„Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2025 06:47 Gianni Infantino, forseti FIFA og Donald Trump Bandaríkjaforseti saman á úrslitaleik HM félagsliða í sumar. Getty/Eva Marie Uzcategui Það er enginn vafi á því að norski íþróttafréttamaðurinn Jan Petter Saltvedt er alls ekki aðdáandi nýju friðarverðlauna FIFA. Saltvedt skrifaði pistil um þessi nýju verðlaun sem voru kynnt í vikunni og verða afhent í fyrsta sinn þegar dregið verður í riðla fyrir heimsmeistarakeppni karla. Gianni Infantino, forseti FIFA, vill ekki gefa upp hver fær nýju friðarverðlaun FIFA, en Donald Trump Bandaríkjaforseti er talinn vera langlíklegastur. „Velkomin til Andabæjar“ Saltvedt skrifar pistil sinn undir fyrirsögninni „Velkomin til Andabæjar“ og hann setur tóninn strax í byrjun: Fyrirsögnin á pistlinum á síðu NRK.NRK Sport „Nýju „friðarverðlaun“ FIFA er ekki hægt að kalla annað en hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð,“ skrifaði Saltvedt. Það er enginn vafi í hans augum að þarna er Infantino enn á ný að fara smjaðra fyrir góðvini sínum Trump, þess hins sama sem var mjög fúll með að fá ekki friðarverðlaun Nóbels í ár. Enginn vissi að þau væru til eða áformuð „Ef þú ætlar að fjárfesta sparnaðinum þínum í einhverju sem gefur þér efni á aukajólagjöfum, þá skaltu ekki veðja á hver verður fyrsti handhafi þess sem formlega heitir „FIFA Peace Prize – Football Unites the World“. Enginn vissi að þau væru til eða yfirhöfuð áformuð fyrr en hinn almáttugi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hinn brosmildi Svisslendingur Gianni Infantino, tilkynnti fréttirnar úr ræðustól á ráðstefnunni „American Business Forum“ í Miami í þessari viku,“ skrifaði Saltvedt. Hann er fljótur að nefna hver stóð við hlið Infantino þegar hann opinberaði nýju verðlaunin. Tilkynnt við hlið Bandaríkjaforseta Í sama ræðustól og Bandaríkjaforseti hafði nýlokið við að tala, ekki af tilviljun. Líkurnar á því að nafnið sem hinn brosandi forseti FIFA, Gianni Infantino, les upp í Washington þann 5. desember verði Donald John Trump eru nefnilega svo litlar að þær skila í besta falli peningunum til baka,“ skrifaði Saltvedt. „Gianni forseti FIFA er um þessar mundir opinberlega besti vinur Donalds forseta Bandaríkjanna. Það hefur verið augljóst síðan Infantino var óvænt nefndur í innsetningarræðu Trumps sem forseta í janúar. Síðan þá hafa þeir hist oft,“ skrifaði Saltvedt. Gerir grin að Trump Hann gerir síðan grín að því þegar Donald Trump afhenti Chelsea heimsbikar félagsliða í Los Angeles í sumar. „Trump neitaði að fara af sviðinu, þrátt fyrir sífellt örvæntingarfyllri áminningar frá vini sínum Gianni. Bandaríkjaforseti stóð kyrr í miðju konfettíinu og fagnaðarlátunum frammi fyrir augljóslega uppgefnum leikmönnum Chelsea – og endaði með því að gefa heiminum góðan skammt af gamanleik,“ skrifaði Saltvedt eins og má sjá hér. FIFA Donald Trump Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Saltvedt skrifaði pistil um þessi nýju verðlaun sem voru kynnt í vikunni og verða afhent í fyrsta sinn þegar dregið verður í riðla fyrir heimsmeistarakeppni karla. Gianni Infantino, forseti FIFA, vill ekki gefa upp hver fær nýju friðarverðlaun FIFA, en Donald Trump Bandaríkjaforseti er talinn vera langlíklegastur. „Velkomin til Andabæjar“ Saltvedt skrifar pistil sinn undir fyrirsögninni „Velkomin til Andabæjar“ og hann setur tóninn strax í byrjun: Fyrirsögnin á pistlinum á síðu NRK.NRK Sport „Nýju „friðarverðlaun“ FIFA er ekki hægt að kalla annað en hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð,“ skrifaði Saltvedt. Það er enginn vafi í hans augum að þarna er Infantino enn á ný að fara smjaðra fyrir góðvini sínum Trump, þess hins sama sem var mjög fúll með að fá ekki friðarverðlaun Nóbels í ár. Enginn vissi að þau væru til eða áformuð „Ef þú ætlar að fjárfesta sparnaðinum þínum í einhverju sem gefur þér efni á aukajólagjöfum, þá skaltu ekki veðja á hver verður fyrsti handhafi þess sem formlega heitir „FIFA Peace Prize – Football Unites the World“. Enginn vissi að þau væru til eða yfirhöfuð áformuð fyrr en hinn almáttugi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hinn brosmildi Svisslendingur Gianni Infantino, tilkynnti fréttirnar úr ræðustól á ráðstefnunni „American Business Forum“ í Miami í þessari viku,“ skrifaði Saltvedt. Hann er fljótur að nefna hver stóð við hlið Infantino þegar hann opinberaði nýju verðlaunin. Tilkynnt við hlið Bandaríkjaforseta Í sama ræðustól og Bandaríkjaforseti hafði nýlokið við að tala, ekki af tilviljun. Líkurnar á því að nafnið sem hinn brosandi forseti FIFA, Gianni Infantino, les upp í Washington þann 5. desember verði Donald John Trump eru nefnilega svo litlar að þær skila í besta falli peningunum til baka,“ skrifaði Saltvedt. „Gianni forseti FIFA er um þessar mundir opinberlega besti vinur Donalds forseta Bandaríkjanna. Það hefur verið augljóst síðan Infantino var óvænt nefndur í innsetningarræðu Trumps sem forseta í janúar. Síðan þá hafa þeir hist oft,“ skrifaði Saltvedt. Gerir grin að Trump Hann gerir síðan grín að því þegar Donald Trump afhenti Chelsea heimsbikar félagsliða í Los Angeles í sumar. „Trump neitaði að fara af sviðinu, þrátt fyrir sífellt örvæntingarfyllri áminningar frá vini sínum Gianni. Bandaríkjaforseti stóð kyrr í miðju konfettíinu og fagnaðarlátunum frammi fyrir augljóslega uppgefnum leikmönnum Chelsea – og endaði með því að gefa heiminum góðan skammt af gamanleik,“ skrifaði Saltvedt eins og má sjá hér.
FIFA Donald Trump Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira