Umfjöllun: Óvæntur sigur Mosfellinga í Safamýrinni Hlynur Valsson skrifar 21. febrúar 2011 22:58 Afturelding sigraði óvænt í Safamýrinni í kvöld 26-32, í 15.umferð N1-deildar karla. Sigur Mosfellinga var aldrei í hættu og var síst of stór. Atkvæðamestir í liði Aftureldingar voru þeir Jóhann Jóhannsson með 10 mörk og Hilmar Stefánsson með sjö, Hafþór Einarsson var öflugur í markinu og varði 18 skot. Hjá heimamönnum var Andri Berg Haraldsson með 10 mörk og Magnús Gunnar Erlendsson varði 21 skot. Það var fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar og frábær markvarsla Hafþórs Einarssonar sem lagði grunninn að góðum og sanngjörnum sigri Mosfellinga. Þriðji sigur Aftureldingar í vetur og sá fyrsti síðan í desember. Liðið er sem fyrr í sjöunda sæti deildarinnar með 6 stig. Frammarar tapa þriðja leiknum í röð og eru sem stendur í 2-3.sæti með FH-ingum. Leikurinn var jafn og spennandi framan af og var staðan eftir 5 mínútur 4-4. Eftir það náðu gestirnir yfirhöndinni og létu forystuna aldrei af hendi. Afturelding komst mest í 5 marka forystu 12-7 í fyrri hálfleik. Róbert Aron Hostert kom sterkur inn af bekknum hjá Frömmurum undir lok fyrri hálfleiks og skoraði 5 mörk og hélt Frömmurum við efnið. Staðan í hálfleik var 14-15 fyrir gestina í Aftureldingu. Seinni hálfleikurinn fór fjörlega af stað og skiptust liðin á að skora og munurinn varð aldrei meira en 3 mörk fyrstu mínúturnar. Hægt og bítandi fóru gestirnir að síga frammúr og voru komnir með fimm marka forystu, 20-25, þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Framarar virtust ráðþrota þegar kom að sóknarleiknum og nýttu sér illa liðsmuninn þegar þeir voru einum fleiri. Mosfellingar áttu hinsvegar ekki í vandræðum með að klára sóknir sínar einum færri og gengu á lagið og komust mest í 8 marka forystu 21-29. Safamýrapiltar reyndu hvað þeir gátu en höfðu ekki erindi sem erfiði gegn gríðarlega þéttu og sterku liði Aftureldingar. Loka staðann í leiknum 26-32, Mosfellingum í vil.Fram – Afturelding 26-32 (14-15)Mörk Fram: Andri Berg Haraldsson 10, Einar Rafn Eiðsson 3/2, Róbert Aron Hostert 5, Matthías Daðason 2, Haraldur Þorvarðarson 1, Jóhann Karl Reynisson 1, Halldór Jóhann Sigfússon 1, Magnús Stefánsson 1.Varin skot: Magnús G. Erlendsson 18, Björn Viðar Björnsson 3.Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Aftureldingar: Jóhann Jóhannsson 10, Hilmar Stefánsson 3/4, Haukur Sigurvinsson 3, Arnar Theodórsson 3, Bjarni Aron Þórðarson 2, Þrándur Gíslason 2, Jón Andri Helgason 2, Sverrir Hermannsson 2, Daníel Jónsson 1.Varin skot: Hafþór Einarsson 21. Smári Guðfinnsson 0.Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Gísli Hlynur Jóhannson. Olís-deild karla Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
Afturelding sigraði óvænt í Safamýrinni í kvöld 26-32, í 15.umferð N1-deildar karla. Sigur Mosfellinga var aldrei í hættu og var síst of stór. Atkvæðamestir í liði Aftureldingar voru þeir Jóhann Jóhannsson með 10 mörk og Hilmar Stefánsson með sjö, Hafþór Einarsson var öflugur í markinu og varði 18 skot. Hjá heimamönnum var Andri Berg Haraldsson með 10 mörk og Magnús Gunnar Erlendsson varði 21 skot. Það var fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar og frábær markvarsla Hafþórs Einarssonar sem lagði grunninn að góðum og sanngjörnum sigri Mosfellinga. Þriðji sigur Aftureldingar í vetur og sá fyrsti síðan í desember. Liðið er sem fyrr í sjöunda sæti deildarinnar með 6 stig. Frammarar tapa þriðja leiknum í röð og eru sem stendur í 2-3.sæti með FH-ingum. Leikurinn var jafn og spennandi framan af og var staðan eftir 5 mínútur 4-4. Eftir það náðu gestirnir yfirhöndinni og létu forystuna aldrei af hendi. Afturelding komst mest í 5 marka forystu 12-7 í fyrri hálfleik. Róbert Aron Hostert kom sterkur inn af bekknum hjá Frömmurum undir lok fyrri hálfleiks og skoraði 5 mörk og hélt Frömmurum við efnið. Staðan í hálfleik var 14-15 fyrir gestina í Aftureldingu. Seinni hálfleikurinn fór fjörlega af stað og skiptust liðin á að skora og munurinn varð aldrei meira en 3 mörk fyrstu mínúturnar. Hægt og bítandi fóru gestirnir að síga frammúr og voru komnir með fimm marka forystu, 20-25, þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Framarar virtust ráðþrota þegar kom að sóknarleiknum og nýttu sér illa liðsmuninn þegar þeir voru einum fleiri. Mosfellingar áttu hinsvegar ekki í vandræðum með að klára sóknir sínar einum færri og gengu á lagið og komust mest í 8 marka forystu 21-29. Safamýrapiltar reyndu hvað þeir gátu en höfðu ekki erindi sem erfiði gegn gríðarlega þéttu og sterku liði Aftureldingar. Loka staðann í leiknum 26-32, Mosfellingum í vil.Fram – Afturelding 26-32 (14-15)Mörk Fram: Andri Berg Haraldsson 10, Einar Rafn Eiðsson 3/2, Róbert Aron Hostert 5, Matthías Daðason 2, Haraldur Þorvarðarson 1, Jóhann Karl Reynisson 1, Halldór Jóhann Sigfússon 1, Magnús Stefánsson 1.Varin skot: Magnús G. Erlendsson 18, Björn Viðar Björnsson 3.Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Aftureldingar: Jóhann Jóhannsson 10, Hilmar Stefánsson 3/4, Haukur Sigurvinsson 3, Arnar Theodórsson 3, Bjarni Aron Þórðarson 2, Þrándur Gíslason 2, Jón Andri Helgason 2, Sverrir Hermannsson 2, Daníel Jónsson 1.Varin skot: Hafþór Einarsson 21. Smári Guðfinnsson 0.Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Gísli Hlynur Jóhannson.
Olís-deild karla Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira