Vettel: Góður dagur fyrir liðið 25. júní 2011 17:46 Mark Webber, Sebastian Vettel og Lewis Hamilton eftir tímatökuna í Valencia í dag. AP mynd: Alberto Saiz Sebastian Vettel tryggði sér fremsta stað á ráslínu fyrir Formúlu 1 mótið í Valencia á morgun í dag í tímatökum. Þetta er í sjöunda skipti sem Vettel verður fremstur á ráslínu á þessu ári, en hann er efstur í stigamóti ökumanna eftir sjö mót. „Í heildina litið var þetta góður dagur fyrir liðið, en þetta verður löng keppni á morun og mótið tekur á. Brautin er erfið, og það eru 25 beygjur í hverjum hring og erfitt að ná þeim öllum eins og best verður á kosið og ná fullkomnum hring", sagði Vettel á fundi með fréttamönnum í dag. Hann kvaðst ánægður með fyrsta sprettinn í lokaumferð tímatökunnar þar sem hann tryggði sér í raun besta tíma. Mark Webber liðsfélagi Vettel hjá Red Bull nældi í annað sætið í lok tímatökunnar og varð á undan Lewis Hamilton á McLaren og Fernando Alonso á Ferrari. Red Bull er því með tvo fremstu ökumennina í fremstu röð á ráslínu í þriðja skipti á árinu. „Ég er ánægður og Mark með seinni tilraun sína. Þannig að þetta eru góð úrslit og góður staður að vera á í ræsingunni á morgun. Við sjáum hvað við getum gert", sagði Vettel. Bein útsending verður frá Formúlu 1 mótinu í Valencia á Stöð 2 Sport kl. 11.30 á morgun. Útsendingin verður í opinni dagskrá. Formúla Íþróttir Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastian Vettel tryggði sér fremsta stað á ráslínu fyrir Formúlu 1 mótið í Valencia á morgun í dag í tímatökum. Þetta er í sjöunda skipti sem Vettel verður fremstur á ráslínu á þessu ári, en hann er efstur í stigamóti ökumanna eftir sjö mót. „Í heildina litið var þetta góður dagur fyrir liðið, en þetta verður löng keppni á morun og mótið tekur á. Brautin er erfið, og það eru 25 beygjur í hverjum hring og erfitt að ná þeim öllum eins og best verður á kosið og ná fullkomnum hring", sagði Vettel á fundi með fréttamönnum í dag. Hann kvaðst ánægður með fyrsta sprettinn í lokaumferð tímatökunnar þar sem hann tryggði sér í raun besta tíma. Mark Webber liðsfélagi Vettel hjá Red Bull nældi í annað sætið í lok tímatökunnar og varð á undan Lewis Hamilton á McLaren og Fernando Alonso á Ferrari. Red Bull er því með tvo fremstu ökumennina í fremstu röð á ráslínu í þriðja skipti á árinu. „Ég er ánægður og Mark með seinni tilraun sína. Þannig að þetta eru góð úrslit og góður staður að vera á í ræsingunni á morgun. Við sjáum hvað við getum gert", sagði Vettel. Bein útsending verður frá Formúlu 1 mótinu í Valencia á Stöð 2 Sport kl. 11.30 á morgun. Útsendingin verður í opinni dagskrá.
Formúla Íþróttir Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira