Helga tryggði Stjörnunni sigur á Val og fimm stiga forskot á toppnum Kolbeinn Tumi Daðason á Stjörnuvelli skrifar 4. ágúst 2011 18:15 Mynd/Stefán Stjarnan vann 2-1 sigur á Val í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Stjörnuvelli í kvöld. Valur hafði mikla yfirburði í leiknum og var marki yfir fram undir miðjan síðari hálfleik en óskynsemi Caitlin Miskel kostaði Vals sigurinn. Helga Franklínsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Stjörnunni, fiskaði fyrst víti og skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Stjarnan er þar með fimm stiga forskot á Val á toppnum. Laufey Ólafsdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks sem Valskonur stjórnuðu frá upphafi til enda. Liðið fékk fjölmörg færri til að bæta við mörkum og Stjörnukonur heppnar að vera aðeins marki undir í hálfleik. Í síðari hálfleiknum hélt Valur uppteknum hætti. Gestirnir voru ágengir upp við mark Stjörnunnar en tókst ekki að nýta færin. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir átti frábært skot af 30 metra færi í slánna en annars höfðu Valskonur tök á leiknum. Vendipunkturinn var á 64. mínútu. Þá sparkaði Caitlin Miskel leikmaður í Vals af ásetningi í Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur þar sem þær lágu á vellinum. Rautt spjald og Stjarnan manni fleiri. Aðeins tveimur mínútum síðar var brotið á varamanninum Helgu Franklínsdóttur og vítaspyrna dæmd. Ásgerður Stefanía skoraði af öryggi úr spyrnunni. Sendi boltann neðst í vinstra hornið og McCray átti ekki möguleika þrátt fyrir að fara í rétt horn. Leikurinn var nokkuð jafn það sem eftir lifði og allt stefndi í jafntefli. Á þriðju mínútu í viðbótartíma sendi Írunn Þorbjörg Aradóttir frábæra sendingu á fjærstöng. Þangað var Helga Franklínsdóttir mætt og skoraði sigurmark Stjörnunnar með skalla. Ótrúlegur sigur heimakvenna sem nýttu færi sín í leiknum. Stjörnukonur eru með pálmann í höndunum með fimm stiga forskot þegar sex umferðir eru óleiknar. Þær litu út eins og utandeildarlið í fyrri hálfleik en komust inn í leikinn í síðari hálfleik og nýttu færin sín og liðsmuninn. Íslandsmeistarar Vals verða að treysta á greiða frá öðrum liðum til þess að liðið nái markmiðum sínum. Valsarar hafa ekki farið leynt með áform sín um að ætla að vinna báða titlana en sá draumur virðist fjarlægur eftir úrslit kvöldsins. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Stjarnan vann 2-1 sigur á Val í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Stjörnuvelli í kvöld. Valur hafði mikla yfirburði í leiknum og var marki yfir fram undir miðjan síðari hálfleik en óskynsemi Caitlin Miskel kostaði Vals sigurinn. Helga Franklínsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Stjörnunni, fiskaði fyrst víti og skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Stjarnan er þar með fimm stiga forskot á Val á toppnum. Laufey Ólafsdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks sem Valskonur stjórnuðu frá upphafi til enda. Liðið fékk fjölmörg færri til að bæta við mörkum og Stjörnukonur heppnar að vera aðeins marki undir í hálfleik. Í síðari hálfleiknum hélt Valur uppteknum hætti. Gestirnir voru ágengir upp við mark Stjörnunnar en tókst ekki að nýta færin. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir átti frábært skot af 30 metra færi í slánna en annars höfðu Valskonur tök á leiknum. Vendipunkturinn var á 64. mínútu. Þá sparkaði Caitlin Miskel leikmaður í Vals af ásetningi í Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur þar sem þær lágu á vellinum. Rautt spjald og Stjarnan manni fleiri. Aðeins tveimur mínútum síðar var brotið á varamanninum Helgu Franklínsdóttur og vítaspyrna dæmd. Ásgerður Stefanía skoraði af öryggi úr spyrnunni. Sendi boltann neðst í vinstra hornið og McCray átti ekki möguleika þrátt fyrir að fara í rétt horn. Leikurinn var nokkuð jafn það sem eftir lifði og allt stefndi í jafntefli. Á þriðju mínútu í viðbótartíma sendi Írunn Þorbjörg Aradóttir frábæra sendingu á fjærstöng. Þangað var Helga Franklínsdóttir mætt og skoraði sigurmark Stjörnunnar með skalla. Ótrúlegur sigur heimakvenna sem nýttu færi sín í leiknum. Stjörnukonur eru með pálmann í höndunum með fimm stiga forskot þegar sex umferðir eru óleiknar. Þær litu út eins og utandeildarlið í fyrri hálfleik en komust inn í leikinn í síðari hálfleik og nýttu færin sín og liðsmuninn. Íslandsmeistarar Vals verða að treysta á greiða frá öðrum liðum til þess að liðið nái markmiðum sínum. Valsarar hafa ekki farið leynt með áform sín um að ætla að vinna báða titlana en sá draumur virðist fjarlægur eftir úrslit kvöldsins.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn