Bayern, Benfica og Inter komin áfram í 16 liða úrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2011 19:00 Mynd/AP Bayern München, Benfica og Inter Milan tryggðu sér í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og Ajax er komið með níu tær í útsláttarkeppnina. Ensku liðunum Manchester United og Manchester City tókst ekki að tryggja sér áfram upp úr sínum riðlunum. Bayern München tryggði sér sæti í 16 liða úrslitunum og sigur í A-riðlinum með 3-1 sigri á Villarreal. Arjen Robben og Mario Gomez komu þýska liðinu í 2-0 á fyrstu 24 mínútunum og Franck Ribery innsiglaði síðan sigurinn eftir að spænska liðið hafði minnkað muninn. Napoli er komið í góða stöðu eftir 2-1 sigur á Manchester City en liðið er nú með stigi meira en enska liðið og nægir sigur á botnliði Villarreal í lokaumferðinni til þess að komast áfram. Benifca náði 2-2 jafntefli á móti Manchester United á Old Trafford og tryggði sér með því sæti í sextán liða úrslitunum. Benfica er með jafnmörg stig og United og einu stigi meira en Basel. Benfica getur ekki endaði neðan er í 2. sæti þar sem að liðið er með betri innbyrðisstöðu á móti báðum liðum. Basel og Manchester United mætast í Sviss í hreinum úrslitaleik um hitt sætið en United nægir þar jafntefli. Inter Milan var komið áfram fyrir 1-1 jafntefli sitt á móti Trabzonspor í Tyrklandi þar sem að Lille vann 2-0 sigur á CSKA í Moskvu. Real Madrid var komið áfram en hélt áfram frábæru gengi sínu í Meistaradeildinni með því að vinna 6-2 stórsigur á Dinamo Zagreb. Real-iðið setti nýtt met í Meistaradeildinni með því að skora fjögur mörk á fyrstu 20 mínútum leiksins. Ajax náði markalausu jafntefli á móti Lyon í Frakklandi og er komið með níu tær í sextán liða úrslitin. Ajax er með þremur stigum meira en Lyon en liðin eru jöfn innbyrðis eftir tvö markalaus jafntefli. Lykilstaða Ajax er fólgin í því að hollenska liðið hefur sjö marka forskot á Lyon í markatölu úr öllum leikjum liðanna í riðlinum. Það þarf því mikið að gerast í lokaumferðinni til þess að Frakkarnir taki sætið af Kolbeini Sigþórssyni og félögum.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillNapoli - Manchester City 2-1 1-0 Edison Cavani (17.), 1-1 Mario Balotelli (33.), 2-1 Edinson Cavani (49.)Bayern München - Villarreal 3-1 1-0 Arjen Robben (3.), 2-0 Mario Gomez (24.), 2-1 Jonathan De Guzman (50.), 3-1 Franck Ribery (69.)B-riðillCSKA Moskva - Lille 0-2 0-1 Sjálfsmark (49.), 0-2 Moussa Sow (64.)Trabzonspor - Inter 1-1 0-1 Ricardo Alvarez (18.), 1-1 Halil Altintop (23.)C-riðillManchester United - Benfica 2-2 0-1 Sjálfsmark (3.), 1-1 Dimitar Berbatov (30.), 2-1 Darren Fletcher (59.), 2-2 Pablo Aimar (60.)Otelul Galati - Basel 2-3 0-1 Fabian Frei (10.), 0-2 Alexander Frei (14.), 0-3 Marco Streller (37.), 1-3 Gabriel Nicu Giurgiu (75.), 2-3 Liviu Antal (81.)D-riðillLyon - Ajax 0-0Real Madrid - Dinamo Zagreb 6-2 1-0 Karim Benzema (2.), 2-0 José Callejón (6.), 3-0 Gonzalo Higuaín (9.), 4-0 Mesut Özil (20.), 5-0 José Callejón (49.), 6-0 Karim Benzema (66.), 6-1 Beqiraj (81.), 6-2 Ivan Tomecak (90.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Bayern München, Benfica og Inter Milan tryggðu sér í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og Ajax er komið með níu tær í útsláttarkeppnina. Ensku liðunum Manchester United og Manchester City tókst ekki að tryggja sér áfram upp úr sínum riðlunum. Bayern München tryggði sér sæti í 16 liða úrslitunum og sigur í A-riðlinum með 3-1 sigri á Villarreal. Arjen Robben og Mario Gomez komu þýska liðinu í 2-0 á fyrstu 24 mínútunum og Franck Ribery innsiglaði síðan sigurinn eftir að spænska liðið hafði minnkað muninn. Napoli er komið í góða stöðu eftir 2-1 sigur á Manchester City en liðið er nú með stigi meira en enska liðið og nægir sigur á botnliði Villarreal í lokaumferðinni til þess að komast áfram. Benifca náði 2-2 jafntefli á móti Manchester United á Old Trafford og tryggði sér með því sæti í sextán liða úrslitunum. Benfica er með jafnmörg stig og United og einu stigi meira en Basel. Benfica getur ekki endaði neðan er í 2. sæti þar sem að liðið er með betri innbyrðisstöðu á móti báðum liðum. Basel og Manchester United mætast í Sviss í hreinum úrslitaleik um hitt sætið en United nægir þar jafntefli. Inter Milan var komið áfram fyrir 1-1 jafntefli sitt á móti Trabzonspor í Tyrklandi þar sem að Lille vann 2-0 sigur á CSKA í Moskvu. Real Madrid var komið áfram en hélt áfram frábæru gengi sínu í Meistaradeildinni með því að vinna 6-2 stórsigur á Dinamo Zagreb. Real-iðið setti nýtt met í Meistaradeildinni með því að skora fjögur mörk á fyrstu 20 mínútum leiksins. Ajax náði markalausu jafntefli á móti Lyon í Frakklandi og er komið með níu tær í sextán liða úrslitin. Ajax er með þremur stigum meira en Lyon en liðin eru jöfn innbyrðis eftir tvö markalaus jafntefli. Lykilstaða Ajax er fólgin í því að hollenska liðið hefur sjö marka forskot á Lyon í markatölu úr öllum leikjum liðanna í riðlinum. Það þarf því mikið að gerast í lokaumferðinni til þess að Frakkarnir taki sætið af Kolbeini Sigþórssyni og félögum.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillNapoli - Manchester City 2-1 1-0 Edison Cavani (17.), 1-1 Mario Balotelli (33.), 2-1 Edinson Cavani (49.)Bayern München - Villarreal 3-1 1-0 Arjen Robben (3.), 2-0 Mario Gomez (24.), 2-1 Jonathan De Guzman (50.), 3-1 Franck Ribery (69.)B-riðillCSKA Moskva - Lille 0-2 0-1 Sjálfsmark (49.), 0-2 Moussa Sow (64.)Trabzonspor - Inter 1-1 0-1 Ricardo Alvarez (18.), 1-1 Halil Altintop (23.)C-riðillManchester United - Benfica 2-2 0-1 Sjálfsmark (3.), 1-1 Dimitar Berbatov (30.), 2-1 Darren Fletcher (59.), 2-2 Pablo Aimar (60.)Otelul Galati - Basel 2-3 0-1 Fabian Frei (10.), 0-2 Alexander Frei (14.), 0-3 Marco Streller (37.), 1-3 Gabriel Nicu Giurgiu (75.), 2-3 Liviu Antal (81.)D-riðillLyon - Ajax 0-0Real Madrid - Dinamo Zagreb 6-2 1-0 Karim Benzema (2.), 2-0 José Callejón (6.), 3-0 Gonzalo Higuaín (9.), 4-0 Mesut Özil (20.), 5-0 José Callejón (49.), 6-0 Karim Benzema (66.), 6-1 Beqiraj (81.), 6-2 Ivan Tomecak (90.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð