Hamilton og Button telja Mónakó brautina erfiðustu braut ársins 23. maí 2011 14:58 Jenson Button og Lewis Hamilton uppáklæddir í London á dögunum þegar þeir hittu David Cameron forsætisráðherrra Breta að máli vegna fjölþjóðlegs átaks til aukins umferðaröryggis á heimsvísu. Mynd: Getty Images/Dan Kitwood Lewis Hamilton hjá McLaren varð annar í Formúlu 1 kappakstrinum á Spáni í gær, á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull. Hamilton keppir í Mónakó um næstu helgi með McLaren ásamt landa sínum Jenson Button, sem varð þriðji í gær. „Ég elska Mónakó. Þetta er keppni sem ég fylgdist með þegar ég var strákur og þetta er staður sem sýnir Formúlu 1 best. Að keyra á fullu á erfiðustu og frábærustu braut í heimi", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren. Hamilton barðist af miklu kappi við Sebastian Vettel í mótinu á Spáni í gær og uppskar þannig annað sætið. Hamilton er í öðru sæti á eftir Vettel í stigamóti ökumanna. „Eftir svo öfluga frammistöðu á Spáni, þá hlakka ég til Mónakó í ár, af því ég held við eigum eftir að sjá öðruvísi mót en síðustu ár. Ég held að blanda notkunnar á DRS (stillanlegs afturvængs), KERS kerfisins og dekkjanna muni hrista upp í mótinu. Það væri ánægjulegt að sjá framúrakstur og hörku kappakstur í ár." „Ég held að DRS svæðið í Mónakó sé aðeins 300 metrar, sem er nokkuð stutt og ekki nógu langt til að sækja að bílnum fyrir framan. Ég held að loftflæðið yfir yfirbygginguna muni raunverulega virka á bremsusvæðinu við Saint Devote beygjna, þannig að ég hald að það verði ekki margir framúrakstrar með DRS um næstu helgi", sagði Hamilton, en noktun stillanlegs afturvængs (DRS) hefur boðið upp meiri framúrakstur í mótum ársins. Ég tel hins vegar að dekkin muni færa okkur mestu spennuna og mestu möguleikanna á framúrakstri", sagði Hamilton. Hamilton telur að þegar Pirelli dekkin sem eru notuð í ár byrji að slitna mismikið hjá ökumönnum verði færi á framúrakstri. Félagi hans Button hjá McLaren vann mótið í Mónakó árið 2009. „Mónakó er sögufrægasta mótið á dagskrá. Að vinna mótið uppfyllti langþráðan draum og þetta er eitt af uppáhalds mótum mínum", sagði Button. Hann segir það sérstaka andstæðu að fara frá mótssvæði eins og Kátalóníu brautinni fyrir utan Barcelona og mæta nokkrum dögum síðar til Mónakó. Fyrri brautina segir hann hraða, opna og flæðandi, en götubrautin í Mónakó er þröng og erfiðasta brautin á tímabilinu. „Það er ótrúlegt tilfinning að keyra frá þjónustusvæðinu og í fyrsta hring. Hröðunin er svo mikil og vegriðin virðast alltof nærri! Maður byggir hraðann smám saman upp og finnur réttan fókus. Samt er það spennuþrungið og ótrúleg tilfinning." „Eitthvað hefur verið spáð í að KERS kerfið muni ekki nýtast sem skyldi í Mónakó, en prófun okkar í ökuhermi sýnir að það ætti skila sér eins og annars staðar. Það er jákvætt því ég tel að Mercedes Benz kerfið sé það besta í Formúlu 1", sagði Button, en McLaren er með Mercedes vél og KERS kerfi. Formúla Íþróttir Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren varð annar í Formúlu 1 kappakstrinum á Spáni í gær, á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull. Hamilton keppir í Mónakó um næstu helgi með McLaren ásamt landa sínum Jenson Button, sem varð þriðji í gær. „Ég elska Mónakó. Þetta er keppni sem ég fylgdist með þegar ég var strákur og þetta er staður sem sýnir Formúlu 1 best. Að keyra á fullu á erfiðustu og frábærustu braut í heimi", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren. Hamilton barðist af miklu kappi við Sebastian Vettel í mótinu á Spáni í gær og uppskar þannig annað sætið. Hamilton er í öðru sæti á eftir Vettel í stigamóti ökumanna. „Eftir svo öfluga frammistöðu á Spáni, þá hlakka ég til Mónakó í ár, af því ég held við eigum eftir að sjá öðruvísi mót en síðustu ár. Ég held að blanda notkunnar á DRS (stillanlegs afturvængs), KERS kerfisins og dekkjanna muni hrista upp í mótinu. Það væri ánægjulegt að sjá framúrakstur og hörku kappakstur í ár." „Ég held að DRS svæðið í Mónakó sé aðeins 300 metrar, sem er nokkuð stutt og ekki nógu langt til að sækja að bílnum fyrir framan. Ég held að loftflæðið yfir yfirbygginguna muni raunverulega virka á bremsusvæðinu við Saint Devote beygjna, þannig að ég hald að það verði ekki margir framúrakstrar með DRS um næstu helgi", sagði Hamilton, en noktun stillanlegs afturvængs (DRS) hefur boðið upp meiri framúrakstur í mótum ársins. Ég tel hins vegar að dekkin muni færa okkur mestu spennuna og mestu möguleikanna á framúrakstri", sagði Hamilton. Hamilton telur að þegar Pirelli dekkin sem eru notuð í ár byrji að slitna mismikið hjá ökumönnum verði færi á framúrakstri. Félagi hans Button hjá McLaren vann mótið í Mónakó árið 2009. „Mónakó er sögufrægasta mótið á dagskrá. Að vinna mótið uppfyllti langþráðan draum og þetta er eitt af uppáhalds mótum mínum", sagði Button. Hann segir það sérstaka andstæðu að fara frá mótssvæði eins og Kátalóníu brautinni fyrir utan Barcelona og mæta nokkrum dögum síðar til Mónakó. Fyrri brautina segir hann hraða, opna og flæðandi, en götubrautin í Mónakó er þröng og erfiðasta brautin á tímabilinu. „Það er ótrúlegt tilfinning að keyra frá þjónustusvæðinu og í fyrsta hring. Hröðunin er svo mikil og vegriðin virðast alltof nærri! Maður byggir hraðann smám saman upp og finnur réttan fókus. Samt er það spennuþrungið og ótrúleg tilfinning." „Eitthvað hefur verið spáð í að KERS kerfið muni ekki nýtast sem skyldi í Mónakó, en prófun okkar í ökuhermi sýnir að það ætti skila sér eins og annars staðar. Það er jákvætt því ég tel að Mercedes Benz kerfið sé það besta í Formúlu 1", sagði Button, en McLaren er með Mercedes vél og KERS kerfi.
Formúla Íþróttir Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn