Umfjöllun: Þróttur og BÍ/Bolungarvík skildu jöfn Stefán Árni Pálsson á Valbjarnarvelli skrifar 26. júní 2011 16:28 Páll Einarsson, þjálfari Þróttar. Mynd./ Valli Þróttur og BÍ/Bolungarvík skildu jöfn, 2-2, í 1.deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Valbjarnarvelli. Gestirnir að vestan komust tvisvar yfir í leiknum en Þróttarar gáfust aldrei upp og jöfnuðu metin. Þróttarar voru ívið sterkari aðilinn í byrjun leiks og gestirnir lágu aftarlega á vellinum. BÍ/Bolungarvík skoraði fyrsta mark leiksins eftir korters leik þegar Hafþór Atli Agnarsson klíndi boltanum í netið af um 30 metra færi alveg óverjandi fyrir Þórð Ingason í marki gestanna. Heimamenn voru ekki lengi að jafna metinn en aðeins fimm mínútum síðar skallaði Dusan Ivkovic boltann í netið eftir virkilega fína fyrirgjöf frá Jens Sævarssyni. Þróttarar tóku öll völd á vellinum næstu mínútur og voru óheppnir að ná ekki inn marki. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks komust gestirnir í 2-1 sem var alveg þvert gegn gangi leiksins. Zoran Stamenic átti skalla sem stefndi í áttina að marki Þróttara en Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttara, varði boltann út í teiginn, þar var Atli Guðjónsson mættur til að hirða frákastið og skoraði auðveldlega. Staðan var því 2-1í hálfleik fyrir gestina eftir ágætan fyrri hálfleik. Þróttarar mættu grimmir til síðari hálfleiksins og voru greinilega staðráðnir í því að jafna leikinn eftir að hafa fengið á sig þetta klaufamark. Heimamenn voru með yfirhöndina nánast allan síðari hálfleikinn og því kom það engum á óvart þegar jöfnunarmarkið kom. Sveinbjörn Jónasson, leikmaður Þróttar, náði að skora virkilega flott mark þegar um tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Sveinbjörn skaut boltanum fyrir utan vítateig gestanna með bylmingsskoti eftir að varnarmaður gestanna náði ekki að bægja hættunni frá. Þróttarar voru sterkari aðilinn síðustu mínúturnar en náðu ekki að skapa sér hættuleg færi og því var jafntefli niðurstaðan. Það var greinilegt að leikurinn gegn Blikum á fimmtudaginn satt í BÍ/Bolungarvík en leikmenn voru orðnir þreyttir og það sást á leik liðsins.Þróttur 2 – 2 BÍ/Bolungarvík 0-1 Hafþór Atli Agnarsson (15.) 1-1 Dusan Ivkovic (21.) 1-2 Atli Guðjónsson (43.) 2-2 Sveinbjörn Jónasson (70.) Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Þróttur og BÍ/Bolungarvík skildu jöfn, 2-2, í 1.deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Valbjarnarvelli. Gestirnir að vestan komust tvisvar yfir í leiknum en Þróttarar gáfust aldrei upp og jöfnuðu metin. Þróttarar voru ívið sterkari aðilinn í byrjun leiks og gestirnir lágu aftarlega á vellinum. BÍ/Bolungarvík skoraði fyrsta mark leiksins eftir korters leik þegar Hafþór Atli Agnarsson klíndi boltanum í netið af um 30 metra færi alveg óverjandi fyrir Þórð Ingason í marki gestanna. Heimamenn voru ekki lengi að jafna metinn en aðeins fimm mínútum síðar skallaði Dusan Ivkovic boltann í netið eftir virkilega fína fyrirgjöf frá Jens Sævarssyni. Þróttarar tóku öll völd á vellinum næstu mínútur og voru óheppnir að ná ekki inn marki. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks komust gestirnir í 2-1 sem var alveg þvert gegn gangi leiksins. Zoran Stamenic átti skalla sem stefndi í áttina að marki Þróttara en Trausti Sigurbjörnsson, markvörður Þróttara, varði boltann út í teiginn, þar var Atli Guðjónsson mættur til að hirða frákastið og skoraði auðveldlega. Staðan var því 2-1í hálfleik fyrir gestina eftir ágætan fyrri hálfleik. Þróttarar mættu grimmir til síðari hálfleiksins og voru greinilega staðráðnir í því að jafna leikinn eftir að hafa fengið á sig þetta klaufamark. Heimamenn voru með yfirhöndina nánast allan síðari hálfleikinn og því kom það engum á óvart þegar jöfnunarmarkið kom. Sveinbjörn Jónasson, leikmaður Þróttar, náði að skora virkilega flott mark þegar um tuttugu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Sveinbjörn skaut boltanum fyrir utan vítateig gestanna með bylmingsskoti eftir að varnarmaður gestanna náði ekki að bægja hættunni frá. Þróttarar voru sterkari aðilinn síðustu mínúturnar en náðu ekki að skapa sér hættuleg færi og því var jafntefli niðurstaðan. Það var greinilegt að leikurinn gegn Blikum á fimmtudaginn satt í BÍ/Bolungarvík en leikmenn voru orðnir þreyttir og það sást á leik liðsins.Þróttur 2 – 2 BÍ/Bolungarvík 0-1 Hafþór Atli Agnarsson (15.) 1-1 Dusan Ivkovic (21.) 1-2 Atli Guðjónsson (43.) 2-2 Sveinbjörn Jónasson (70.)
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn