Byggjum ímynd á staðreyndum Svandís Svavarsdóttir skrifar 25. mars 2011 09:27 Mengun umhverfisins er sú ógn sem átti hvað mestan þátt í að hrinda af stað vakningu í umhverfismálum víða um heim eftir miðja síðustu öld. Þegar óvenju dimmt mengunarský lagðist yfir London í desember 1952 og olli dauða þúsunda manna í kjölfarið var hafist handa þar í landi við að stemmu stigu við kolamenguninni. Þegar Rachel Carson skrifaði tímamótaverk sitt - Raddir vorsins þagna - árið 1962 opnuðust augu manna fyrir afleiðingum víðtækrar notkunar skordýraeiturs og skyldra efna. Þegar þúsundir manna veiktust og börn fæddust afmynduð í bænum Minamata í Japan röktu menn það að endingu til kvikasilfursmengunar frá einni verksmiðju. Öll þessi atvik og önnur til sýndu fram á að við gætum kafnað í eigin mengun ef ekki yrði rönd við reist. Íslendingar hafa lagt lóð á vogarskál alþjóðlegrar umræðu um mengun með áherslu á hafið. Við sjáum ávöxtinn af því starfi í samþykkt Stokkhólms-samningsins um þrávirk lífræn efni og aðgerðaáætlun Sameinuðu þjóðanna sem tekur á mengun hafs frá landi. Á vettvangi OSPAR - samningsins um vernd NA-Atlantshafsins höfum við náð því framgengt að losun geislavirkra efna í Atlantshafið hefur snarminnkað. Það hefur því margt áunnist á undanförnum árum og áratugum. Þrátt fyrir þennan árangur á alþjóðavísu höfum við ekki lagt sömu áherslu á mengunarvarnir og nágrannaríki okkar. Á síðustu árum höfum við séð svifryk verða að heilbrigðisvandamáli í höfuðborginni. Mengun af völdum brennisteinsvetnis frá jarðhitavirkjunum er nýlegt vandamál sem kallar á rannsóknir, vöktun og varnir. Umræða um díoxínmengun frá sorpbrennslum hefur einnig vakið upp spurningar um reglusetningu, vöktun og upplýsingagjöf. Sú spurning vaknar því hvort við höfum ef til vill orðið of værukær í þessum efnum og hvort ekki megi gera betur. Vaxtarbroddar í íslensku atvinnulífi tengjast ófáir ímynd hreinleika og umhverfisverndar. Við seljum útlendingum hreint sjávarfang og lambakjöt án aukefna og við seljum ferðamönnum tært loft og vatn. Þessi ímynd verður að vera byggð á staðreyndum. Þess vegna verðum við að búa að reglulegri vöktun og góðum og aðgengilegum upplýsingum um alla helstu þætti sem lagðir eru til grundvallar í alþjóðlegum samanburði. Góð vöktun á mengun í lofti, láði og legi, hvort sem hún er augljóst vandamál eða ekki, er því skynsamleg fjárfesting. Umhverfisráðuneytið vinnur nú að ýmsum málum sem tengjast mengunarvörnum. Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um stjórn vatnamála, þar sem markmiðið er að vernda gæði vatns. Einnig er starfandi nefnd um loftmengun og lýðheilsu sem skilar niðurstöðum á þessu ári. Ég bind miklar vonir við að það starf gefi okkur heildstæða mynd af loftmengun - jafnt utandyra sem innanhúss - sem verði grundvöllur forgangsröðunar og aðgerða til að bæta heilsu fólks, ekki síst barna. Umhverfisráðuneytið hefur á síðustu misserum skerpt á stefnumótun í loftslagsmálum, náttúruvernd og líffræðilegri fjölbreytni, svo dæmi séu tekin. Ég tel að ástæða sé til að hefja samskonar endurskoðun á stefnu okkar á sviði mengunarvarna og vöktunar. Þannig getum við byggt ímynd Íslands á staðreyndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Mengun umhverfisins er sú ógn sem átti hvað mestan þátt í að hrinda af stað vakningu í umhverfismálum víða um heim eftir miðja síðustu öld. Þegar óvenju dimmt mengunarský lagðist yfir London í desember 1952 og olli dauða þúsunda manna í kjölfarið var hafist handa þar í landi við að stemmu stigu við kolamenguninni. Þegar Rachel Carson skrifaði tímamótaverk sitt - Raddir vorsins þagna - árið 1962 opnuðust augu manna fyrir afleiðingum víðtækrar notkunar skordýraeiturs og skyldra efna. Þegar þúsundir manna veiktust og börn fæddust afmynduð í bænum Minamata í Japan röktu menn það að endingu til kvikasilfursmengunar frá einni verksmiðju. Öll þessi atvik og önnur til sýndu fram á að við gætum kafnað í eigin mengun ef ekki yrði rönd við reist. Íslendingar hafa lagt lóð á vogarskál alþjóðlegrar umræðu um mengun með áherslu á hafið. Við sjáum ávöxtinn af því starfi í samþykkt Stokkhólms-samningsins um þrávirk lífræn efni og aðgerðaáætlun Sameinuðu þjóðanna sem tekur á mengun hafs frá landi. Á vettvangi OSPAR - samningsins um vernd NA-Atlantshafsins höfum við náð því framgengt að losun geislavirkra efna í Atlantshafið hefur snarminnkað. Það hefur því margt áunnist á undanförnum árum og áratugum. Þrátt fyrir þennan árangur á alþjóðavísu höfum við ekki lagt sömu áherslu á mengunarvarnir og nágrannaríki okkar. Á síðustu árum höfum við séð svifryk verða að heilbrigðisvandamáli í höfuðborginni. Mengun af völdum brennisteinsvetnis frá jarðhitavirkjunum er nýlegt vandamál sem kallar á rannsóknir, vöktun og varnir. Umræða um díoxínmengun frá sorpbrennslum hefur einnig vakið upp spurningar um reglusetningu, vöktun og upplýsingagjöf. Sú spurning vaknar því hvort við höfum ef til vill orðið of værukær í þessum efnum og hvort ekki megi gera betur. Vaxtarbroddar í íslensku atvinnulífi tengjast ófáir ímynd hreinleika og umhverfisverndar. Við seljum útlendingum hreint sjávarfang og lambakjöt án aukefna og við seljum ferðamönnum tært loft og vatn. Þessi ímynd verður að vera byggð á staðreyndum. Þess vegna verðum við að búa að reglulegri vöktun og góðum og aðgengilegum upplýsingum um alla helstu þætti sem lagðir eru til grundvallar í alþjóðlegum samanburði. Góð vöktun á mengun í lofti, láði og legi, hvort sem hún er augljóst vandamál eða ekki, er því skynsamleg fjárfesting. Umhverfisráðuneytið vinnur nú að ýmsum málum sem tengjast mengunarvörnum. Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um stjórn vatnamála, þar sem markmiðið er að vernda gæði vatns. Einnig er starfandi nefnd um loftmengun og lýðheilsu sem skilar niðurstöðum á þessu ári. Ég bind miklar vonir við að það starf gefi okkur heildstæða mynd af loftmengun - jafnt utandyra sem innanhúss - sem verði grundvöllur forgangsröðunar og aðgerða til að bæta heilsu fólks, ekki síst barna. Umhverfisráðuneytið hefur á síðustu misserum skerpt á stefnumótun í loftslagsmálum, náttúruvernd og líffræðilegri fjölbreytni, svo dæmi séu tekin. Ég tel að ástæða sé til að hefja samskonar endurskoðun á stefnu okkar á sviði mengunarvarna og vöktunar. Þannig getum við byggt ímynd Íslands á staðreyndum.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar