Sigurður: Gerðu lítið úr starfi Stjörnunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. ágúst 2011 09:57 Frá leik Stjörnunnar í N1-deild kvenna á síðustu leiktíð. Mynd/Vilhelm Sigurður Bjarnason, varaformaður Stjörnunnar og núverandi formaður handknattleiksdeildar félagsins, harmar atburði síðustu daga og segir að þeir hafi ekki verið félaginu til framdráttar. Þáverandi stjórn handknattleiksdeildar sendi frá sér yfirlýsingu í fyrradag þar sem tilkynnt var að kvennalið félagsins myndi ekki taka þátt í N1-deild kvenna í vetur. Stjarnan er margfaldur Íslands- og bikarmeistari í handbolta og hefur liðið verið flaggskip félagsins mörg undanfarin ár. Í gær tók aðalstjórn félagsins í taumana og kom starfinu aftur í gang. Í morgun var svo send yfirlýsing þar sem staðfest var að Stjarnan verði með í N1-deild kvenna í vetur. „Aðgerðir fyrri stjórnar handknattleiksdeildar voru ekki gerðar í neinu samráði við aðalstjórn Stjörnunnar," sagði Sigurður í samtali við Vísi. „Nú verður bara haldið áfram," sagði hann um framhaldið. Meðal þess sem fyrrverandi stjórn nefndi sem ástæður fyrir því að hætta væri erfitt rekstrarumhverfi og skortur á leikmönnum. „Öll lið þurfa að glíma við fjárhagserfiðleika. Það er takmarkaður peningur í öllum íþróttagreinum á landinu í dag. Ástandið í þjóðfélaginu er einfaldlega þannig. Þess fyrir utan hefur peningaleysi alltaf verið viðloðandi íþróttir og vilja menn alltaf fá meira. Það er eðlilegt." „En það þýðir samt ekki að við getum eytt um efni fram og byggt upp skýjaborgir. Miðað við stöðuna hjá Stjörnuna var ekki hægt að fara út í að kaupa sér hitt og þetta. Það verður bara að halda sér á jörðinni." Hann segir atburði gærdagsins hafa verið neikvæða fyrir Stjörnuna. „Það var alvarlega vegið að starfssemi félagsins og þá sérstaklega yngri flokka félagsins. Í félaginu eru margar ungar stelpur sem horfa mikið upp til meistaraflokks kvenna. Það hefur verið afreksflokkur í félaginu til fjölda ára. Þessum stelpum langar til að taka þátt í því og þarna sáu þær það starf rifið niður. Það fannst mér alvarlegast við þetta allt saman - það var ekkert verið að spá í því." „Svo er líka mikið af fólki sem hefur tekið þátt í starfi Stjörnunnar í handboltanum og eiga ógrynni af góðum minningum frá því. Þetta snertir það fólk líka. Mér fannst verið að gera lítið úr þessu öllu saman og ljóst að það hefði alltaf mátt fara aðrar leiðir en þessa." Meðal þess sem fráfarandi formaður, Baldur Ó. Svavarsson, sagði að yfirlýsingin sem kom út í vikunni hafi vakið menn af værum blundi. Menn hefðu talað fyrir daufum eyrum lengi - bæði hjá aðalstjórn félagsins og bæjaryfirvöldum. „Ég tel að svo sé ekki. Þetta hafði engin áhrif á það," sagði Sigurður og sagði það ekki rétt sem hafði komið fram hjá Baldri að deildin hafi fengið innspýtingu í starfið upp á milljón krónur í gær. „Ég veit ekki hvaða heimildir hann hefur fyrir því. Samkvæmt mínum heimildum hefur engin innspýting átt sér stað. Menn eru bara að vinna í þessum málum og koma þessu öllu í gang." „Aðalatriðið er að koma liðinu í stand. Leikmenn eru í sjokki og verður það verkefni okkar næstu daga." Olís-deild kvenna Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira
Sigurður Bjarnason, varaformaður Stjörnunnar og núverandi formaður handknattleiksdeildar félagsins, harmar atburði síðustu daga og segir að þeir hafi ekki verið félaginu til framdráttar. Þáverandi stjórn handknattleiksdeildar sendi frá sér yfirlýsingu í fyrradag þar sem tilkynnt var að kvennalið félagsins myndi ekki taka þátt í N1-deild kvenna í vetur. Stjarnan er margfaldur Íslands- og bikarmeistari í handbolta og hefur liðið verið flaggskip félagsins mörg undanfarin ár. Í gær tók aðalstjórn félagsins í taumana og kom starfinu aftur í gang. Í morgun var svo send yfirlýsing þar sem staðfest var að Stjarnan verði með í N1-deild kvenna í vetur. „Aðgerðir fyrri stjórnar handknattleiksdeildar voru ekki gerðar í neinu samráði við aðalstjórn Stjörnunnar," sagði Sigurður í samtali við Vísi. „Nú verður bara haldið áfram," sagði hann um framhaldið. Meðal þess sem fyrrverandi stjórn nefndi sem ástæður fyrir því að hætta væri erfitt rekstrarumhverfi og skortur á leikmönnum. „Öll lið þurfa að glíma við fjárhagserfiðleika. Það er takmarkaður peningur í öllum íþróttagreinum á landinu í dag. Ástandið í þjóðfélaginu er einfaldlega þannig. Þess fyrir utan hefur peningaleysi alltaf verið viðloðandi íþróttir og vilja menn alltaf fá meira. Það er eðlilegt." „En það þýðir samt ekki að við getum eytt um efni fram og byggt upp skýjaborgir. Miðað við stöðuna hjá Stjörnuna var ekki hægt að fara út í að kaupa sér hitt og þetta. Það verður bara að halda sér á jörðinni." Hann segir atburði gærdagsins hafa verið neikvæða fyrir Stjörnuna. „Það var alvarlega vegið að starfssemi félagsins og þá sérstaklega yngri flokka félagsins. Í félaginu eru margar ungar stelpur sem horfa mikið upp til meistaraflokks kvenna. Það hefur verið afreksflokkur í félaginu til fjölda ára. Þessum stelpum langar til að taka þátt í því og þarna sáu þær það starf rifið niður. Það fannst mér alvarlegast við þetta allt saman - það var ekkert verið að spá í því." „Svo er líka mikið af fólki sem hefur tekið þátt í starfi Stjörnunnar í handboltanum og eiga ógrynni af góðum minningum frá því. Þetta snertir það fólk líka. Mér fannst verið að gera lítið úr þessu öllu saman og ljóst að það hefði alltaf mátt fara aðrar leiðir en þessa." Meðal þess sem fráfarandi formaður, Baldur Ó. Svavarsson, sagði að yfirlýsingin sem kom út í vikunni hafi vakið menn af værum blundi. Menn hefðu talað fyrir daufum eyrum lengi - bæði hjá aðalstjórn félagsins og bæjaryfirvöldum. „Ég tel að svo sé ekki. Þetta hafði engin áhrif á það," sagði Sigurður og sagði það ekki rétt sem hafði komið fram hjá Baldri að deildin hafi fengið innspýtingu í starfið upp á milljón krónur í gær. „Ég veit ekki hvaða heimildir hann hefur fyrir því. Samkvæmt mínum heimildum hefur engin innspýting átt sér stað. Menn eru bara að vinna í þessum málum og koma þessu öllu í gang." „Aðalatriðið er að koma liðinu í stand. Leikmenn eru í sjokki og verður það verkefni okkar næstu daga."
Olís-deild kvenna Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira