Meistarinn Vettel nýtur þess að keppa í fjarlægum löndum 1. apríl 2011 15:32 Sebastian Vettel fagnar sigri í Melbourne í Ástralíu á sunnudaginn. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Sebastian Vettel vann fyrsta Formúlu 1 mót ársins Red Bull og liðsfélagi hans Mark Webber vill komast á verðlaunapall í næsta móti, sem verður í Malasíu um aðra helgi. Viku seinna keppa kapparnir í Sjanghæ í Kína, en Red Bull liðið flytur samtals 40 tonn af búnaði á hvorn mótsstað fyrir sig. „Það er heitt og rignir á hverjum degi, en spurningin er hvenær og hve mikið", sagði Vettel um mótssvæðið í Malasíu í fréttatilkynningu frá Red Bull í dag. Vettel vann mótið í Malasíu í fyrra, eftir að hafa verið á eftir Webber og Nico Rosberg hjá Mercedes á ráslínunni. Webber varð í öðru sæti í Malasíu og Rosberg varð þriðji. „Það er allt í boði á þessari braut og beygja fjórtán er vandasöm. Það þarf að bremsa um leið og maður er að beygja." Viku eftir mótið í Malasíu, þá keppir Vettel í Kína, en hann vann þá keppni 2009. „Ef við horfum til Kína, þá á ég góðar minningar þaðan frá því fyrir tveimur árum. Við náðum ekki að endurtaka leikinn í fyrra, en reynum á ný. Ég kann vel við brautina og hef náð stigum þar. Mót í fjarlægum löndum eru yfirleitt sérstök og maður mætir þangað fyrr en ella og maður sér ólíka hluti. Ég nýt þess og hlakka til", sagði Vettel sem er búsettur í Sviss, þó hann hafi alist upp í Þýskalandi. Webber segir brautina í Malasíu frábæra braut og telur að mótin þar séu alltaf áhugaverð, ekki síst vegna veðurfarsins. „Þetta reynir á ökumenn útaf hitastiginu og við munum sjá hvernig dekkin virka. Við erum með mikið af upplýsingum úr fyrsta mótinu og búumst við því að bíllinn verði góður", sagði Webber. „Ég vil fá kampavín og komast á verðlaunapallinn. Mótið í Kína verður svipað og í Ástralíu. Það er nokkuð kalt þegar við verðum þar. Mótið verður áhugavert vegna þess að nýta má (stillanlegan) afturvægninn á beinu köflunum þar", sagði Webber, sem varð í fimmta sæti í fyrsta mótinu í Ástralíu. Formúla Íþróttir Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Sebastian Vettel vann fyrsta Formúlu 1 mót ársins Red Bull og liðsfélagi hans Mark Webber vill komast á verðlaunapall í næsta móti, sem verður í Malasíu um aðra helgi. Viku seinna keppa kapparnir í Sjanghæ í Kína, en Red Bull liðið flytur samtals 40 tonn af búnaði á hvorn mótsstað fyrir sig. „Það er heitt og rignir á hverjum degi, en spurningin er hvenær og hve mikið", sagði Vettel um mótssvæðið í Malasíu í fréttatilkynningu frá Red Bull í dag. Vettel vann mótið í Malasíu í fyrra, eftir að hafa verið á eftir Webber og Nico Rosberg hjá Mercedes á ráslínunni. Webber varð í öðru sæti í Malasíu og Rosberg varð þriðji. „Það er allt í boði á þessari braut og beygja fjórtán er vandasöm. Það þarf að bremsa um leið og maður er að beygja." Viku eftir mótið í Malasíu, þá keppir Vettel í Kína, en hann vann þá keppni 2009. „Ef við horfum til Kína, þá á ég góðar minningar þaðan frá því fyrir tveimur árum. Við náðum ekki að endurtaka leikinn í fyrra, en reynum á ný. Ég kann vel við brautina og hef náð stigum þar. Mót í fjarlægum löndum eru yfirleitt sérstök og maður mætir þangað fyrr en ella og maður sér ólíka hluti. Ég nýt þess og hlakka til", sagði Vettel sem er búsettur í Sviss, þó hann hafi alist upp í Þýskalandi. Webber segir brautina í Malasíu frábæra braut og telur að mótin þar séu alltaf áhugaverð, ekki síst vegna veðurfarsins. „Þetta reynir á ökumenn útaf hitastiginu og við munum sjá hvernig dekkin virka. Við erum með mikið af upplýsingum úr fyrsta mótinu og búumst við því að bíllinn verði góður", sagði Webber. „Ég vil fá kampavín og komast á verðlaunapallinn. Mótið í Kína verður svipað og í Ástralíu. Það er nokkuð kalt þegar við verðum þar. Mótið verður áhugavert vegna þess að nýta má (stillanlegan) afturvægninn á beinu köflunum þar", sagði Webber, sem varð í fimmta sæti í fyrsta mótinu í Ástralíu.
Formúla Íþróttir Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn