Vettel jafnaði árangur Prost og Senna í dag 29. október 2011 20:27 Mark Webber, Sebastian Vettel og Lewis Hamilton eftir tímatökuna í dag. AP MYND: GURINDER OSAN Sebastian Vettel á Red Bull náði því marki að ná besta tíma tímatöku í þrettanda skipti á árinu, í tímatökunni á Buddh brautinni í Indlandi í dag. Vettel jafnaði þannig árangur sem Alain Prost og Ayrton heitin Senna höfðu áður náð á sínum Formúlu 1 ferli í tímatökum en metið hvað árangur í tímatökum varðar á Nigel Mansell. Mansell náði fjórtan sinnum að vera fljótastur í tímatökum árið 1992. „Þetta var góð törn hjá okkur. Ný braut og nýr vettvangur og erfitt fyrir alla í fyrsta skipti í tímatöku. Það hefur verið ryk á brautinni alla helgina og það var ein aksturslína um brautina. Menn tapa tíma ef þar fara örlítið út fyrir aksturslínuna. (bílarnir missa grip vegna ryksins utan aksturslínunnar) En ég held að okkur hafi tekist vel upp", sagði Vettel um tímatökuna og gat þess að Red Bull bíllinn hefði verið frábær alveg frá fyrstu æfingu á föstudag og í tímatökunni. Red Bull liðið náði því marki í dag að ná besta tíma í tímatöku í sextánda skipti á þessu keppnistímabili og það er nýtt met hjá keppnisliði á sama keppnistímabili. Mark Webber, liðsfélagi Vettel verður annar á ráslínu í kappakstrinum í Indlandi á morgun, Fernando Alonso á Ferrari verður þriðji og Jenson Button á McLaren fjórði. Lewis Hamilton á McLaren verður fimmti, en hann var með næst besta tíma í tímatökunni, en dómarar færðu hann aftur um þrjjú sæti á ráslínu, þar sem hann var brotlegur í brautinni á fyrstu æfingu á föstudag. Vettel hefur unnið tíu Formúlu 1 mót á árinu og er þegar búinn að tryggja sér meistaratitil ökumanna í Formúlu 1. „Ég held að þetta verði áhugaverð keppni. Brautin er krefjandi og ég hlakka til morgundagsins, er spenntur að keppa á morgun," sagði Vettel sem er í fyrsta skipti í Indlandi. Formúlu 1 mótið í Indlandi verður i beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 09.00 í fyrramálið. Formúla Íþróttir Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastian Vettel á Red Bull náði því marki að ná besta tíma tímatöku í þrettanda skipti á árinu, í tímatökunni á Buddh brautinni í Indlandi í dag. Vettel jafnaði þannig árangur sem Alain Prost og Ayrton heitin Senna höfðu áður náð á sínum Formúlu 1 ferli í tímatökum en metið hvað árangur í tímatökum varðar á Nigel Mansell. Mansell náði fjórtan sinnum að vera fljótastur í tímatökum árið 1992. „Þetta var góð törn hjá okkur. Ný braut og nýr vettvangur og erfitt fyrir alla í fyrsta skipti í tímatöku. Það hefur verið ryk á brautinni alla helgina og það var ein aksturslína um brautina. Menn tapa tíma ef þar fara örlítið út fyrir aksturslínuna. (bílarnir missa grip vegna ryksins utan aksturslínunnar) En ég held að okkur hafi tekist vel upp", sagði Vettel um tímatökuna og gat þess að Red Bull bíllinn hefði verið frábær alveg frá fyrstu æfingu á föstudag og í tímatökunni. Red Bull liðið náði því marki í dag að ná besta tíma í tímatöku í sextánda skipti á þessu keppnistímabili og það er nýtt met hjá keppnisliði á sama keppnistímabili. Mark Webber, liðsfélagi Vettel verður annar á ráslínu í kappakstrinum í Indlandi á morgun, Fernando Alonso á Ferrari verður þriðji og Jenson Button á McLaren fjórði. Lewis Hamilton á McLaren verður fimmti, en hann var með næst besta tíma í tímatökunni, en dómarar færðu hann aftur um þrjjú sæti á ráslínu, þar sem hann var brotlegur í brautinni á fyrstu æfingu á föstudag. Vettel hefur unnið tíu Formúlu 1 mót á árinu og er þegar búinn að tryggja sér meistaratitil ökumanna í Formúlu 1. „Ég held að þetta verði áhugaverð keppni. Brautin er krefjandi og ég hlakka til morgundagsins, er spenntur að keppa á morgun," sagði Vettel sem er í fyrsta skipti í Indlandi. Formúlu 1 mótið í Indlandi verður i beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 09.00 í fyrramálið.
Formúla Íþróttir Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira