Watney fagnaði sigri á heimsmótinu á Doral vellinum 14. mars 2011 11:30 Nick Watney sigraði á heimsmótinu í golfi sem lauk á Doral vellinum í Miami í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 29 ára gamli bandaríski kylfingur sigrar á heimsmótaröðinni. AP Nick Watney sigraði á heimsmótinu í golfi sem lauk á Doral vellinum í Miami í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 29 ára gamli bandaríski kylfingur sigrar á heimsmótaröðinni. Hann hefur hægt og bítandi skipað sér í hóp bestu kylfinga heims en hann lék lokahringinn á 5 höggum undir pari eða 67 höggum. Watney lék samtals á 16 höggum undir pari var tveimur höggum betri en Dustin Johnson. Fyrir sigurinn fékk Watney um 160 milljónir kr. „Ég er stoltur að ná að sigra á móti þar sem 50 bestu kylfingar heims eru á meðal keppenda," sagði Watney. Golfkennarinn Butch Harmon brost breitt í gær enda eru þeir Watney og Johnson báðir „nemendur" hjá hinum þekkta kennara. Watney hefur verið undir handleiðslu Harmon frá því hann var í háskólaliði Fresno State og á þeim tíma var hann alls ekki á meðal þeirra hæfileikaríkustu í íþróttinni. Watney hefur sýnt mikinn stöðugleika en hann hefur ávallt endað í hópi 10 efstu á þeim mótum sem hann hefur tekið þátt í á þessu ári. Francesco Molinari, frá Ítalíu, endaði í þriðja sæti ásamt Anders Hansen frá Danmörku. Hansen er í 50. sæti heimslistans og þar þarf hann að vera næstu tvær vikurnar til þess að öðlast keppnisrétt á Mastersmótinu sem hefst í apríl. Tiger Woods náði besta hringnum á þessu ári þegar hann lék síðustu 18 holurnar á 66 höggum eða 6 undir pari. Woods endaði í 10. sæti og er það besti árangur hans í 9 mánuði á PGA mótaröðinni. „Ég vil vinna golfmót og ég gerði það ekki í þessari viku. Það eru samt sem áður batamerki á leik mínum og ég mun taka það með mér í næsta mót," sagði Woods.Staða efstu manna Nick Watney (67-70-68-67) 272 högg Dustin Johnson (69-69-65-71) 274 högg Anders Hansen (71-69-68-67= 275 högg Francesco Molinari (68-68-70-69) 275 högg Matt Kuchar (68-69-68-71) 276 högg Luke Donald (67-72-66-72) 277 högg Adam Scott (68-70-68-71) 277 högg Rickie Fowler (71-73-68-66) 278 högg Hunter Mahan (64-71-71-73) 279 högg Jonathan Byrd (70-74-68-68) 280 högg Padraig Harrington (68-71-68-73) 280 högg Martin Laird (67-70-70- 73) 280 högg Rory McIlroy (68-69-69-74) 280 högg Tiger Woods (70-74-70-66) 280 högg Golf Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Nick Watney sigraði á heimsmótinu í golfi sem lauk á Doral vellinum í Miami í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 29 ára gamli bandaríski kylfingur sigrar á heimsmótaröðinni. Hann hefur hægt og bítandi skipað sér í hóp bestu kylfinga heims en hann lék lokahringinn á 5 höggum undir pari eða 67 höggum. Watney lék samtals á 16 höggum undir pari var tveimur höggum betri en Dustin Johnson. Fyrir sigurinn fékk Watney um 160 milljónir kr. „Ég er stoltur að ná að sigra á móti þar sem 50 bestu kylfingar heims eru á meðal keppenda," sagði Watney. Golfkennarinn Butch Harmon brost breitt í gær enda eru þeir Watney og Johnson báðir „nemendur" hjá hinum þekkta kennara. Watney hefur verið undir handleiðslu Harmon frá því hann var í háskólaliði Fresno State og á þeim tíma var hann alls ekki á meðal þeirra hæfileikaríkustu í íþróttinni. Watney hefur sýnt mikinn stöðugleika en hann hefur ávallt endað í hópi 10 efstu á þeim mótum sem hann hefur tekið þátt í á þessu ári. Francesco Molinari, frá Ítalíu, endaði í þriðja sæti ásamt Anders Hansen frá Danmörku. Hansen er í 50. sæti heimslistans og þar þarf hann að vera næstu tvær vikurnar til þess að öðlast keppnisrétt á Mastersmótinu sem hefst í apríl. Tiger Woods náði besta hringnum á þessu ári þegar hann lék síðustu 18 holurnar á 66 höggum eða 6 undir pari. Woods endaði í 10. sæti og er það besti árangur hans í 9 mánuði á PGA mótaröðinni. „Ég vil vinna golfmót og ég gerði það ekki í þessari viku. Það eru samt sem áður batamerki á leik mínum og ég mun taka það með mér í næsta mót," sagði Woods.Staða efstu manna Nick Watney (67-70-68-67) 272 högg Dustin Johnson (69-69-65-71) 274 högg Anders Hansen (71-69-68-67= 275 högg Francesco Molinari (68-68-70-69) 275 högg Matt Kuchar (68-69-68-71) 276 högg Luke Donald (67-72-66-72) 277 högg Adam Scott (68-70-68-71) 277 högg Rickie Fowler (71-73-68-66) 278 högg Hunter Mahan (64-71-71-73) 279 högg Jonathan Byrd (70-74-68-68) 280 högg Padraig Harrington (68-71-68-73) 280 högg Martin Laird (67-70-70- 73) 280 högg Rory McIlroy (68-69-69-74) 280 högg Tiger Woods (70-74-70-66) 280 högg
Golf Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira