Kaymer nýr besti kylfingur heims Jón Júlíus Karlsson skrifar 27. febrúar 2011 13:15 Martin Kaymer frá Þýskalandi er bestur í golfi. Mynd/AP Þjóðverjinn Martin Kaymer verður á toppi heimslistans í golfi þegar nýr listi verður kynntur á mánudag. Hann verður þar með besti kylfingur heims og fer upp fyrir Englendinginn Lee Westwood sem verið hefur efstur undanfarna mánuði. Kaymer náði þessum áfanga með að komast í úrslit á Heimsmótinu í holukeppni sem fram fer í Arizona, Bandaríkjunum. Kaymer hafði betur gegn Bubba Watson frá Bandaríkjunum í undanúrslitum. Hann mun leika gegn Englendingnum Luke Donald í úrslitum en Donald lagði bandaríska kylfinginn Matt Kuchar örugglega af velli í gær. „Það hefur aðeins tekið mig fimm ár að komast í efsta sætið. Fyrir mig sjálfan, fjölskyldu og samstarfsmenn er þetta stór áfangi. Ég var ekki að hugsa um efsta sætið í leiknum gegn Watson þar sem ég var viss um að ég fengi þetta tækifæri á næstu vikum," sagði hinn 26 ára Kaymer sem hefur skotist hratt upp á stjörnuhiminn í golfheiminum á undanförnum árum. Takist Luke Donald að leggja Kaymer að velli í dag fer Donald upp í þriðja sæti heimslistans. Það þýðir að Tiger Woods verður í fimmta sæti heimslistans á mánudag, Woods var um árabil besti kylfingur heims en virðist nú á hraðri niðurleið. Golf Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Þjóðverjinn Martin Kaymer verður á toppi heimslistans í golfi þegar nýr listi verður kynntur á mánudag. Hann verður þar með besti kylfingur heims og fer upp fyrir Englendinginn Lee Westwood sem verið hefur efstur undanfarna mánuði. Kaymer náði þessum áfanga með að komast í úrslit á Heimsmótinu í holukeppni sem fram fer í Arizona, Bandaríkjunum. Kaymer hafði betur gegn Bubba Watson frá Bandaríkjunum í undanúrslitum. Hann mun leika gegn Englendingnum Luke Donald í úrslitum en Donald lagði bandaríska kylfinginn Matt Kuchar örugglega af velli í gær. „Það hefur aðeins tekið mig fimm ár að komast í efsta sætið. Fyrir mig sjálfan, fjölskyldu og samstarfsmenn er þetta stór áfangi. Ég var ekki að hugsa um efsta sætið í leiknum gegn Watson þar sem ég var viss um að ég fengi þetta tækifæri á næstu vikum," sagði hinn 26 ára Kaymer sem hefur skotist hratt upp á stjörnuhiminn í golfheiminum á undanförnum árum. Takist Luke Donald að leggja Kaymer að velli í dag fer Donald upp í þriðja sæti heimslistans. Það þýðir að Tiger Woods verður í fimmta sæti heimslistans á mánudag, Woods var um árabil besti kylfingur heims en virðist nú á hraðri niðurleið.
Golf Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira