Besta opnun Veiðivatna í 10 ár Karl Lúðvíksson skrifar 24. júní 2023 11:42 Veiðivötn - Siggi Kjartansson með flottan afla úr opnun veiðivatna Veiðivötn er klárlega eitt af vinsælustu veiðisvæðum landsins enda fjölmenna veiðimenn og veiðikonur þangað á hverju sumri. Opnun síðustu ára hefur verið mun lakari en venjulegt þótti fyrir 15-20 árum síðan en opnunin núna var eitthvað sem kveikir allhressilega í þeim sem eiga bókaða daga þarna í sumar. Veiðimenn sem Veiðivísir hefur heyrt frá hafa talað um að hafa ekki séð jafn mikið af fiski í Litlasjó og Hraunvötnun í mörg ár og eins hafi Fossvötnin ferið að gefa vel. Einn af þeim sem líklega einn besti ef ekki sá besti í vötnunum er Jón Ingi Kristjánsson í Vesturröst Veiðibúð en hann fékk ásamt veiðifélaga sínum hátt í 60 fiska fyrsta daginn og annað eins á öðrum degi. Við höfum heyrt frá nokkrum sem voru við veiðar og allir bera þeir þessari opnun góða söguna. Flugurnar sem hafa verið að gefa vel voru til dæmis Dýrbítur svartur og Gullið. Við bíðum spennt eftir vikulegum tölum úr veiðivötnum sem eru birtar á síðunni hjá veiðifélaginu. Stangveiði Mest lesið Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði
Opnun síðustu ára hefur verið mun lakari en venjulegt þótti fyrir 15-20 árum síðan en opnunin núna var eitthvað sem kveikir allhressilega í þeim sem eiga bókaða daga þarna í sumar. Veiðimenn sem Veiðivísir hefur heyrt frá hafa talað um að hafa ekki séð jafn mikið af fiski í Litlasjó og Hraunvötnun í mörg ár og eins hafi Fossvötnin ferið að gefa vel. Einn af þeim sem líklega einn besti ef ekki sá besti í vötnunum er Jón Ingi Kristjánsson í Vesturröst Veiðibúð en hann fékk ásamt veiðifélaga sínum hátt í 60 fiska fyrsta daginn og annað eins á öðrum degi. Við höfum heyrt frá nokkrum sem voru við veiðar og allir bera þeir þessari opnun góða söguna. Flugurnar sem hafa verið að gefa vel voru til dæmis Dýrbítur svartur og Gullið. Við bíðum spennt eftir vikulegum tölum úr veiðivötnum sem eru birtar á síðunni hjá veiðifélaginu.
Stangveiði Mest lesið Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Eltast við allt að 60 punda laxa Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði