Engin pressa að hygla að Vettel 13. júlí 2010 09:54 Mark Webber, Sebastian Vettel og Christian Horner ásamt liðsmönnum Red Bull. Mynd: Getty Images Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull segir að engin pressa sá á honum frá eigendum Red Bull liðsins að þjónusta Sebastian Vettel betur en Mark Webber í Formúlu 1 mótum. Webber var mjög ósáttur um helgina, þegar vængur var tekin af bíl hans og settur á bíl Vettels. "Það hefur aldrei verið pressa frá Red Bull að hygla að einum ökumanni umfram annan. Ég ræddi ekki við Helmut eða nokkurn annan frá Red Bull varðandi þá ákvörðun að Vettel fengi vænginn. Þetta var tæknileg ákvörðun sem ég ræddi við Adrian Newey. Það eina sem ég sé eftir eru að ég hafði ekki tíma til að ræða við Mark persónulega um málið fyrir tímatökuna", sagði Horner í frétt á vefsíðu The Telegraph í dag. Hann vill meina að það hefði gefið Webber betri skilning á málinu, en talsverð umræða hefur verið um ákvörðun Horner í fjölmiðlum víða um heim og meðal áhugamanna um Formúlu 1. Helmut Marko sem Horner minnist á er ráðgjafi Red Bull fyrirtækisins sem á Formúlu 1 lið Red Bull. "Við Mark höfum alltaf átt opinn og góð samskipti og höfum þekkt hvorn annan í meira en áratug. Ég hef alltaf stutt hann eins og Sebastian. Þeir voru báðir syngjandi í veislu á sunnudagskvöld ásamt mér og Newey og fleirum. Það má ekki gleyma því að þetta eru hagstæð úrslit fyrir liðið og við fögnuðum þessu með fjölskyldum Marks og Sebastians", sagði Horner. Lewis Hamilton sem leiðir meistaramótið í Formúlu 1 semur ekki við Vettel, samkvæmt frétt The Telegraph og hafði skoðun á vængskiptunum. "Þetta er ekki fallegt, en ég er mjög, mjög, mjög ánægður fyrir hönd Marks. En það virðist meiri eining innan okkar liðs og þess vegna erum við efstir í báðum stigamótum", sagði Hamilton. Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull segir að engin pressa sá á honum frá eigendum Red Bull liðsins að þjónusta Sebastian Vettel betur en Mark Webber í Formúlu 1 mótum. Webber var mjög ósáttur um helgina, þegar vængur var tekin af bíl hans og settur á bíl Vettels. "Það hefur aldrei verið pressa frá Red Bull að hygla að einum ökumanni umfram annan. Ég ræddi ekki við Helmut eða nokkurn annan frá Red Bull varðandi þá ákvörðun að Vettel fengi vænginn. Þetta var tæknileg ákvörðun sem ég ræddi við Adrian Newey. Það eina sem ég sé eftir eru að ég hafði ekki tíma til að ræða við Mark persónulega um málið fyrir tímatökuna", sagði Horner í frétt á vefsíðu The Telegraph í dag. Hann vill meina að það hefði gefið Webber betri skilning á málinu, en talsverð umræða hefur verið um ákvörðun Horner í fjölmiðlum víða um heim og meðal áhugamanna um Formúlu 1. Helmut Marko sem Horner minnist á er ráðgjafi Red Bull fyrirtækisins sem á Formúlu 1 lið Red Bull. "Við Mark höfum alltaf átt opinn og góð samskipti og höfum þekkt hvorn annan í meira en áratug. Ég hef alltaf stutt hann eins og Sebastian. Þeir voru báðir syngjandi í veislu á sunnudagskvöld ásamt mér og Newey og fleirum. Það má ekki gleyma því að þetta eru hagstæð úrslit fyrir liðið og við fögnuðum þessu með fjölskyldum Marks og Sebastians", sagði Horner. Lewis Hamilton sem leiðir meistaramótið í Formúlu 1 semur ekki við Vettel, samkvæmt frétt The Telegraph og hafði skoðun á vængskiptunum. "Þetta er ekki fallegt, en ég er mjög, mjög, mjög ánægður fyrir hönd Marks. En það virðist meiri eining innan okkar liðs og þess vegna erum við efstir í báðum stigamótum", sagði Hamilton.
Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira