Möguleikarnir í N1-deild karla fyrir næstsíðustu umferðina í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2011 15:00 HK og Haukar eru að berjast um fjórða sæti deildarinnar en Valsmenn geta reyndar enn blandað sér í þá baráttu. Næstsíðasta umferð N1-deildar karla fer fram í kvöld en mikil spenna ríkir um síðustu sætin í úrslitakeppninni. Fjögur efstu lið deildarinnar komast í úrslitakeppnina en Akureyri og FH eru þegar örugg með sæti í úrslitakeppninni. Akureyri er deildarmeistari en FH, sem var spáð titlinum í haust, er í öðru sæti. Fram er í vænlegri stöðu í þriðja sætinu með 23 stig og getur liðið gulltryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á HK á heimavelli í kvöld. Það skal reyndar tekið fram að Framarar eiga enn möguleika á að ná öðru sætinu af FH-ingum eins og staðan í deildinni er nú.Mikilvægur Hafnafjarðarslagur HK-ingar eiga í harðri keppni við Hauka um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni en bæði lið eru með 20 stig. HK hefur þó betur í innbyrðisviðureignum liðanna og því öruggt með fjórða sætið ef þessi tvö lið verða jöfn að stigum eftir lokaumferðina. Haukar eiga útileik gegn FH í miklum Hafnarfjarðarslag þar sem spilað er um bæjarstoltið. FH getur gert Haukum mikinn grikk með því að vinna leiki liðanna í kvöld og eru FH-ingar sjálfsagt minnugir lokaumferðinnar í deildinni í fyrra. Þá vann FH sinn leik en þurfti að treysta á að grannar sínir í Haukum, sem voru þegar búnir að tryggja sér deildarmeistartitilinn, myndu vinna sinn leik gegn Akureyri. Haukar töpuðu hins vegar og Akureyri komst í úrslitakeppnina á kostnað FH.Valur á enn möguleika Það má þó ekki gleyma því að Valsmenn eiga enn möguleika á að setja strik í reikninginn í baráttu Hauka og HK í ár. Valur er með sextán stig, fjórum stigum á eftir hinum félögunum þegar fjögur stig eru eftir í pottinum. Valur á því enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni en liðið mætir botnliði Selfoss í kvöld. Sigri Valur í kvöld getur liðið náð Haukum að stigum með sigri í leik liðanna í lokaumferðinni - það er að segja ef Haukar tapa í kvöld. HK þyrfti þá að tapa báðum sínum leikjum sem liðið á eftir, gegn Fram í kvöld og svo FH í lokaumferðinni í næstu viku. Fari svo, verða öll þrjú liðin jöfn í 4.-6. sæti deildarinnar með 20 stig hvert.Þriggja liða mót Ef svo fer mun Valur fara í úrslitakeppnina þar sem að liðið er með bestan árangur þessara þriggja liða í innbyrðisviðureignum þeirra. Að því gefnu að Valur vinni Hauka í lokaumferðinni hefur hvert lið unnið þrjá leiki hvert en Valsmenn yrðu þá með besta markahlutfallið, eins og má lesa nánar um hér neðst í greininni.Fallbarátta nýliðanna Nýliðar Aftureldingar og Selfoss eru með átta stig í neðstu sætum deildarinnar. Liðið sem verður neðst fellur beint í 1. deildina en næstneðsta liðið í N1-deild karla tekur þátt í umspili um sæti í efstu deild ásamt liðunum sem verða í 2., 3. og 4. sæti 1. deildarinnar. Afturelding hefur unnið báðar innbyrðisviðureignir liðanna í vetur og stendur því betur af vígi ef liðin verða jöfn að stigum eftir að deildarkeppninni lýkur. Þessi lið mætast einmitt í lokaumferðinni í næstu viku og ef bæði lið verða enn jöfn að stigum þá dugir Afturelding jafntefli í þeim leik til að tryggja sér sjöunda sætið.Staðan í deildinni: 1. Akureyri 31 stig 2. FH 26 3. Fram 23 4. HK 20 --- 5. Haukar 20 6. Valur 16 --- 7. Afturelding 8 --- 8. Selfoss 8Leikir kvöldsins (kl. 19.30): Fram - HK FH - Haukar Valur - Selfoss Akureyri - AftureldingLokaumferðin (7. apríl kl. 19.30): Akureyri - Fram HK - FH Haukar - Valur Afturelding - SelfossÞriggja liða mót: HK - Haukar 36-34 Haukar - HK 22-23 Haukar - HK 29-28 Valur - HK 28-33 HK - Valur 22-32 HK - Valur 28-32 Valur - Haukar 26-30 Haukar - Valur 23-22 Haukar - Valur ??-?? (Forsendur útreikninganna eru að Valur vinni þennan leik)Staðan: 1. Valur 6 stig (minnst +5 í markatölu) 2. Haukar 6 stig (mest +2 í markatölu) 3. HK 6 stig (-7 í markatölu) Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Næstsíðasta umferð N1-deildar karla fer fram í kvöld en mikil spenna ríkir um síðustu sætin í úrslitakeppninni. Fjögur efstu lið deildarinnar komast í úrslitakeppnina en Akureyri og FH eru þegar örugg með sæti í úrslitakeppninni. Akureyri er deildarmeistari en FH, sem var spáð titlinum í haust, er í öðru sæti. Fram er í vænlegri stöðu í þriðja sætinu með 23 stig og getur liðið gulltryggt sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á HK á heimavelli í kvöld. Það skal reyndar tekið fram að Framarar eiga enn möguleika á að ná öðru sætinu af FH-ingum eins og staðan í deildinni er nú.Mikilvægur Hafnafjarðarslagur HK-ingar eiga í harðri keppni við Hauka um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni en bæði lið eru með 20 stig. HK hefur þó betur í innbyrðisviðureignum liðanna og því öruggt með fjórða sætið ef þessi tvö lið verða jöfn að stigum eftir lokaumferðina. Haukar eiga útileik gegn FH í miklum Hafnarfjarðarslag þar sem spilað er um bæjarstoltið. FH getur gert Haukum mikinn grikk með því að vinna leiki liðanna í kvöld og eru FH-ingar sjálfsagt minnugir lokaumferðinnar í deildinni í fyrra. Þá vann FH sinn leik en þurfti að treysta á að grannar sínir í Haukum, sem voru þegar búnir að tryggja sér deildarmeistartitilinn, myndu vinna sinn leik gegn Akureyri. Haukar töpuðu hins vegar og Akureyri komst í úrslitakeppnina á kostnað FH.Valur á enn möguleika Það má þó ekki gleyma því að Valsmenn eiga enn möguleika á að setja strik í reikninginn í baráttu Hauka og HK í ár. Valur er með sextán stig, fjórum stigum á eftir hinum félögunum þegar fjögur stig eru eftir í pottinum. Valur á því enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni en liðið mætir botnliði Selfoss í kvöld. Sigri Valur í kvöld getur liðið náð Haukum að stigum með sigri í leik liðanna í lokaumferðinni - það er að segja ef Haukar tapa í kvöld. HK þyrfti þá að tapa báðum sínum leikjum sem liðið á eftir, gegn Fram í kvöld og svo FH í lokaumferðinni í næstu viku. Fari svo, verða öll þrjú liðin jöfn í 4.-6. sæti deildarinnar með 20 stig hvert.Þriggja liða mót Ef svo fer mun Valur fara í úrslitakeppnina þar sem að liðið er með bestan árangur þessara þriggja liða í innbyrðisviðureignum þeirra. Að því gefnu að Valur vinni Hauka í lokaumferðinni hefur hvert lið unnið þrjá leiki hvert en Valsmenn yrðu þá með besta markahlutfallið, eins og má lesa nánar um hér neðst í greininni.Fallbarátta nýliðanna Nýliðar Aftureldingar og Selfoss eru með átta stig í neðstu sætum deildarinnar. Liðið sem verður neðst fellur beint í 1. deildina en næstneðsta liðið í N1-deild karla tekur þátt í umspili um sæti í efstu deild ásamt liðunum sem verða í 2., 3. og 4. sæti 1. deildarinnar. Afturelding hefur unnið báðar innbyrðisviðureignir liðanna í vetur og stendur því betur af vígi ef liðin verða jöfn að stigum eftir að deildarkeppninni lýkur. Þessi lið mætast einmitt í lokaumferðinni í næstu viku og ef bæði lið verða enn jöfn að stigum þá dugir Afturelding jafntefli í þeim leik til að tryggja sér sjöunda sætið.Staðan í deildinni: 1. Akureyri 31 stig 2. FH 26 3. Fram 23 4. HK 20 --- 5. Haukar 20 6. Valur 16 --- 7. Afturelding 8 --- 8. Selfoss 8Leikir kvöldsins (kl. 19.30): Fram - HK FH - Haukar Valur - Selfoss Akureyri - AftureldingLokaumferðin (7. apríl kl. 19.30): Akureyri - Fram HK - FH Haukar - Valur Afturelding - SelfossÞriggja liða mót: HK - Haukar 36-34 Haukar - HK 22-23 Haukar - HK 29-28 Valur - HK 28-33 HK - Valur 22-32 HK - Valur 28-32 Valur - Haukar 26-30 Haukar - Valur 23-22 Haukar - Valur ??-?? (Forsendur útreikninganna eru að Valur vinni þennan leik)Staðan: 1. Valur 6 stig (minnst +5 í markatölu) 2. Haukar 6 stig (mest +2 í markatölu) 3. HK 6 stig (-7 í markatölu)
Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira