Umfjöllun: Fram í úrslitin eftir sigur á Stjörnunni Hlynur Valsson skrifar 2. apríl 2011 15:32 Karen Knútsdóttir var hetja Framara í dag. Fram er komið í úrslit N1-deildar kvenna í handknattleik eftir sigur á Stjörnunni, 21-22, í Mýrinni í Garðabæ í dag. Stjarnan var tveimur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum en Framarar jöfnuðu leikinn og náði Karen Knútsdóttir að tryggja Fram sigur með marki af vítalínunni undir lok leiksins. Markahæst hjá heimamönnum var Jóna Margrét Ragnarsdóttir með 6 mörk og hjá gestunum var Stella Sigurðardóttir atkvæðamest einnig með 6 mörk. Sólveig Björk Ásmundar dóttir varði 11 skot fyrir Stjörnuna og Íris Björk Símonardóttir 17 skot fyrir Fram. Það ríkti mikil spenna fyrir leikinn í dag enda mikið í húfi fyrir bæði lið. Fram gat með sigri tryggt sér sæti í úrslitunum en Stjarnan berjast að lífi sínu í úrslitakeppninni. Leikurinn fór rólega af stað og einkenndist helst af mistökum í sóknarleik beggja liða en lítið var skorað á fyrstu mínútum leiksins. Staðan eftir átta mínútna leik var 3-1 fyrir gestina í Fram. Bæði lið voru greinlega staðráðin í að bæta varnarleikinn eftir fyrri viðureign liðanna á fimmtudaginn var en þá var hann í algjöru lágmarki. Í dag var allt annað uppá teningnum enda varnarleikur beggja liða frábær. Framarar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru með yfirhöndina lengi vel. Þegar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum tók Stjarnan við sér og skoraði fjögur mörk í röð og jafnaði leikinn 9-9. Spennan hélst allt til loka fyrri hálfleiks og staðan í leikhléi 11-11. Framarar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og skoruðu fjögur fyrstu mörk hans og komust yfir, 15-11. Stjarnan var lengi að brjóta ísinn en tókst að skora þegar rúmar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Spennan var gríðarlega mikil í Mýrinni á loka mínútum leiksins og mikið jafnræði var með liðunum en Fram alltaf skrefinu á undan. Þegar sex mínútur voru eftir komst Stjarnan í fyrsta skipti yfir í leiknum 20-19 og allt ætlaði um koll að keyra. Markvörður gestanna Íris Björk Símonardóttir varði vel á mikilvægum augnablikum. Þegar ein mínúta var eftir var staðan orðin 21-21. Í næstu sókn fengu gestirnir víti og Karen Knútsdóttir kom Fram yfir, 22-21. Stjarnan náði ekki að nýta sér sína síðustu sókn og fékk dæmdan á sig ruðning og leiktíminn rann út. Frábær sigur Framara sem unnu einvígið 2-0 og tryggðu sér þar með sæti í úrslitum N1-deildar kvenna.Stjarnan - Fram 21-22 (11-11)Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragnarsdóttir 6, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 4, Sólveig Lára Kjærnested 3, Gunnur Sveinsdóttir 3, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Kristín Jóhanna Clausen 1, Þórhildur Ragnarsdóttir 1, Hildur Harðardóttir 1.Varin skot: Sólveig Björk Ásmunardóttir 11.Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 6, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 5, Karen Knútsdóttir 4, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Pavla Nevarilova 1, María Karlsdóttir 1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1.Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 17.Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson. Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Fram er komið í úrslit N1-deildar kvenna í handknattleik eftir sigur á Stjörnunni, 21-22, í Mýrinni í Garðabæ í dag. Stjarnan var tveimur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum en Framarar jöfnuðu leikinn og náði Karen Knútsdóttir að tryggja Fram sigur með marki af vítalínunni undir lok leiksins. Markahæst hjá heimamönnum var Jóna Margrét Ragnarsdóttir með 6 mörk og hjá gestunum var Stella Sigurðardóttir atkvæðamest einnig með 6 mörk. Sólveig Björk Ásmundar dóttir varði 11 skot fyrir Stjörnuna og Íris Björk Símonardóttir 17 skot fyrir Fram. Það ríkti mikil spenna fyrir leikinn í dag enda mikið í húfi fyrir bæði lið. Fram gat með sigri tryggt sér sæti í úrslitunum en Stjarnan berjast að lífi sínu í úrslitakeppninni. Leikurinn fór rólega af stað og einkenndist helst af mistökum í sóknarleik beggja liða en lítið var skorað á fyrstu mínútum leiksins. Staðan eftir átta mínútna leik var 3-1 fyrir gestina í Fram. Bæði lið voru greinlega staðráðin í að bæta varnarleikinn eftir fyrri viðureign liðanna á fimmtudaginn var en þá var hann í algjöru lágmarki. Í dag var allt annað uppá teningnum enda varnarleikur beggja liða frábær. Framarar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru með yfirhöndina lengi vel. Þegar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum tók Stjarnan við sér og skoraði fjögur mörk í röð og jafnaði leikinn 9-9. Spennan hélst allt til loka fyrri hálfleiks og staðan í leikhléi 11-11. Framarar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og skoruðu fjögur fyrstu mörk hans og komust yfir, 15-11. Stjarnan var lengi að brjóta ísinn en tókst að skora þegar rúmar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Spennan var gríðarlega mikil í Mýrinni á loka mínútum leiksins og mikið jafnræði var með liðunum en Fram alltaf skrefinu á undan. Þegar sex mínútur voru eftir komst Stjarnan í fyrsta skipti yfir í leiknum 20-19 og allt ætlaði um koll að keyra. Markvörður gestanna Íris Björk Símonardóttir varði vel á mikilvægum augnablikum. Þegar ein mínúta var eftir var staðan orðin 21-21. Í næstu sókn fengu gestirnir víti og Karen Knútsdóttir kom Fram yfir, 22-21. Stjarnan náði ekki að nýta sér sína síðustu sókn og fékk dæmdan á sig ruðning og leiktíminn rann út. Frábær sigur Framara sem unnu einvígið 2-0 og tryggðu sér þar með sæti í úrslitum N1-deildar kvenna.Stjarnan - Fram 21-22 (11-11)Mörk Stjörnunnar: Jóna Margrét Ragnarsdóttir 6, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 4, Sólveig Lára Kjærnested 3, Gunnur Sveinsdóttir 3, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Kristín Jóhanna Clausen 1, Þórhildur Ragnarsdóttir 1, Hildur Harðardóttir 1.Varin skot: Sólveig Björk Ásmunardóttir 11.Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 6, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 5, Karen Knútsdóttir 4, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Pavla Nevarilova 1, María Karlsdóttir 1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1.Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 17.Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson.
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita