Hlynur: Mér fannst ég alltaf skulda liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2011 17:30 „Við vorum einum leik frá því að komast í úrslitakeppnina sem er alveg grátlegt en svona er þetta bara. Þetta hafðist ekki," sagði Hlynur Morthens, markvörður Vals og besti markvörðurinn í umferðum 15 til 21 í N1 deild karla. „Það er hundfúlt og mjög undarlegt fyrir Valsmenn að vera ekki með í úrslitakeppninni. Ég tek undir með Óskari Bjarna að það sé bara fáránlegt að hafa ekki Val með í úrslitakeppninni," sagði Hlynur en Valsmenn áttu góðan endasprett eftir slaka byrjun á mótinu. „Það er búið að ganga á ýmsu á þessu tímabili. Við erum búnir að lenda í þjálfaraskiptum og fórum í gegnum erfiða byrjun á mótinu. Við náum svo að vinna bikarinn sem var frábært og vorum svo komnir á mikið skrið eftir áramót. Það var komin góð mynd á liðið og við vorum síðan grátlega nálægt því að komast í úrslitakeppnina. Það hefði verið ótrúlegt ef að við hefðum komist þangað," sagði Hlynur. „Það var hrikalegt að ná ekki byrjuninni á tímabilinu þannig að mér fannst ég alltaf skulda liðinu og geri enn. Mér fannst ég þurfa að leggja mig allan fram í leikjunum sem eftir voru og það gekk vel," sagði Hlynur. „Þegar Óskar Bjarni kom inn í þetta þá kom hans handbragð á varnarleikinn. Hann matar mig líka af upplýsingum um andstæðinginn og ef maður er nógu vel undirbúinn þá nær maður að standa sig í þessum leikjum," sagði Hlynur sem var til í að spá í undanúrsliteinvígin í úrslitakeppninni. „Ég held að ég verði að vera sammála flestum sem spá Akureyri og FH í úrslitin. Það eru klárlega tvö sterkustu liðin í dag. FH-ingar eru á miklu skriði núna og þetta eru þau tvö lið sem eru með langskemmtilegustu umgjörðina," segir Hlynur. „Þetta verður frábær veisla fyrir handboltaunnendur ef þessi lið komast í úrslit. Maður veit samt aldrei hvar maður hefur HK eða Framarana. Það eru bæði óúteinkanleg lið sem gætu alveg stolið þessu," sagði Hlynur en það má sjá viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Olís-deild karla Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira
„Við vorum einum leik frá því að komast í úrslitakeppnina sem er alveg grátlegt en svona er þetta bara. Þetta hafðist ekki," sagði Hlynur Morthens, markvörður Vals og besti markvörðurinn í umferðum 15 til 21 í N1 deild karla. „Það er hundfúlt og mjög undarlegt fyrir Valsmenn að vera ekki með í úrslitakeppninni. Ég tek undir með Óskari Bjarna að það sé bara fáránlegt að hafa ekki Val með í úrslitakeppninni," sagði Hlynur en Valsmenn áttu góðan endasprett eftir slaka byrjun á mótinu. „Það er búið að ganga á ýmsu á þessu tímabili. Við erum búnir að lenda í þjálfaraskiptum og fórum í gegnum erfiða byrjun á mótinu. Við náum svo að vinna bikarinn sem var frábært og vorum svo komnir á mikið skrið eftir áramót. Það var komin góð mynd á liðið og við vorum síðan grátlega nálægt því að komast í úrslitakeppnina. Það hefði verið ótrúlegt ef að við hefðum komist þangað," sagði Hlynur. „Það var hrikalegt að ná ekki byrjuninni á tímabilinu þannig að mér fannst ég alltaf skulda liðinu og geri enn. Mér fannst ég þurfa að leggja mig allan fram í leikjunum sem eftir voru og það gekk vel," sagði Hlynur. „Þegar Óskar Bjarni kom inn í þetta þá kom hans handbragð á varnarleikinn. Hann matar mig líka af upplýsingum um andstæðinginn og ef maður er nógu vel undirbúinn þá nær maður að standa sig í þessum leikjum," sagði Hlynur sem var til í að spá í undanúrsliteinvígin í úrslitakeppninni. „Ég held að ég verði að vera sammála flestum sem spá Akureyri og FH í úrslitin. Það eru klárlega tvö sterkustu liðin í dag. FH-ingar eru á miklu skriði núna og þetta eru þau tvö lið sem eru með langskemmtilegustu umgjörðina," segir Hlynur. „Þetta verður frábær veisla fyrir handboltaunnendur ef þessi lið komast í úrslit. Maður veit samt aldrei hvar maður hefur HK eða Framarana. Það eru bæði óúteinkanleg lið sem gætu alveg stolið þessu," sagði Hlynur en það má sjá viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Sjá meira