnarsmáa fólksbíla, upphækkaðir jeppar og jepplingar, kerrur, tjaldvagnar og fellihýsi voru á ferðinni í báðar áttir. Ökuhraðinn var því eitthvað undir leyfilegum hámarkshraða og talsvert um glannalegan framúrakstur. Á þessari leið er bara ein akrein í hvora átt og óþolinmóðir ökumenn undu sér ekki í bílalestunum. Þeir tóku aftur og aftur sénsa sem stofnuðu ekki bara þeim sjálfum heldur fjölda annarra í hættu. Banaslysin í umferðinni á hringveginum eru árviss. Það er ákveðin rúlletta að hætta sér af stað í langferð og þurfa að treysta á skynsemi og þolinmæði annarra ökumanna til að komast klakklaust á leiðarenda en slysin verða flest við framúrakstur. Fyrir stórar ferðahelgar sumarsins brýnir lögreglan því fyrir ferðalöngum að sýna þolinmæði og fara sér hægt. Það sé betra að komast á leiðarenda seint en aldrei. Ég fjargviðrast yfir því í hverri einustu ferð af hverju sé ekki löngu búið að tvöfalda hringveginn en hann er ótrúlega mjór á köflum, með kröppum beygjum og blindhæðum að ég tali nú ekki um einbreiðu brýrnar sem enn er að finna á þjóðvegi eitt. Auðvitað má færa fyrir því rök að alltaf verði til vitleysingar í umferðinni, sama hversu gott vegakerfið er. Því verði ekki hægt að koma í veg fyrir slys með fleiri akreinum og tvöföldum brúm. Ég held það nú samt. Þangað til mér verður að ósk minni um tvöfaldan hringveg rígheld ég því um stýrið alla þá klukkutíma sem tekur að aka þessa leið, skíthrædd um að nú dembi sér einhver vitleysingurinn fram úr og keyri mig í klessu. Mér hefur meira að segja stundum dottið í hug að liggja á flautunni þegar ég mæti löngum bílalestum, einfaldlega til að láta vita af mér. Ég velti því fyrir mér hvort hringvegurinn fengi ekki sannarlega fall-einkunn ef EURATAP tæki allt vegakerfi landsins út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Menntamorð Ingólfur Gíslason Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun
Hvalfjarðargöngin fengu falleinkunn EUROTAP um daginn. Eru víst stórhættuleg að fara um og öll öryggisatriði fyrir neðan allar hellur. Ég hef farið gegnum þessi göng óteljandi ferðir og hef ekki keyrt Hvalfjörðinn síðan þau voru opnuð. Sem betur fer hef ég sloppið í gegn, hingað til. Þetta fékk mig til að velta fyrir mér vegakerfinu á landinu í heild sinni en ég var á ferðinni um daginn milli Akureyrar og Reykjavíkur. Ferðin gekk vel þrátt fyrir mikla umferð en bílalestirnar teygðu sig nánast óslitið alla leiðina. Vöruflutningabílar í bland við agnarsmáa fólksbíla, upphækkaðir jeppar og jepplingar, kerrur, tjaldvagnar og fellihýsi voru á ferðinni í báðar áttir. Ökuhraðinn var því eitthvað undir leyfilegum hámarkshraða og talsvert um glannalegan framúrakstur. Á þessari leið er bara ein akrein í hvora átt og óþolinmóðir ökumenn undu sér ekki í bílalestunum. Þeir tóku aftur og aftur sénsa sem stofnuðu ekki bara þeim sjálfum heldur fjölda annarra í hættu. Banaslysin í umferðinni á hringveginum eru árviss. Það er ákveðin rúlletta að hætta sér af stað í langferð og þurfa að treysta á skynsemi og þolinmæði annarra ökumanna til að komast klakklaust á leiðarenda en slysin verða flest við framúrakstur. Fyrir stórar ferðahelgar sumarsins brýnir lögreglan því fyrir ferðalöngum að sýna þolinmæði og fara sér hægt. Það sé betra að komast á leiðarenda seint en aldrei. Ég fjargviðrast yfir því í hverri einustu ferð af hverju sé ekki löngu búið að tvöfalda hringveginn en hann er ótrúlega mjór á köflum, með kröppum beygjum og blindhæðum að ég tali nú ekki um einbreiðu brýrnar sem enn er að finna á þjóðvegi eitt. Auðvitað má færa fyrir því rök að alltaf verði til vitleysingar í umferðinni, sama hversu gott vegakerfið er. Því verði ekki hægt að koma í veg fyrir slys með fleiri akreinum og tvöföldum brúm. Ég held það nú samt. Þangað til mér verður að ósk minni um tvöfaldan hringveg rígheld ég því um stýrið alla þá klukkutíma sem tekur að aka þessa leið, skíthrædd um að nú dembi sér einhver vitleysingurinn fram úr og keyri mig í klessu. Mér hefur meira að segja stundum dottið í hug að liggja á flautunni þegar ég mæti löngum bílalestum, einfaldlega til að láta vita af mér. Ég velti því fyrir mér hvort hringvegurinn fengi ekki sannarlega fall-einkunn ef EURATAP tæki allt vegakerfi landsins út.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun