Mús í Urriðamaga Karl Lúðvíksson skrifar 10. maí 2011 00:01 Birt með leyfi www.veidikortid.is Veiðimaðurinn Gísli P skellti sér í Kelifarvatn fyrir fáeinum dögum. þar fékk hann 3 punda urriða sem honum þótti nú heldur mjósleginn og alls ekki þykkur á kviðinn. þegar hann gerði að fiskinum kom í ljós að þessi fiskur hafði gleypt hagamús í heilu lagi eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þetta er alls ekki einsdæmi um græðgi og grimmd urriða því það er alþekkt t.d. í Laxá í Mývatnssveit að urriðinn grípur litlu ungana á fyrstu dögunum þegar þeir leggja út í ánna og stundum hafaf fundist nokkrir ungar í einum og sama urriðanum. Nokkur ár eru síðan minkur fannst í maga urriða fyrir norðan og verður maður þá að spyrja sig að því hvort það sé einhver slagur um stöðu í fæðukeðjunni við Laxá? Til eru veiðiflugur sem líkja eftir t.d. mús og það eru nokkrir menn sem hafa náð góðum tökum á því að finna og setja í stóru urriðana á þessar flugur. Stangveiði Mest lesið Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Dagur 2 í Ytri-Rangá: Alls 16 á land Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Þverá og Kjarrá opna með látum Veiði
Veiðimaðurinn Gísli P skellti sér í Kelifarvatn fyrir fáeinum dögum. þar fékk hann 3 punda urriða sem honum þótti nú heldur mjósleginn og alls ekki þykkur á kviðinn. þegar hann gerði að fiskinum kom í ljós að þessi fiskur hafði gleypt hagamús í heilu lagi eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þetta er alls ekki einsdæmi um græðgi og grimmd urriða því það er alþekkt t.d. í Laxá í Mývatnssveit að urriðinn grípur litlu ungana á fyrstu dögunum þegar þeir leggja út í ánna og stundum hafaf fundist nokkrir ungar í einum og sama urriðanum. Nokkur ár eru síðan minkur fannst í maga urriða fyrir norðan og verður maður þá að spyrja sig að því hvort það sé einhver slagur um stöðu í fæðukeðjunni við Laxá? Til eru veiðiflugur sem líkja eftir t.d. mús og það eru nokkrir menn sem hafa náð góðum tökum á því að finna og setja í stóru urriðana á þessar flugur.
Stangveiði Mest lesið Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana Veiði Tók fyrsta laxinn sinn í Elliðaánum Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Dagur 2 í Ytri-Rangá: Alls 16 á land Veiði 6. júní hreinsunardagur Elliðaánna Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Þverá og Kjarrá opna með látum Veiði