Ólafur Bjarki: Allir tilbúnir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2011 14:15 Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK. Ólafur Bjarki Ragnarsson, skyttan öfluga í liði HK, á von á hörkuleik gegn Akureyri í úrslitakeppni N1-deildar karla í kvöld. Um oddaleik er að ræða í rimmu liðanna í undanúrslitum og því heilmikið undir. Akureyri er núverandi deildarmeistari og spilar því á heimavelli í kvöld. Norðanmenn verða því að teljast sigurstranglegri aðilinn en Ólafur segir að HK-menn munu ekkert gefa eftir. Akureyri vann fyrsta leikinn á heimavelli, 26-24, en HK-ingar svöruðu af miklum krafti á laugardaginn með átta marka sigri, 31-23. Ólafur Bjarki skoraði samtals sautján mörk í þessum tveimur leikjum. „Við náðum loksins að vinna þá síðast," sagði hann en það var fyrsti sigur HK á Akureyri í fimm tilraunum í vetur. „Ég samt efast stórlega um það að Akureyri eigi tvo svona slæma leiki í röð og því á ég von á hörkuslag." „Lykilatriði fyrir okkur er að halda hraðaupphlaupunum þeirra niðri. Vörnin og markvarslan mun hafa mikið að segja fyrir okkur og svo þarf að hafa líka smá heppni með sér." Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar, hefur átt frábært tímabil en svo virðist sem að Ólafur Bjarki finni sig vel gegn honum. „Mér hefur gengið ágætlega með hann. Ég spilaði með honum í nokkur ár og þekki hann því ágætlega," sagði hann í léttum dúr. Ólafur Bjarki meiddist lítillega á hné í fyrri leiknum á Akureyri en segir að það hafi ekkert háð sér. „Þetta er fyrsta tímabilið í langan tíma þar sem ég hef verið laus við meiðsli og hnéð er ekkert að hrjá mig. Það eru einfaldlega allir tilbúnir í þennan leik og ekki hægt að gera meira. Ég vona bara að það skili sér inn á vellinum." „Ég á von á jöfnum leik. Það er ólíklegt að eitthvað annað gerist. Þetta mun reyna á taugarnar." Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Ólafur Bjarki Ragnarsson, skyttan öfluga í liði HK, á von á hörkuleik gegn Akureyri í úrslitakeppni N1-deildar karla í kvöld. Um oddaleik er að ræða í rimmu liðanna í undanúrslitum og því heilmikið undir. Akureyri er núverandi deildarmeistari og spilar því á heimavelli í kvöld. Norðanmenn verða því að teljast sigurstranglegri aðilinn en Ólafur segir að HK-menn munu ekkert gefa eftir. Akureyri vann fyrsta leikinn á heimavelli, 26-24, en HK-ingar svöruðu af miklum krafti á laugardaginn með átta marka sigri, 31-23. Ólafur Bjarki skoraði samtals sautján mörk í þessum tveimur leikjum. „Við náðum loksins að vinna þá síðast," sagði hann en það var fyrsti sigur HK á Akureyri í fimm tilraunum í vetur. „Ég samt efast stórlega um það að Akureyri eigi tvo svona slæma leiki í röð og því á ég von á hörkuslag." „Lykilatriði fyrir okkur er að halda hraðaupphlaupunum þeirra niðri. Vörnin og markvarslan mun hafa mikið að segja fyrir okkur og svo þarf að hafa líka smá heppni með sér." Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar, hefur átt frábært tímabil en svo virðist sem að Ólafur Bjarki finni sig vel gegn honum. „Mér hefur gengið ágætlega með hann. Ég spilaði með honum í nokkur ár og þekki hann því ágætlega," sagði hann í léttum dúr. Ólafur Bjarki meiddist lítillega á hné í fyrri leiknum á Akureyri en segir að það hafi ekkert háð sér. „Þetta er fyrsta tímabilið í langan tíma þar sem ég hef verið laus við meiðsli og hnéð er ekkert að hrjá mig. Það eru einfaldlega allir tilbúnir í þennan leik og ekki hægt að gera meira. Ég vona bara að það skili sér inn á vellinum." „Ég á von á jöfnum leik. Það er ólíklegt að eitthvað annað gerist. Þetta mun reyna á taugarnar."
Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira