Sigurður Ragnar hjálpar Frömurum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. febrúar 2011 10:30 Landsliðsþjálfarinn í fótbolta er marghamur. vísir/stefán Einar Jónsson, þjálfari Fram, segir að hann hafi notið liðsinnis Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar, landsliðsþjálfara í knattspyrnu, í svokallaðri hugarþjálfun leikmanna Fram. Framarar eigast í dag við Valsmenn í úrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna en Einar segir að hugarfar leikmanna muni ráða miklu í leiknum í dag. „Liðin þekkja hvort annað mjög vel og eru bæði vel skipulögð og kunna handbolta út í gegn. Þetta mun því snúast um hugarfarið og hvernig leikmenn mæta stemmdir í leikinn. Það lið sem er betur búið í þá barátta mun vinna leikinn," sagði Einar í samtali við Vísi en leikurinn hefst klukkan 13.30 í dag. Fram hafði betur gegn Val í bikarúrslitunum í fyrra. „Við gerðum þetta með mjög skipulögðum og öflugum hætti í fyrra og gerum þetta með svipuðum hætti nú. Hugarþjálfun er jafn mikilvæg og að þjálfa varnarleikinn eða leikkerfi í sókninni. Þetta er orðinn mjög stór þáttur í íþróttum í dag." „Við höfum fengið aðstoð frá Sigurði Ragnari meðal annarra en hann er mjög vel að sér í þessum málum. Hann hefur reynst okkur mjög vel." Valsmenn hafa þó oftar haft betur gegn Fram í leikjum liðanna að undanförnu og eru nú handhafar allra titlanna fyrir utan bikarinn. Einar hefur oft átt erfitt með að hemja skapið eftir rimmur þessara liða og var til að mynda dæmdur í þriggja leikja bann eftir úrslitakeppnina í fyrra. „Skapið getur bæði verið kostur og galli. Menn leggja miklar tilfinningar í þetta, bæði hjarta og sál. Auðvitað getur maður verið tapsár enda erfitt að tapa. Ég held nú yfirleitt haus í leikjunum sjálfum en svo getur maður misst sig eftir þá. Þetta brýst svona út hjá mér og öðruvísi hjá öðrum." „En kannski hefur maður þroskast með aldrinum og það gæti hjálpað til," sagði Einar og brosti. Íslenski handboltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir HM hópurinn tilkynntur: Lovísa fer með en Birna Berg situr eftir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Sjá meira
Einar Jónsson, þjálfari Fram, segir að hann hafi notið liðsinnis Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar, landsliðsþjálfara í knattspyrnu, í svokallaðri hugarþjálfun leikmanna Fram. Framarar eigast í dag við Valsmenn í úrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna en Einar segir að hugarfar leikmanna muni ráða miklu í leiknum í dag. „Liðin þekkja hvort annað mjög vel og eru bæði vel skipulögð og kunna handbolta út í gegn. Þetta mun því snúast um hugarfarið og hvernig leikmenn mæta stemmdir í leikinn. Það lið sem er betur búið í þá barátta mun vinna leikinn," sagði Einar í samtali við Vísi en leikurinn hefst klukkan 13.30 í dag. Fram hafði betur gegn Val í bikarúrslitunum í fyrra. „Við gerðum þetta með mjög skipulögðum og öflugum hætti í fyrra og gerum þetta með svipuðum hætti nú. Hugarþjálfun er jafn mikilvæg og að þjálfa varnarleikinn eða leikkerfi í sókninni. Þetta er orðinn mjög stór þáttur í íþróttum í dag." „Við höfum fengið aðstoð frá Sigurði Ragnari meðal annarra en hann er mjög vel að sér í þessum málum. Hann hefur reynst okkur mjög vel." Valsmenn hafa þó oftar haft betur gegn Fram í leikjum liðanna að undanförnu og eru nú handhafar allra titlanna fyrir utan bikarinn. Einar hefur oft átt erfitt með að hemja skapið eftir rimmur þessara liða og var til að mynda dæmdur í þriggja leikja bann eftir úrslitakeppnina í fyrra. „Skapið getur bæði verið kostur og galli. Menn leggja miklar tilfinningar í þetta, bæði hjarta og sál. Auðvitað getur maður verið tapsár enda erfitt að tapa. Ég held nú yfirleitt haus í leikjunum sjálfum en svo getur maður misst sig eftir þá. Þetta brýst svona út hjá mér og öðruvísi hjá öðrum." „En kannski hefur maður þroskast með aldrinum og það gæti hjálpað til," sagði Einar og brosti.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir HM hópurinn tilkynntur: Lovísa fer með en Birna Berg situr eftir „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Sjá meira