Ásdís og Kristinn keppa á HM í frjálsum - meiðsli Ásdísar há henni ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2011 14:51 Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni. Mynd/Stefán Frjálsíþróttasamband Íslands hefur ákveðið að senda Kristinn Torfason úr FH og Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni á Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fram fer í borginni Daegu í Kóreu og hefst síðar í þessum mánuði. Ásdís náði lágmarki bæði fyrir HM og Ólympíuleikana þegar hún kastaði 59,12 metra á móti í Reykjavík í byrjun þessa mánaðar. Sá árangur ætti að geta dugað í úrslit, en á síðustu mótum hafa 58 metra köst nægt til að komast í úrslitakeppnina. Ásdís keppir í undankeppninni fimmtudaginn 1. september næstkomandi um kl. 11:25 að staðartíma. Ásdís á best 61,37 metra sem jafnframt er Íslandsmet í greininni, sett á Laugardalsvelli 2009. Hún komst í úrslit á EM í fyrra og keppti á HM í Berlín fyrir tveimur árum. Nýleg meiðsli Ásdísar munu hvorki há henni við undirbúning eða keppni á mótinu, en hún hefur farið í skoðun hjá sérfræðilækni úr fagteymi ÍSÍ. Kristinn Torfason hefur staðið sig vel á þessu ári og hefur sýnt mikið öryggi á mótum ársins. Innanhúss á hann best 7,77 metra frá því í Bikarkeppni FRÍ í vetur og þá stökk hann 7,73 metra á Evrópumeistaramótinu í París og 7,57 mtra á Reykjavík International Games í janúar. Kristinn hefur stokkið lengst 7,67 metra utanhúss í ár frá því á Smáþjóðaleikunum en hann stökk þó reyndar 7,82 metra á Meistaramótinu á Selfossi í of miklum meðvindi. Kristinn keppir á HM nú í fyrsta sinn, en hann tók þátt á EM í vetur eins og áður sagði. Undankeppnin í langstökki er næstum því á sama tíma og hjá Ásdísi í spjótkastinu. Innlendar Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira
Frjálsíþróttasamband Íslands hefur ákveðið að senda Kristinn Torfason úr FH og Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni á Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fram fer í borginni Daegu í Kóreu og hefst síðar í þessum mánuði. Ásdís náði lágmarki bæði fyrir HM og Ólympíuleikana þegar hún kastaði 59,12 metra á móti í Reykjavík í byrjun þessa mánaðar. Sá árangur ætti að geta dugað í úrslit, en á síðustu mótum hafa 58 metra köst nægt til að komast í úrslitakeppnina. Ásdís keppir í undankeppninni fimmtudaginn 1. september næstkomandi um kl. 11:25 að staðartíma. Ásdís á best 61,37 metra sem jafnframt er Íslandsmet í greininni, sett á Laugardalsvelli 2009. Hún komst í úrslit á EM í fyrra og keppti á HM í Berlín fyrir tveimur árum. Nýleg meiðsli Ásdísar munu hvorki há henni við undirbúning eða keppni á mótinu, en hún hefur farið í skoðun hjá sérfræðilækni úr fagteymi ÍSÍ. Kristinn Torfason hefur staðið sig vel á þessu ári og hefur sýnt mikið öryggi á mótum ársins. Innanhúss á hann best 7,77 metra frá því í Bikarkeppni FRÍ í vetur og þá stökk hann 7,73 metra á Evrópumeistaramótinu í París og 7,57 mtra á Reykjavík International Games í janúar. Kristinn hefur stokkið lengst 7,67 metra utanhúss í ár frá því á Smáþjóðaleikunum en hann stökk þó reyndar 7,82 metra á Meistaramótinu á Selfossi í of miklum meðvindi. Kristinn keppir á HM nú í fyrsta sinn, en hann tók þátt á EM í vetur eins og áður sagði. Undankeppnin í langstökki er næstum því á sama tíma og hjá Ásdísi í spjótkastinu.
Innlendar Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira