Tiger var bitlaus gegn Björn og er úr leik í Arizona Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 24. febrúar 2011 10:03 Tiger Woods átti erfitt uppdráttar gegn Thomas Björn í gær. Upphafshögg hans í bráðabana fór langt utan brautar þar sem að óskemmtilegur gróður tók á móti kylfingnum. AP Tiger Woods heldur áfram að koma á óvart en í gær var það á sjálfum golfvellinum þar sem hann tapaði gegn Dananum Thomas Björn í fyrstu umferð á heimsmótinu í holukeppni í Arizona í Bandaríkjunum. Woods og Björn voru jafnir eftir 18 holur og á fyrstu holu í bráðabana gerði Woods mistök þar sem hann sló lélegt upphafshögg með 3-tré og boltinn endaði endaði langt utan brautar – í eyðimörkinni. Þetta er aðeins í annað sinn sem Woods fellur úr leik í fyrstu umferð heimsmótsins í holukeppni. Aðeins 64 efstu á heimslistanum hófu keppni á þessu móti og er þeim raðað upp í fjóra 16 manna riðla. „Ég klúðraði þessu," sagði Woods í gær en hann leyndi ekki vonbrigðum sínum og var lengi að jafna sig á úrslitunum. Björn, sem er góður vinur Woods, tryggði sér keppnisrétt á mótinu með því að sigra á Katar meistaramótinu á Evrópumótaröðinni fyrr á þessu ári. Þeir ræddu lengi saman á flötinni eftir að úrslitin voru ljós og það var greinilegt að Woods átti erfitt. „Það sem við sögðum á flötinni er einkamál, en ég er á þeirri skoðun að golfið þarf á Tiger Woods að halda," sagði Björn sem mætir Geoff Ogilvy frá Ástralíu í næstu umferð.Tiger Woods slær hér upp úr glompu í Arizona í gær.APWoods, sem er í þriðja sæti heimslistans, hefur ekki náð að vera í hópi 20 efstu á fyrstu þremur mótum ársins 2011. Hann var langt frá sínu besta gegn Björn og klúðraði nokkrum upplögðum færum á flötunum. Englendingurinn Lee Westwood, sem er efstur á heimslistanum, átti ekki í vandræðum með Henrik Stenson frá Svíþjóð en sá leikur endaði 3 /2. Þjóðverjinn Martin Kaymer sem er í öðru sæti heimslistans var ekki lengi að klára sinn leik gegn hinum 19 ára gamla Seung-yul Noh frá Suður-Kóreu. Sá leikur endaði 7 /6. Phil Mickelson, sem er í fjórða sæti heimslistans, rúllaði upp Brendan Jones 6 / 5. Ítalinn Matteo Manassero, sem er aðeins 17 ára gamall, kom gríðarlega á óvart með því að sigra Steve Stricker, 2 /1. Jim Furyk féll einnig úr leik en hann tapaði gegn Ryan Palmer. Alls eru 13 kylfingar frá Bandaríkjunum eftir í keppninni, 13 frá Evrópu, tveir frá Ástralíu, Suður-Afríku og Asíu. Ian Poulter frá Englandi sem hafði titil að verja á þessu móti er úr leik en hann tapaði gegn Stewart Cink á 19. holu. Golf Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Sjá meira
Tiger Woods heldur áfram að koma á óvart en í gær var það á sjálfum golfvellinum þar sem hann tapaði gegn Dananum Thomas Björn í fyrstu umferð á heimsmótinu í holukeppni í Arizona í Bandaríkjunum. Woods og Björn voru jafnir eftir 18 holur og á fyrstu holu í bráðabana gerði Woods mistök þar sem hann sló lélegt upphafshögg með 3-tré og boltinn endaði endaði langt utan brautar – í eyðimörkinni. Þetta er aðeins í annað sinn sem Woods fellur úr leik í fyrstu umferð heimsmótsins í holukeppni. Aðeins 64 efstu á heimslistanum hófu keppni á þessu móti og er þeim raðað upp í fjóra 16 manna riðla. „Ég klúðraði þessu," sagði Woods í gær en hann leyndi ekki vonbrigðum sínum og var lengi að jafna sig á úrslitunum. Björn, sem er góður vinur Woods, tryggði sér keppnisrétt á mótinu með því að sigra á Katar meistaramótinu á Evrópumótaröðinni fyrr á þessu ári. Þeir ræddu lengi saman á flötinni eftir að úrslitin voru ljós og það var greinilegt að Woods átti erfitt. „Það sem við sögðum á flötinni er einkamál, en ég er á þeirri skoðun að golfið þarf á Tiger Woods að halda," sagði Björn sem mætir Geoff Ogilvy frá Ástralíu í næstu umferð.Tiger Woods slær hér upp úr glompu í Arizona í gær.APWoods, sem er í þriðja sæti heimslistans, hefur ekki náð að vera í hópi 20 efstu á fyrstu þremur mótum ársins 2011. Hann var langt frá sínu besta gegn Björn og klúðraði nokkrum upplögðum færum á flötunum. Englendingurinn Lee Westwood, sem er efstur á heimslistanum, átti ekki í vandræðum með Henrik Stenson frá Svíþjóð en sá leikur endaði 3 /2. Þjóðverjinn Martin Kaymer sem er í öðru sæti heimslistans var ekki lengi að klára sinn leik gegn hinum 19 ára gamla Seung-yul Noh frá Suður-Kóreu. Sá leikur endaði 7 /6. Phil Mickelson, sem er í fjórða sæti heimslistans, rúllaði upp Brendan Jones 6 / 5. Ítalinn Matteo Manassero, sem er aðeins 17 ára gamall, kom gríðarlega á óvart með því að sigra Steve Stricker, 2 /1. Jim Furyk féll einnig úr leik en hann tapaði gegn Ryan Palmer. Alls eru 13 kylfingar frá Bandaríkjunum eftir í keppninni, 13 frá Evrópu, tveir frá Ástralíu, Suður-Afríku og Asíu. Ian Poulter frá Englandi sem hafði titil að verja á þessu móti er úr leik en hann tapaði gegn Stewart Cink á 19. holu.
Golf Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Sjá meira