Stjarnan rændi heilu handboltaliði frá okkur á einni nóttu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2011 15:57 Tite Kalandadze í leik með Stjörnunni. Formaður handknattleiksráðs ÍBV, Magnús Bragason, segir útilokað að óánægja Stjörnunnar í garð annarra íslenskra félaga eigi við um ÍBV. Líkt og greint var frá á Vísi í gær hefur kvennalið Stjörnunnar dregið sig úr keppni í efstu deild kvenna á komandi tímabili. Í yfirlýsingu frá Stjörnunni í gær kom meðal annars fram óánægja með ónafngreind íslensk félög í samskiptum við leikmenn Garðbæinga. „Við fögnum því í sjálfu sér, að önnur félög horfi til leikmanna Stjörnunnar þegar nauðsyn er á styrkingu viðkomandi liða, en ítrekum óánægju okkar með að sum félög skuli ekki virða lög og reglur HSÍ um samningsbundna leikmenn," segir í yfirlýsingunni. Elísabet Gunnarsdóttir gekk nýverið til liðs við Fram auk þess sem Florentina Stancia á í viðræðum við ÍBV. Magnús Bragason, formaður handknattleiksráðs ÍBV segir félagið saklaust af því að brjóta lög og reglur HSÍ og ekki sé mögulegt að Stjarnan sé óánægt með Eyjamenn. „Nei, það getur ekki verið. Það er útilokað vegna þess að við höfum ekki rætt við samningsbundna leikmenn hjá þeim. Ekki fyrr en Stjarnan gaf út að félagið yrði ekki með. Við munum örugglega heyra í öðrum stelpum hvort þær vilji koma en engar aðrar samningaviðræður eru í gangi en við Florentinu," segir Magnús. Magnús segir vel geta verið að Reykjavíkurfélög hafi verið að trufla starf Garðbæinga en Eyjamenn séu saklausir. Florentina hafi sett sig í samband við ÍBV eftir að ljóst var í hvað stefndi í Garðabænum. „Mér finnst þetta óttalegur væll í þeim því ég man eftir því þegar þeir rændu heilu handboltaliði frá okkur í Vestmannaeyjum. Þeir gerðu það reyndar með löglegum hætti en ekki drengilegum. Þeir tóku Tite (Kalandadze), Roland Eradze og Florentinu öll eina nóttina," segir Magnús. Ásmundur Jónsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni, neitaði að gefa upp hvaða félög Garðbæingar væru ósáttir við þegar Vísir hafði samband við hann í dag. Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Formaður handknattleiksráðs ÍBV, Magnús Bragason, segir útilokað að óánægja Stjörnunnar í garð annarra íslenskra félaga eigi við um ÍBV. Líkt og greint var frá á Vísi í gær hefur kvennalið Stjörnunnar dregið sig úr keppni í efstu deild kvenna á komandi tímabili. Í yfirlýsingu frá Stjörnunni í gær kom meðal annars fram óánægja með ónafngreind íslensk félög í samskiptum við leikmenn Garðbæinga. „Við fögnum því í sjálfu sér, að önnur félög horfi til leikmanna Stjörnunnar þegar nauðsyn er á styrkingu viðkomandi liða, en ítrekum óánægju okkar með að sum félög skuli ekki virða lög og reglur HSÍ um samningsbundna leikmenn," segir í yfirlýsingunni. Elísabet Gunnarsdóttir gekk nýverið til liðs við Fram auk þess sem Florentina Stancia á í viðræðum við ÍBV. Magnús Bragason, formaður handknattleiksráðs ÍBV segir félagið saklaust af því að brjóta lög og reglur HSÍ og ekki sé mögulegt að Stjarnan sé óánægt með Eyjamenn. „Nei, það getur ekki verið. Það er útilokað vegna þess að við höfum ekki rætt við samningsbundna leikmenn hjá þeim. Ekki fyrr en Stjarnan gaf út að félagið yrði ekki með. Við munum örugglega heyra í öðrum stelpum hvort þær vilji koma en engar aðrar samningaviðræður eru í gangi en við Florentinu," segir Magnús. Magnús segir vel geta verið að Reykjavíkurfélög hafi verið að trufla starf Garðbæinga en Eyjamenn séu saklausir. Florentina hafi sett sig í samband við ÍBV eftir að ljóst var í hvað stefndi í Garðabænum. „Mér finnst þetta óttalegur væll í þeim því ég man eftir því þegar þeir rændu heilu handboltaliði frá okkur í Vestmannaeyjum. Þeir gerðu það reyndar með löglegum hætti en ekki drengilegum. Þeir tóku Tite (Kalandadze), Roland Eradze og Florentinu öll eina nóttina," segir Magnús. Ásmundur Jónsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni, neitaði að gefa upp hvaða félög Garðbæingar væru ósáttir við þegar Vísir hafði samband við hann í dag.
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita