Massa telur ekki hægt bera keppinautanna saman 22. febrúar 2011 15:19 Felipe Massa um borð í Ferrari bílnum í Barcelona. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Felipe Massa hjá Ferrari náði besta aksturstímanum á Barcelona brautinni í gær og besta tímanum sem náðist á fjögurra daga æfingum Formúlu 1 liða á brautinni, sem lauk í gær. En fyrsti æfingadagurinn var á föstudag og einnig var ekið um helgina. Massa sagði eftir æfinguna í gær, samkvæmt frétt á espnf1.com að það væri ekki hægt að bera getu bílanna saman fyrr en í fyrsta mótinu. Massa segir þó Red Bull bílinn fljótan í förum, þá hafi Nico Rosberg á Mercedes ekið hratt á sunnudag og ekki sé hægt að afskrifa McLaren og önnur lið. Bæði Massa og Fernando Alonso prófuðu allar gerðir af Pirelli dekkjunum sem voru í boði á æfingunum og með mismunandi bensínhleðslu um borð í Ferrari bílnum, þegar þeir óku. "Það er auðvelt að spá fyrir um það að það verði fleiri þjónustuhlé (í mótum) en síðustu ár. Dekkin slitna meira og það er ekki auðvelt að passa upp á dekkin. Gripið er gott, sérstaklega á mjúku dekkjunum, en miðútgáfan og þau harðari eru ekki góð hvað þetta varðar. Slitið er samt svipað. Það gætu orðið aðrar keppnisáætlanir en síðustu tímabil", sagði Massa. Fyrsta Formúlu 1 mót ársins verður í Ástralíu 27. mars, eftir að mótið í Barein var fellt út sem fyrsta mót ársins. Það átti að fara fram 13. mars. Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Felipe Massa hjá Ferrari náði besta aksturstímanum á Barcelona brautinni í gær og besta tímanum sem náðist á fjögurra daga æfingum Formúlu 1 liða á brautinni, sem lauk í gær. En fyrsti æfingadagurinn var á föstudag og einnig var ekið um helgina. Massa sagði eftir æfinguna í gær, samkvæmt frétt á espnf1.com að það væri ekki hægt að bera getu bílanna saman fyrr en í fyrsta mótinu. Massa segir þó Red Bull bílinn fljótan í förum, þá hafi Nico Rosberg á Mercedes ekið hratt á sunnudag og ekki sé hægt að afskrifa McLaren og önnur lið. Bæði Massa og Fernando Alonso prófuðu allar gerðir af Pirelli dekkjunum sem voru í boði á æfingunum og með mismunandi bensínhleðslu um borð í Ferrari bílnum, þegar þeir óku. "Það er auðvelt að spá fyrir um það að það verði fleiri þjónustuhlé (í mótum) en síðustu ár. Dekkin slitna meira og það er ekki auðvelt að passa upp á dekkin. Gripið er gott, sérstaklega á mjúku dekkjunum, en miðútgáfan og þau harðari eru ekki góð hvað þetta varðar. Slitið er samt svipað. Það gætu orðið aðrar keppnisáætlanir en síðustu tímabil", sagði Massa. Fyrsta Formúlu 1 mót ársins verður í Ástralíu 27. mars, eftir að mótið í Barein var fellt út sem fyrsta mót ársins. Það átti að fara fram 13. mars.
Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira