Þórður Þórðarson: Ekki komnir upp en þetta lítur óskaplega vel út Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 26. júlí 2011 22:36 Gary Martin skoraði fyrra mark ÍA gegn Selfyssingum í kvöld. Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson „Við erum ekki komnir upp en þetta lítur óskaplega vel út,“ sagði Þórður Þórðarson þjálfari ÍA eftir 2-1 sigur liðsins gegn liði Selfoss í toppslagnum í 1. deild karla í fótbolta í kvöld. Skagamenn voru einum færri í 80 mínútur þar sem fyrirliðinn Heimir Einarsson fékk rautt spjald á 13. mínútu. „Þetta eru frábærir strákar í þessu liði. Vinnan sem við erum búnir að leggja á okkur síðustu tvö ár er að skila sér. Þegar ég tók við liðinu á þeim tíma settum við okkur ný markmið og reyndum að bæta veikleika okkar. Það er að takast smátt og smátt.“ Þjálfarinn var aldrei í vafa um að ÍA myndi landa sigrinum gegn Selfyssingum. „Ég sagði við strákana í hálfleik að við gætum alveg unnið þá einum færri.“ Þórður segist ekkert hafa skipt sér að því hver myndi taka aukaspyrnuna undir lok leiksins þar sem Mark Doninger hafði betur eftir „hörkurifrildi“ við Gary Martin, en þeir vildu báðir taka aukaspyrnuna. „Þeir rífast oftast um svona hluti Englendingarnir í liðinu okkar. Fyrir mig skiptir það engu máli ef við skorum,“ sagði Þórður. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Doninger: Alveg sama þótt Gary öskri á mig "Ég hafði það á tilfinningunni að ég myndi hitta boltann vel og skora. Þess vegna tók ég þessa aukaspyrnu. Ég var alveg viss um að hitta á markið og það er frábært að skora sigurmark með þessum hætti. Mér var alveg sama þótt Gary (Martin) væri að öskra á mig en hann vildi að sjálfsögðu taka þetta sjálfur,“ sagði Englendingurinn Mark Doninger leikmaður ÍA eftir að hann tryggði liðinu 2-1 sigur með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 90. mínútu gegn liði Selfoss í kvöld á Akranesvelli. 26. júlí 2011 22:49 Þrumufleygur Doninger tryggði Skagamönnum sigur Skagamenn eru enn taplausir eftir 14 leiki í næst efstu deild karla í fótbolta eftir 2-1 sigur gegn liði Selfoss á Akransvelli í kvöld. Mark Doninger tryggði ÍA sigur með þrumuskoti beint úr aukaspyrnu á 89. mínútu en Skagamenn léku einum færri í um 80 mínútur þar sem að Heimir Einarsson fyrirliði var rekinn af velli eftir um 13 mínútur. 26. júlí 2011 19:18 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
„Við erum ekki komnir upp en þetta lítur óskaplega vel út,“ sagði Þórður Þórðarson þjálfari ÍA eftir 2-1 sigur liðsins gegn liði Selfoss í toppslagnum í 1. deild karla í fótbolta í kvöld. Skagamenn voru einum færri í 80 mínútur þar sem fyrirliðinn Heimir Einarsson fékk rautt spjald á 13. mínútu. „Þetta eru frábærir strákar í þessu liði. Vinnan sem við erum búnir að leggja á okkur síðustu tvö ár er að skila sér. Þegar ég tók við liðinu á þeim tíma settum við okkur ný markmið og reyndum að bæta veikleika okkar. Það er að takast smátt og smátt.“ Þjálfarinn var aldrei í vafa um að ÍA myndi landa sigrinum gegn Selfyssingum. „Ég sagði við strákana í hálfleik að við gætum alveg unnið þá einum færri.“ Þórður segist ekkert hafa skipt sér að því hver myndi taka aukaspyrnuna undir lok leiksins þar sem Mark Doninger hafði betur eftir „hörkurifrildi“ við Gary Martin, en þeir vildu báðir taka aukaspyrnuna. „Þeir rífast oftast um svona hluti Englendingarnir í liðinu okkar. Fyrir mig skiptir það engu máli ef við skorum,“ sagði Þórður.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Doninger: Alveg sama þótt Gary öskri á mig "Ég hafði það á tilfinningunni að ég myndi hitta boltann vel og skora. Þess vegna tók ég þessa aukaspyrnu. Ég var alveg viss um að hitta á markið og það er frábært að skora sigurmark með þessum hætti. Mér var alveg sama þótt Gary (Martin) væri að öskra á mig en hann vildi að sjálfsögðu taka þetta sjálfur,“ sagði Englendingurinn Mark Doninger leikmaður ÍA eftir að hann tryggði liðinu 2-1 sigur með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 90. mínútu gegn liði Selfoss í kvöld á Akranesvelli. 26. júlí 2011 22:49 Þrumufleygur Doninger tryggði Skagamönnum sigur Skagamenn eru enn taplausir eftir 14 leiki í næst efstu deild karla í fótbolta eftir 2-1 sigur gegn liði Selfoss á Akransvelli í kvöld. Mark Doninger tryggði ÍA sigur með þrumuskoti beint úr aukaspyrnu á 89. mínútu en Skagamenn léku einum færri í um 80 mínútur þar sem að Heimir Einarsson fyrirliði var rekinn af velli eftir um 13 mínútur. 26. júlí 2011 19:18 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Doninger: Alveg sama þótt Gary öskri á mig "Ég hafði það á tilfinningunni að ég myndi hitta boltann vel og skora. Þess vegna tók ég þessa aukaspyrnu. Ég var alveg viss um að hitta á markið og það er frábært að skora sigurmark með þessum hætti. Mér var alveg sama þótt Gary (Martin) væri að öskra á mig en hann vildi að sjálfsögðu taka þetta sjálfur,“ sagði Englendingurinn Mark Doninger leikmaður ÍA eftir að hann tryggði liðinu 2-1 sigur með glæsilegu skoti beint úr aukaspyrnu á 90. mínútu gegn liði Selfoss í kvöld á Akranesvelli. 26. júlí 2011 22:49
Þrumufleygur Doninger tryggði Skagamönnum sigur Skagamenn eru enn taplausir eftir 14 leiki í næst efstu deild karla í fótbolta eftir 2-1 sigur gegn liði Selfoss á Akransvelli í kvöld. Mark Doninger tryggði ÍA sigur með þrumuskoti beint úr aukaspyrnu á 89. mínútu en Skagamenn léku einum færri í um 80 mínútur þar sem að Heimir Einarsson fyrirliði var rekinn af velli eftir um 13 mínútur. 26. júlí 2011 19:18