Hamilton vill vinna tvö síðustu mótin 7. nóvember 2011 19:00 Lewis Hamilton, ökumaður McLaren. AP MYND: Eugene Hoshiko Lewis Hamilton hjá McLaren hefur unnið tvö Formúlu 1 mót á þessu keppnistímabili og vill ljúka því með því að vinna tvö síðustu mót ársins. Fyrra mótið er í Abu Dabí um næstu helgi, á Yas Marina-brautinni, en það síðara fer fram í Brasilíu. „Ég á nokkrar frábærar minningar frá Yas Marina. Ég ræsti fremstur af stað þar árið 2009 og hafði forystu í kappakstrinum þar til ég varð að hætta vegna vandamála í bremsukerfinu. Í fyrra varð ég í öðru sæti og náði besta tíma í einstökum hring, en ég vil umbreyta þessu í sigur," sagði Hamilton um þáttöku sína í mótinu í Abú Dabí í næstu helgi. „Ég tel að við höfum ástæðu til að vera sjálfsöruggir fyrir mótið í Abu Dabí. Þessi braut ætti að henta bíl okkar og við ættum að geta hámarkað það sem stillanlegur afturvængur færir okkur og KERS-kerfið. Hvoru tveggja er hluti af styrkleika bíls okkar." „Það kann að vera að Red Bull og Sebastian (Vettel) hafi tryggt sér báða meistaratitilanna, en ég er staðráðinn í að ljúka tímabilinu í sigurvímu. Ég hef unnið tvö mót ár þessu ári og ég hefði yndi af því að tvöfalda þann árangur í lok ársins. Það væri líka góð umbun fyrir alla hjá McLaren," sagði Hamilton. Formúla Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren hefur unnið tvö Formúlu 1 mót á þessu keppnistímabili og vill ljúka því með því að vinna tvö síðustu mót ársins. Fyrra mótið er í Abu Dabí um næstu helgi, á Yas Marina-brautinni, en það síðara fer fram í Brasilíu. „Ég á nokkrar frábærar minningar frá Yas Marina. Ég ræsti fremstur af stað þar árið 2009 og hafði forystu í kappakstrinum þar til ég varð að hætta vegna vandamála í bremsukerfinu. Í fyrra varð ég í öðru sæti og náði besta tíma í einstökum hring, en ég vil umbreyta þessu í sigur," sagði Hamilton um þáttöku sína í mótinu í Abú Dabí í næstu helgi. „Ég tel að við höfum ástæðu til að vera sjálfsöruggir fyrir mótið í Abu Dabí. Þessi braut ætti að henta bíl okkar og við ættum að geta hámarkað það sem stillanlegur afturvængur færir okkur og KERS-kerfið. Hvoru tveggja er hluti af styrkleika bíls okkar." „Það kann að vera að Red Bull og Sebastian (Vettel) hafi tryggt sér báða meistaratitilanna, en ég er staðráðinn í að ljúka tímabilinu í sigurvímu. Ég hef unnið tvö mót ár þessu ári og ég hefði yndi af því að tvöfalda þann árangur í lok ársins. Það væri líka góð umbun fyrir alla hjá McLaren," sagði Hamilton.
Formúla Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira