Vettel vill ekki oftmetnast 16. apríl 2011 09:39 Sebastian Vettel á fréttamannafundinum eftir tímatökuna og Lewis Hamilton og Jenson Button stinga saman nefjum við hlið hans. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu í þriðja skipti í röð á keppnistímabilini í Formúlu 1 og ræsir fremstur af stað í kínverska kappaksturinn á morgun. Á sama tíma er liðsfélagi hans Mark Webber aðeins átjándi á ráslínu, eftir ógöngur í tímatökunni í Kína í morgun. „Þetta tókst enn á ný, en er erfitt í hvert skipti. Þetta gekk ekki snuðrulaust, sérstaklega ekki í annarri umferð tímatökunnar, þar sem ég gerði mistök. Í lokaumferðinni var ég viss um að ég gæti bætt mig og við skiluðum góðu dagsverki", sagði Vettel um árangurinn í dag. „Þetta verður löng keppni, en við getum verið ánægðir með bílinn. Við þolprófuðum bílinn á föstudag og höfum því ástæðu til að vera sáttir, en það verður líka gæta þess að vera ekki of öruggur með sig. Ég gæti að því að það gerist ekki", sagði Vettel. Hann hefur unnið bæði mót ársins til þessa, í Ástralíu og Malasíu, eftir að hafa verið fremstur á ráslínu. Bein útsending er frá kínverska kappakstrinum á Stöð 2 Sport kl. 6.30 í fyrramálið í opinni dagskrá. Mótið er svo endursýnt í hádeginu á sunnudag. Sjá brautarlýsingu og tölfræði um mótið Formúla Íþróttir Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu í þriðja skipti í röð á keppnistímabilini í Formúlu 1 og ræsir fremstur af stað í kínverska kappaksturinn á morgun. Á sama tíma er liðsfélagi hans Mark Webber aðeins átjándi á ráslínu, eftir ógöngur í tímatökunni í Kína í morgun. „Þetta tókst enn á ný, en er erfitt í hvert skipti. Þetta gekk ekki snuðrulaust, sérstaklega ekki í annarri umferð tímatökunnar, þar sem ég gerði mistök. Í lokaumferðinni var ég viss um að ég gæti bætt mig og við skiluðum góðu dagsverki", sagði Vettel um árangurinn í dag. „Þetta verður löng keppni, en við getum verið ánægðir með bílinn. Við þolprófuðum bílinn á föstudag og höfum því ástæðu til að vera sáttir, en það verður líka gæta þess að vera ekki of öruggur með sig. Ég gæti að því að það gerist ekki", sagði Vettel. Hann hefur unnið bæði mót ársins til þessa, í Ástralíu og Malasíu, eftir að hafa verið fremstur á ráslínu. Bein útsending er frá kínverska kappakstrinum á Stöð 2 Sport kl. 6.30 í fyrramálið í opinni dagskrá. Mótið er svo endursýnt í hádeginu á sunnudag. Sjá brautarlýsingu og tölfræði um mótið
Formúla Íþróttir Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira