Sauber liðið ætlar að áfrýja refsingu dómara til FIA 27. mars 2011 12:21 Sauber Kamui Kobayahsi á ferð i Melbourne. Mynd: Getty Images James Key, tæknistjóri Sauber segir að lið sitt muni áfrýja niðurstöðu dómara í Formúlu 1 mótinu í Ástralíu í dag. Árangur Sergio Perez og Kamui Kobayashi var þurrkaður út vegna þess að dómarar töldu að afturvængir bílanna væru ólöglegir eftir keppni. Ökumenn Sauber luku keppni í sjöunda og áttunda sæti og Perez var að keppa í sínu fyrsta Formúlu 1 móti. "Þetta kemur mjög á óvart og er svekkjandi niðurstaða. Það virðist vera álitlamál með útfærslu á efri hluta yfirborðs afturvængjanna. Þetta eru atriði sem hefur tiltölulega lítill áhrif á virkni vængsins. Við erum að skoða hönnun hlutanna til skilja betur stöðuna og ætlum okku að áfrýja niðurstöðu dómaranna", sagði Key í fréttatilkynningu frá Sauber. Mál þetta er sérlega leiðinlegt þar sem Japaninn Kobayahsi vildi ná góðum árangri í mótinu í Melbourne til að færa löndum sínum í Japan einhverjar jákvæðar fréttir vegna hörmunganna þar í landi. Nú hefur sú gleði væntanlega breyst í svekkelsi, en ef Sauber áfrýjar að þá tekur nokkrar vikur að fá lokaniðurstöðu í málið. Sjá ítarlegri umfjöllun um niðurstöðu dómara hér. Formúla Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
James Key, tæknistjóri Sauber segir að lið sitt muni áfrýja niðurstöðu dómara í Formúlu 1 mótinu í Ástralíu í dag. Árangur Sergio Perez og Kamui Kobayashi var þurrkaður út vegna þess að dómarar töldu að afturvængir bílanna væru ólöglegir eftir keppni. Ökumenn Sauber luku keppni í sjöunda og áttunda sæti og Perez var að keppa í sínu fyrsta Formúlu 1 móti. "Þetta kemur mjög á óvart og er svekkjandi niðurstaða. Það virðist vera álitlamál með útfærslu á efri hluta yfirborðs afturvængjanna. Þetta eru atriði sem hefur tiltölulega lítill áhrif á virkni vængsins. Við erum að skoða hönnun hlutanna til skilja betur stöðuna og ætlum okku að áfrýja niðurstöðu dómaranna", sagði Key í fréttatilkynningu frá Sauber. Mál þetta er sérlega leiðinlegt þar sem Japaninn Kobayahsi vildi ná góðum árangri í mótinu í Melbourne til að færa löndum sínum í Japan einhverjar jákvæðar fréttir vegna hörmunganna þar í landi. Nú hefur sú gleði væntanlega breyst í svekkelsi, en ef Sauber áfrýjar að þá tekur nokkrar vikur að fá lokaniðurstöðu í málið. Sjá ítarlegri umfjöllun um niðurstöðu dómara hér.
Formúla Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira