Óvænt truflun á veiðistað Karl Lúðvíksson skrifar 21. september 2011 21:43 Á maður einhvern tímann von á því að einhver renni sér á Jet Ski yfir veiðistaðinn sem verið er að veiða? Mynd úr safni Veiðimaður sem átti Þrastalundarsvæðið í Soginu byrjaði laugardaginn vel og fékk tvo laxa. Um hádegisbil gerðist hins vegar nokkuð sem gerði út af við alla veiði. Það var mikið líf á svæðinu um morguninn og náðu veiðimenn tveimur löxum í Kúagili. Áttu þeir von á nokkuð líflegum eftirmiðdegi þegar að gúmbátur og Jet-Ski komu á fullri ferð upp flúðirnar og námu staðar á tökustaðnum í Kúagilinu. Eftir þetta var úti um alla veiðimöguleika. Verið er að kanna málið hvað þarna gerðist, en líkur eru á því að á ferð hafi verið björgunarsveitarmenn frá Árborg á æfingu. Forsvarsmönnum SVFR hefur verið falið að kanna málið nánar. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Fréttir úr Leirvogsá Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Veiði
Veiðimaður sem átti Þrastalundarsvæðið í Soginu byrjaði laugardaginn vel og fékk tvo laxa. Um hádegisbil gerðist hins vegar nokkuð sem gerði út af við alla veiði. Það var mikið líf á svæðinu um morguninn og náðu veiðimenn tveimur löxum í Kúagili. Áttu þeir von á nokkuð líflegum eftirmiðdegi þegar að gúmbátur og Jet-Ski komu á fullri ferð upp flúðirnar og námu staðar á tökustaðnum í Kúagilinu. Eftir þetta var úti um alla veiðimöguleika. Verið er að kanna málið hvað þarna gerðist, en líkur eru á því að á ferð hafi verið björgunarsveitarmenn frá Árborg á æfingu. Forsvarsmönnum SVFR hefur verið falið að kanna málið nánar. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Fréttir úr Leirvogsá Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Veiði