Góður endasprettur í Hítará Karl Lúðvíksson skrifar 13. september 2011 09:42 Mynd af www.angling.is Endaspretturinn ætlar að vera ágætur í Hítará á Mýrum. Munar þar mestu um að gamalgróið veiðisvæði kom inn með látum í neðanverðri ánni. Hítaráin hefur verið nokkuð lúmsk þetta tímabilið, jafnvel svo að um er að ræða næst besta veiðisumarið frá því að skráningar hófust. Í hádeginu í dag stóð aðalsvæði Hítarár í 610 löxum, og síðast þegar að fréttist af veiðisvæðinu Hítará II voru þar komnir á land 215 laxar. Þær tölur eru hins vegar þriggja vikna gamlar, og því gæti Hítaráin verið komin ansi nærri 900 löxum í veiði. Þetta gerir annað besta veiðisumarið líkt og áður segir, aðeins tímabilið 2008 var betra þegar að metveiði varð í ánni, og 1.290 laxar skráðir í veiðibækur. Athygli vekur að lang besta svæði árinnar þetta haustið er neðan Steinastrengs, veiðisvæði sem fæstir hafa nennt að veiða undanfarin ár. Þar er að finna meðal annars veiðistaðina Festarfljót, Flesjufljót og Oddafljót. En það eru þó ekki þeir veiðistaðir sem geyma mest af laxinum, því veiðistaðurinn Sveljandi hefur verið gersamlega fullur af laxi, en hann er neðan Flesjufljóts. Síðasta holl sem hætti á hádegi í dag, fékk 25 laxa á fjórar stangir á tveimur dögum. Verður það að teljast fín veiði miðað við erfiðar aðstæður, blússandi norðanátt og meðfylgjandi. Athygli vakti að sex þessara laxa voru 2ja ára laxar - allt að 87cm. Veiddist sá stærsti í Grettisstillum, en þar veiddist einmitt stærsti lax sumarsins fyrir skemmstu, 92cm hængur. Þrír laxar í aflanum voru nýgengnir. Veiði lýkur þann 18. september í Hítará. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Elliðaárnar undir meðaltali síðustu ára Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði
Endaspretturinn ætlar að vera ágætur í Hítará á Mýrum. Munar þar mestu um að gamalgróið veiðisvæði kom inn með látum í neðanverðri ánni. Hítaráin hefur verið nokkuð lúmsk þetta tímabilið, jafnvel svo að um er að ræða næst besta veiðisumarið frá því að skráningar hófust. Í hádeginu í dag stóð aðalsvæði Hítarár í 610 löxum, og síðast þegar að fréttist af veiðisvæðinu Hítará II voru þar komnir á land 215 laxar. Þær tölur eru hins vegar þriggja vikna gamlar, og því gæti Hítaráin verið komin ansi nærri 900 löxum í veiði. Þetta gerir annað besta veiðisumarið líkt og áður segir, aðeins tímabilið 2008 var betra þegar að metveiði varð í ánni, og 1.290 laxar skráðir í veiðibækur. Athygli vekur að lang besta svæði árinnar þetta haustið er neðan Steinastrengs, veiðisvæði sem fæstir hafa nennt að veiða undanfarin ár. Þar er að finna meðal annars veiðistaðina Festarfljót, Flesjufljót og Oddafljót. En það eru þó ekki þeir veiðistaðir sem geyma mest af laxinum, því veiðistaðurinn Sveljandi hefur verið gersamlega fullur af laxi, en hann er neðan Flesjufljóts. Síðasta holl sem hætti á hádegi í dag, fékk 25 laxa á fjórar stangir á tveimur dögum. Verður það að teljast fín veiði miðað við erfiðar aðstæður, blússandi norðanátt og meðfylgjandi. Athygli vakti að sex þessara laxa voru 2ja ára laxar - allt að 87cm. Veiddist sá stærsti í Grettisstillum, en þar veiddist einmitt stærsti lax sumarsins fyrir skemmstu, 92cm hængur. Þrír laxar í aflanum voru nýgengnir. Veiði lýkur þann 18. september í Hítará. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Elliðaárnar undir meðaltali síðustu ára Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði