Mercedes mætir með nýjungar á Silverstone 4. júlí 2011 14:32 Michael Schumacher á ferð á Mercedes í síðustu keppni, sem var í Valencia á Spáni. AP mynd/Fernando Hernandez) Formúlu 1 lið keppa á Silverstone um næstu helgi í níundu umferð heimsmeistaramótsins í Formúlu 1. Mercedes liðið er meðal þeirra liða sem verða á heimavelli. Bæði bílar og vélar liðsins eru framleiddar í Englandi, þó Mercedes merkið sé þýskt. Höfuðstöðvar Formúlu 1 liðs Mercedes eru í Brackley og vélarnar settar seman í Brixworth. Silverstone er sögufræg braut og fyrsta mótið fór þar fram árið 1950, en brautin sem notuð er í dag er 27% lengri en upphaflega brautin. Brautin er 5.891 km að lengd. Michael Schumacher segir að liðið muni njóta stuðnings starfsmanna sinna á einum af heimvöllum liðsins og segir að það væri gaman að gera gert góða hluti í þakklætisskyni fyrir alla vinnuna sem liðsmenn hafa lagt á sig. Það er erfitt að meta hvernig bíllinn hentar á brautina. Eins og venjulega munum við vita meira um það á föstudagsæfingum", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercedes. „Við erum að framleiða endurbætur og nýjar lausnir sem ég er viss um að munu hjálpa okkur að taka framfaraskref. Skilaboðin til okkar allra eru að setja undir okkur hausinn og leggja hart að okkur. Við eigum þessa afstöðu sameiginlega og ég er sannfærður að við munum ná því." Nico Rosberg segir Silverstone svala braut, en hann varð í þriðja sæti á Silverstone brautinni í fyrra. „Ég hlakka verulega til allra hröðu beygjanna, sérstaklega frá Copse, gegnum Becketts og að Stowe. Ég varð þriðji í fyrra og vonast eftir góðum úrslitum á ný. Sérstaklega af því að svo margir sem vinna í Brackley og Brixworth munu mæta með fjölskyldur sínar, sagði Rosberg. „Þetta er annar af okkar heimavöllum og ég vil því standa mig vel fyrir framan okkar fólk. Við verðum með nýjungar og ég er forvitinn að vita hvernig þær munu reynast á bílnum. Vonandi getum við minnkað bilið í toppliðin líttillega", sagði Rosberg. Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Formúlu 1 lið keppa á Silverstone um næstu helgi í níundu umferð heimsmeistaramótsins í Formúlu 1. Mercedes liðið er meðal þeirra liða sem verða á heimavelli. Bæði bílar og vélar liðsins eru framleiddar í Englandi, þó Mercedes merkið sé þýskt. Höfuðstöðvar Formúlu 1 liðs Mercedes eru í Brackley og vélarnar settar seman í Brixworth. Silverstone er sögufræg braut og fyrsta mótið fór þar fram árið 1950, en brautin sem notuð er í dag er 27% lengri en upphaflega brautin. Brautin er 5.891 km að lengd. Michael Schumacher segir að liðið muni njóta stuðnings starfsmanna sinna á einum af heimvöllum liðsins og segir að það væri gaman að gera gert góða hluti í þakklætisskyni fyrir alla vinnuna sem liðsmenn hafa lagt á sig. Það er erfitt að meta hvernig bíllinn hentar á brautina. Eins og venjulega munum við vita meira um það á föstudagsæfingum", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercedes. „Við erum að framleiða endurbætur og nýjar lausnir sem ég er viss um að munu hjálpa okkur að taka framfaraskref. Skilaboðin til okkar allra eru að setja undir okkur hausinn og leggja hart að okkur. Við eigum þessa afstöðu sameiginlega og ég er sannfærður að við munum ná því." Nico Rosberg segir Silverstone svala braut, en hann varð í þriðja sæti á Silverstone brautinni í fyrra. „Ég hlakka verulega til allra hröðu beygjanna, sérstaklega frá Copse, gegnum Becketts og að Stowe. Ég varð þriðji í fyrra og vonast eftir góðum úrslitum á ný. Sérstaklega af því að svo margir sem vinna í Brackley og Brixworth munu mæta með fjölskyldur sínar, sagði Rosberg. „Þetta er annar af okkar heimavöllum og ég vil því standa mig vel fyrir framan okkar fólk. Við verðum með nýjungar og ég er forvitinn að vita hvernig þær munu reynast á bílnum. Vonandi getum við minnkað bilið í toppliðin líttillega", sagði Rosberg.
Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira