Veiðisaga úr Blöndu Karl Lúðvíksson skrifar 28. júní 2011 21:00 23 punda lax af Breiðunni í Blöndu Mynd: www.lax-a.is Eins og við sögðum frá fyrr í dag þá er Blanda 1 að detta í 200 laxa, það telst svosem ekki neitt júnímet en er í góðu meðallagi. Eins og fyrri daginn er talsvert um að stórir fiskar séu að rétta upp króka og láta sig hverfa. Kristinn Gunnarsson leiðsögumaður setti í einn slíkan um daginn og sá tók á Breiðunni og lét sig húrra niður að broti. Kiddi er nú eldri en tvævetur í þessu sporti og tók fast á laxinum og náði að koma honum af brotinu og upp á Breiðuna aftur. En Adam var ekki lengi í paradís því laxinn fékk nóg af þessari vitleysu og snéri til baka, rétti upp krókana á Kamazan þríkrækju númer 6 og lét sig hverfa. Það eru akkúrat svona tilfelli sem veiðimenn vonast eftir þegar þeir halda til júníveiða í Blöndu að setja í alvöru lax. Staðreyndin er nefninlega sú að þessir laxar nást eiginlega aldrei á land heldur hreina línuna af hjólinu og annaðhvort slíta tauminn/línuna eða rétta úr krókum. Undanfarna tvo daga hafa a.m.k. tveir veiðimenn lent í því að laxar sem þessi hafi búið til prjón úr krókum – en þeim er alveg sama, tilgangurinn með ferðinni var að setja í alvöru lax og það tókst. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-á Stangveiði Mest lesið 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði 18 laxar á land í Urriðafossi Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Elliðaárnar undir meðaltali síðustu ára Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði Fréttir úr Leirvogsá Veiði
Eins og við sögðum frá fyrr í dag þá er Blanda 1 að detta í 200 laxa, það telst svosem ekki neitt júnímet en er í góðu meðallagi. Eins og fyrri daginn er talsvert um að stórir fiskar séu að rétta upp króka og láta sig hverfa. Kristinn Gunnarsson leiðsögumaður setti í einn slíkan um daginn og sá tók á Breiðunni og lét sig húrra niður að broti. Kiddi er nú eldri en tvævetur í þessu sporti og tók fast á laxinum og náði að koma honum af brotinu og upp á Breiðuna aftur. En Adam var ekki lengi í paradís því laxinn fékk nóg af þessari vitleysu og snéri til baka, rétti upp krókana á Kamazan þríkrækju númer 6 og lét sig hverfa. Það eru akkúrat svona tilfelli sem veiðimenn vonast eftir þegar þeir halda til júníveiða í Blöndu að setja í alvöru lax. Staðreyndin er nefninlega sú að þessir laxar nást eiginlega aldrei á land heldur hreina línuna af hjólinu og annaðhvort slíta tauminn/línuna eða rétta úr krókum. Undanfarna tvo daga hafa a.m.k. tveir veiðimenn lent í því að laxar sem þessi hafi búið til prjón úr krókum – en þeim er alveg sama, tilgangurinn með ferðinni var að setja í alvöru lax og það tókst. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-á
Stangveiði Mest lesið 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði 18 laxar á land í Urriðafossi Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Elliðaárnar undir meðaltali síðustu ára Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði Fréttir úr Leirvogsá Veiði