Á barnið að borga Icesave III? Sigurbjörn Svavarsson skrifar 29. mars 2011 13:08 Þórhallur Hákonarson (ÞH) fjármálastjóri ritar grein í Fréttablaðið í gær (28.3) og kveðst ætla að segja Já við Icesave-samningunum og veltir fyrir sér kostnaði við að Já eða Nei leiðina, hann fullyrði eftirfarandi; „Það sparast um 35 milljarðar ef málið vinnst en tapast hugsanlega yfir 600 milljarðar. Það sem endanlega gerir upp hug minn er það að ef samþykkt Icesave III verður til þess að umfram hagvöxtur eykst um 0,6% á ári næstu fjögur árin (þ.e. umfram það sem annars hefði orðið) þá mun samningurinn borga sig sjálfur." Þegar rök eru sett fram í tölum og útreikningum verða þeir að standast þekktar forsendur. ÞH gerir ekki grein fyrir forsendum niðurstaðna sinna og því verður lesandinn að geta sér til um þær. Hann fullyrðir að ef þjóðin segir Nei við Icesave og málið fari fyrir dómstóla og Ísland vinni það, muni sparast 35 milljarða. Hér vísar ÞH líklega til kostnaðar sem samningarnir muni kosta ríkið, því um engan annan ávinning er um að ræða. Þessi staðhæfing ÞH er röng. Allar fjárhagslegar forsendur eru fyrir því að reikna kostnaðinn við Icesave III: - Greiðsluáætlun (inngreiðslur) þrotabús LÍ hf. liggur fyrir til ársins 2018. - Afborganir af lánunum fylgja greiðsluáætlun LÍ hf. - Vextir eru þekktir og greiðast af eftirstöðvum hverju sinni. Það er auðvelt fyrir fjármálastjóra að nota fræði sín í þessu máli og setja þessar forsendur í greiðsluröð með forsendum samningsins og gengi ISK í dag, þá kemur út 96 milljarð kostnaður, sem er að mestu vaxtakostnaður. Það er ávinningurinn við að segja Nei við Icesave m.v. óbreytta eignastöðu þrotabús LÍ hf. ÞH fullyrðir einnig að ef við töpuðum málinu verði kostnaðurinn „hugsanlega" yfir 600 milljarðar, en gefur lesandanum ekki neinar forsendur fyrir þeirri niðurstöðu. En af þekktum staðreyndum í dag er hægt að segja að þessi fullyrðing ÞH sé einnig röng af eftirfarandi ástæðum: - Inneign í TIF og eignir þrotabús LÍ hf. munu ganga uppí Icesave-kröfurnar þó þjóðin segi Nei. - Forsendur fyrir að Hollendingar og Bretar geti farið í mál við Ísland er að sýnt verður fram á tjón. Að óbreyttum forsendum verða eftirstöðvar Icesave-krafnanna að loknum greiðslum úr þrotabúi LÍ hf. um 5% eða rúmir 30 milljarðar og það væri þá eina krafan sem þeir gætu gert. Það er erfitt að átta sig á meginrökum ÞH fyrir því að segja Já við Icesave, hann segir um það: „Það sem endanlega gerir upp hug minn er það að ef samþykkt Icesave III verður til þess að umfram hagvöxtur eykst um 0,6% á ári næstu fjögur árin...." Af þessum orðum er helst að sjá að ÞH ætli að samþykkja Icesave-samninganna eftir fjögur ár ef þeir hafa skilað 0,6% auknum hagvexti, „umfram það sem annars hefði orðið" eins og hann orðar það. Með jákvæðum huga má lesa að ÞH sé að fullyrða að Já við Icesave gefi 0,6% aukin hagvöxt á næstu árum, en sú fullyrðing er spádómur og því ekki marktæk í umræðunni. Hinsvegar er mjög líklegt að eftir fjögur ár verði enn ljósara hve miklu eignir LÍ hf. skila uppí Icesave-kröfurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þórhallur Hákonarson (ÞH) fjármálastjóri ritar grein í Fréttablaðið í gær (28.3) og kveðst ætla að segja Já við Icesave-samningunum og veltir fyrir sér kostnaði við að Já eða Nei leiðina, hann fullyrði eftirfarandi; „Það sparast um 35 milljarðar ef málið vinnst en tapast hugsanlega yfir 600 milljarðar. Það sem endanlega gerir upp hug minn er það að ef samþykkt Icesave III verður til þess að umfram hagvöxtur eykst um 0,6% á ári næstu fjögur árin (þ.e. umfram það sem annars hefði orðið) þá mun samningurinn borga sig sjálfur." Þegar rök eru sett fram í tölum og útreikningum verða þeir að standast þekktar forsendur. ÞH gerir ekki grein fyrir forsendum niðurstaðna sinna og því verður lesandinn að geta sér til um þær. Hann fullyrðir að ef þjóðin segir Nei við Icesave og málið fari fyrir dómstóla og Ísland vinni það, muni sparast 35 milljarða. Hér vísar ÞH líklega til kostnaðar sem samningarnir muni kosta ríkið, því um engan annan ávinning er um að ræða. Þessi staðhæfing ÞH er röng. Allar fjárhagslegar forsendur eru fyrir því að reikna kostnaðinn við Icesave III: - Greiðsluáætlun (inngreiðslur) þrotabús LÍ hf. liggur fyrir til ársins 2018. - Afborganir af lánunum fylgja greiðsluáætlun LÍ hf. - Vextir eru þekktir og greiðast af eftirstöðvum hverju sinni. Það er auðvelt fyrir fjármálastjóra að nota fræði sín í þessu máli og setja þessar forsendur í greiðsluröð með forsendum samningsins og gengi ISK í dag, þá kemur út 96 milljarð kostnaður, sem er að mestu vaxtakostnaður. Það er ávinningurinn við að segja Nei við Icesave m.v. óbreytta eignastöðu þrotabús LÍ hf. ÞH fullyrðir einnig að ef við töpuðum málinu verði kostnaðurinn „hugsanlega" yfir 600 milljarðar, en gefur lesandanum ekki neinar forsendur fyrir þeirri niðurstöðu. En af þekktum staðreyndum í dag er hægt að segja að þessi fullyrðing ÞH sé einnig röng af eftirfarandi ástæðum: - Inneign í TIF og eignir þrotabús LÍ hf. munu ganga uppí Icesave-kröfurnar þó þjóðin segi Nei. - Forsendur fyrir að Hollendingar og Bretar geti farið í mál við Ísland er að sýnt verður fram á tjón. Að óbreyttum forsendum verða eftirstöðvar Icesave-krafnanna að loknum greiðslum úr þrotabúi LÍ hf. um 5% eða rúmir 30 milljarðar og það væri þá eina krafan sem þeir gætu gert. Það er erfitt að átta sig á meginrökum ÞH fyrir því að segja Já við Icesave, hann segir um það: „Það sem endanlega gerir upp hug minn er það að ef samþykkt Icesave III verður til þess að umfram hagvöxtur eykst um 0,6% á ári næstu fjögur árin...." Af þessum orðum er helst að sjá að ÞH ætli að samþykkja Icesave-samninganna eftir fjögur ár ef þeir hafa skilað 0,6% auknum hagvexti, „umfram það sem annars hefði orðið" eins og hann orðar það. Með jákvæðum huga má lesa að ÞH sé að fullyrða að Já við Icesave gefi 0,6% aukin hagvöxt á næstu árum, en sú fullyrðing er spádómur og því ekki marktæk í umræðunni. Hinsvegar er mjög líklegt að eftir fjögur ár verði enn ljósara hve miklu eignir LÍ hf. skila uppí Icesave-kröfurnar.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun