Brugg og smygl eykst með hærri sköttum 17. ágúst 2010 06:00 neytendur Helmingur fólks á aldrinum 18 til 29 ára verður var við meira heimabrugg og smygl á áfengi nú heldur en áður. Meira en helmingur fólks kaupir annaðhvort minna áfengi eða ódýrari tegundir. Slíkt þýðir oft á tíðum kaup á vörum sem eru með lægra áfengisinnihald og þar af leiðandi minni innheimta áfengisgjalda hjá ríkinu. Kemur þetta fram í nýrri könnun sem gerð var á vegum Félags atvinnurekenda í júlí þessa árs. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að óeðlilegt megi teljast að ný skattastefna ríkisstjórnarinnar leiði af sér stækkandi svartan markað með áfengi. Slíkt hljóti að teljast áhyggjuefni í ljósi forvarnar- og heilbrigðisstefnu ríkisins. „Við vöruðum við frekari hækkunum á sköttum og áfengisgjöldum," segir Almar. „Við teljum ljóst að frekari hækkanir ríkisstjórnarinnar leiði til aukins brasks með vín og annað áfengi á svörtum markaði." Hann segir niðurstöðurnar því ekki koma sér á óvart. Samkvæmt sölutölum ÁTVR hefur sala á áfengi dregist mikið saman á síðustu misserum. Almar segir tenginguna við ólöglegt brugg og smygl á vodka greinilega í ljósi talnanna. „Lítrasala á ókrydduðu brennivíni og vodka dróst saman um 24 prósent milli ára á meðan bjór dróst saman um sjö prósent, rauðvín um sex prósent og hvítvín um þrjú. Hvað segir það okkur?" Almar telur víst að tekjur ríkisins af áfengissölu í ÁTVR hafi ekki skilað sér eins og áætlað var og þó að salan sé að minnka þetta mikið sé ólíklegt að neyslan sé að minnka samhliða því. „Vissulega er ríkið að fá einhverja tekjuaukningu," segir Almar. „En miðað við þetta gríðarlega umfang hækkana í verði eru þær ekki miklar." Áfengis- og tóbaksgjöld hafa skilað 8,3 prósentum meiru til ríkissjóðs á fyrstu fimm mánuðum ársins á sama tíma og áfengisgjöld hafa tvisvar sinnum hækkað um tíu prósent. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar kveðast 37 prósent af fólki á aldrinum 30 til 67 ára kaupa minna áfengi nú en áður og 28 prósent af fólki á aldrinum 18 til 29 ára. Einungis 1,9 prósent segjast kaupa áfengi í meira mæli nú en fyrir ári. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
neytendur Helmingur fólks á aldrinum 18 til 29 ára verður var við meira heimabrugg og smygl á áfengi nú heldur en áður. Meira en helmingur fólks kaupir annaðhvort minna áfengi eða ódýrari tegundir. Slíkt þýðir oft á tíðum kaup á vörum sem eru með lægra áfengisinnihald og þar af leiðandi minni innheimta áfengisgjalda hjá ríkinu. Kemur þetta fram í nýrri könnun sem gerð var á vegum Félags atvinnurekenda í júlí þessa árs. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að óeðlilegt megi teljast að ný skattastefna ríkisstjórnarinnar leiði af sér stækkandi svartan markað með áfengi. Slíkt hljóti að teljast áhyggjuefni í ljósi forvarnar- og heilbrigðisstefnu ríkisins. „Við vöruðum við frekari hækkunum á sköttum og áfengisgjöldum," segir Almar. „Við teljum ljóst að frekari hækkanir ríkisstjórnarinnar leiði til aukins brasks með vín og annað áfengi á svörtum markaði." Hann segir niðurstöðurnar því ekki koma sér á óvart. Samkvæmt sölutölum ÁTVR hefur sala á áfengi dregist mikið saman á síðustu misserum. Almar segir tenginguna við ólöglegt brugg og smygl á vodka greinilega í ljósi talnanna. „Lítrasala á ókrydduðu brennivíni og vodka dróst saman um 24 prósent milli ára á meðan bjór dróst saman um sjö prósent, rauðvín um sex prósent og hvítvín um þrjú. Hvað segir það okkur?" Almar telur víst að tekjur ríkisins af áfengissölu í ÁTVR hafi ekki skilað sér eins og áætlað var og þó að salan sé að minnka þetta mikið sé ólíklegt að neyslan sé að minnka samhliða því. „Vissulega er ríkið að fá einhverja tekjuaukningu," segir Almar. „En miðað við þetta gríðarlega umfang hækkana í verði eru þær ekki miklar." Áfengis- og tóbaksgjöld hafa skilað 8,3 prósentum meiru til ríkissjóðs á fyrstu fimm mánuðum ársins á sama tíma og áfengisgjöld hafa tvisvar sinnum hækkað um tíu prósent. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar kveðast 37 prósent af fólki á aldrinum 30 til 67 ára kaupa minna áfengi nú en áður og 28 prósent af fólki á aldrinum 18 til 29 ára. Einungis 1,9 prósent segjast kaupa áfengi í meira mæli nú en fyrir ári. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira