Hreinsunardagur framundan í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 6. júní 2011 13:55 Hin árlega hreinsun Elliðaánna fer fram miðvikudaginn 8. júní, en það er Stangaveiðifélag Reykjavíkur sem stendur fyrir hreinsun ánna eins og mörg undanfarin ár. Öllum er frjálst að leggja hönd á plóginn og eru þátttakendur beðnir um að mæta við Veiðihúsið við Elliðaárnar kl. 17:00 á miðvikudag. Þar verður skipt liði og áin hreinsuð. Þátttakendur eru hvattir til þess að vera í klofstígvélum eða vöðlum, þar sem hirða þarf rusl úr árfarveginum, og jafnframt að vera klæddir í samræmi við veður að öðru leyti. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hvetur félagsmenn sína sem og aðra velunnarra Elliðaánna til þátttöku í hreinsunarátakinu. Stangveiði Mest lesið Haustveiðin brást í Tungufljóti Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Breytt viðhorf til Veitt og Sleppt Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Syðri Brú að verða uppseld Veiði Kjósin og Grímsá á góðu róli Veiði
Hin árlega hreinsun Elliðaánna fer fram miðvikudaginn 8. júní, en það er Stangaveiðifélag Reykjavíkur sem stendur fyrir hreinsun ánna eins og mörg undanfarin ár. Öllum er frjálst að leggja hönd á plóginn og eru þátttakendur beðnir um að mæta við Veiðihúsið við Elliðaárnar kl. 17:00 á miðvikudag. Þar verður skipt liði og áin hreinsuð. Þátttakendur eru hvattir til þess að vera í klofstígvélum eða vöðlum, þar sem hirða þarf rusl úr árfarveginum, og jafnframt að vera klæddir í samræmi við veður að öðru leyti. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hvetur félagsmenn sína sem og aðra velunnarra Elliðaánna til þátttöku í hreinsunarátakinu.
Stangveiði Mest lesið Haustveiðin brást í Tungufljóti Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Breytt viðhorf til Veitt og Sleppt Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Syðri Brú að verða uppseld Veiði Kjósin og Grímsá á góðu róli Veiði