Woods og Mickelson: Ballesteros er goðsögn Stefán Árni Pálsson skrifar 11. maí 2011 11:30 Kylfingar votta hér Ballesteros virðingu sína. Mynd. / Getty Images Seve Ballesteros lést síðastliðin laugardag úr krabbameini sem hann hafði barist við í langan tíma. Ballesteros var einn allra besti kylfingur síðari tíma og gríðarlega virtur innan golfheimsins. Tiger Woods fór fögrum orðum um þennan litríka Spánverja í sjónvarpsviðtalið við sjónvarpsstöðina FOX í Bandaríkjunum, en þar talar hann um að Ballesteros hafi ávallt leikið með sínum leikstíl og oft sýnt ótrúleg högg á vellinum. „Þegar maður hlustaði á hann tala um golf þá varð maður alveg dáleiddur, hann leit á íþróttina sem listform“. „Hann leit alltaf út eins og hann þyrfti ekkert að hafa fyrir þessu, hann bara spilaði leikinn og naut þess,“sagði Woods. Phil Mickelson rifjaði upp þegar þeir léku saman æfingahring á Torrey Pines þegar Mickelson var ennþá áhugamaður. „Ég man bara hvað ég naut þess að spila með honum, hann var sérstakur spilari“. „Ég horfði bara á hann spila og hugsaði með mér, hversu margar aðferðir eru eiginlega til við að skjóta kúlunni. Hann kenndi mér að stundum þarf maður að brjótast út úr því formi sem maður er alltaf í og gera hlutina eins og manni líður best með. Ballesteros er goðsögn í mínum huga og golfheimurinn mun sakna hann mikið,“ sagði Mickelson að lokum. Seve Ballesteros verður jarðsunginn í heimabæ sínum Pedrena á Spáni síðar í dag, en þar verða margir kylfingar mættir til að vota honum virðingu sína. Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Seve Ballesteros lést síðastliðin laugardag úr krabbameini sem hann hafði barist við í langan tíma. Ballesteros var einn allra besti kylfingur síðari tíma og gríðarlega virtur innan golfheimsins. Tiger Woods fór fögrum orðum um þennan litríka Spánverja í sjónvarpsviðtalið við sjónvarpsstöðina FOX í Bandaríkjunum, en þar talar hann um að Ballesteros hafi ávallt leikið með sínum leikstíl og oft sýnt ótrúleg högg á vellinum. „Þegar maður hlustaði á hann tala um golf þá varð maður alveg dáleiddur, hann leit á íþróttina sem listform“. „Hann leit alltaf út eins og hann þyrfti ekkert að hafa fyrir þessu, hann bara spilaði leikinn og naut þess,“sagði Woods. Phil Mickelson rifjaði upp þegar þeir léku saman æfingahring á Torrey Pines þegar Mickelson var ennþá áhugamaður. „Ég man bara hvað ég naut þess að spila með honum, hann var sérstakur spilari“. „Ég horfði bara á hann spila og hugsaði með mér, hversu margar aðferðir eru eiginlega til við að skjóta kúlunni. Hann kenndi mér að stundum þarf maður að brjótast út úr því formi sem maður er alltaf í og gera hlutina eins og manni líður best með. Ballesteros er goðsögn í mínum huga og golfheimurinn mun sakna hann mikið,“ sagði Mickelson að lokum. Seve Ballesteros verður jarðsunginn í heimabæ sínum Pedrena á Spáni síðar í dag, en þar verða margir kylfingar mættir til að vota honum virðingu sína.
Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira