Rory McIlroy græðir á tá og fingri Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 21. júní 2011 11:30 Norður-Írinn Rory McIlroy er "heitur“ á Bretlandseyjum þessa dagana eftir sigurinn á opna bandaríska meistaramótinu um helgina. AFP Norður-Írinn Rory McIlroy er „heitur" á Bretlandseyjum þessa dagana eftir sigurinn á opna bandaríska meistaramótinu um helgina. Hinn 22 ára gamli kylfingur hefur dregið sig úr keppni á opna franska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn enda er líf hans á hvolfi eftir fyrsta sigurinn á stórmóti. Vinsældir McIlroy eru gríðarlega og stórfyrirtæki keppast um að fá hann til samstarfs og telja margir að hann verði tekjuhæsti íþróttamaður Breta á allra næstu árum. Nigel Currie, framkvæmdastjóri umboðsskrifstofunnar Brand Rapport, segir að McIlroy geti auðveldlega komist á þann stað þar sem Roger Federer, Michael Schumacher og Tiger Woods hafa verið. „Ef McIlroy heldur sínu striki og sýnir yfirburði á stórmótum áfram þá munu tekjur hans margfaldast," sagði Currie en hann telur að kylfingurinn geti náð 100 milljóna punda árslaunum á næstu árum – sem gerir um 18 milljarða kr. á ári. Hnefaleikarinn Lennox Lewis og fótboltamaðurinn David Beckham eru tekjuhæstu íþróttamenn Breta frá upphafi en Currie er sannfærður um að kylfingurinn frá Norður-Írlandi verði sá tekjuhæsti innan fárra ára. Talið er að McIlroy sé nú þegar með um 5 milljónir pund á ári í tekjur vegna auglýsingasamninga en það er rétt tæplega 1 milljarður kr. Golf Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy er „heitur" á Bretlandseyjum þessa dagana eftir sigurinn á opna bandaríska meistaramótinu um helgina. Hinn 22 ára gamli kylfingur hefur dregið sig úr keppni á opna franska meistaramótinu sem hefst á fimmtudaginn enda er líf hans á hvolfi eftir fyrsta sigurinn á stórmóti. Vinsældir McIlroy eru gríðarlega og stórfyrirtæki keppast um að fá hann til samstarfs og telja margir að hann verði tekjuhæsti íþróttamaður Breta á allra næstu árum. Nigel Currie, framkvæmdastjóri umboðsskrifstofunnar Brand Rapport, segir að McIlroy geti auðveldlega komist á þann stað þar sem Roger Federer, Michael Schumacher og Tiger Woods hafa verið. „Ef McIlroy heldur sínu striki og sýnir yfirburði á stórmótum áfram þá munu tekjur hans margfaldast," sagði Currie en hann telur að kylfingurinn geti náð 100 milljóna punda árslaunum á næstu árum – sem gerir um 18 milljarða kr. á ári. Hnefaleikarinn Lennox Lewis og fótboltamaðurinn David Beckham eru tekjuhæstu íþróttamenn Breta frá upphafi en Currie er sannfærður um að kylfingurinn frá Norður-Írlandi verði sá tekjuhæsti innan fárra ára. Talið er að McIlroy sé nú þegar með um 5 milljónir pund á ári í tekjur vegna auglýsingasamninga en það er rétt tæplega 1 milljarður kr.
Golf Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira