Chelsea stóðst pressuna og vann Valencia | Mörk kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2011 19:00 Chelsea tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og sigur í sínum riðli með 3-0 sigri á spænska liðinu Valenicia á Brúnni í kvöld. Marseille og Zenit St Petersburg komust líka áfram í sextán liða úrslitin í kvöld. Didier Drogba var maður leiksins í kvöld en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Chelsea-menn stóðust pressuna og unnu frábæran sigur ekki síst þökk sé Didier Drogba sem gerði út um leikinn með tveimur mörkum og einni stoðsendingu. Chelsea fékk draumabyrjun á 3. mínútu þegar Didier Drogba snéri af sér varnarmenn Valenica eftir sendingu frá Juan Manuel Mata og kom Chelsea í 1-0. Drogba átti líka þátt í öðru markinu en Ramires fékk þó mestu hjálpina frá varnarmanni Valencia sem sofnaði á verðinum og hleypti Ramires framhjá sér. Brasilíumaðurinn nýtt sér það kom Chelsea í 2-0 á 21. mínútu. Didier Drogba skoraði síðan þriðja markið á 77. mínútu eftir að hafa sloppið einn í gegn eftir sendingu frá Juan Manuel Mata. Bayer Leverkusen náði aðeins jafntefli á móti Genk og því fór Chelsea ekki bara áfram með þessum sigri heldur tryggði sér líka sigur í riðlinum. Gríska liðið Olympiakos virtist vera að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum með því að vinna 3-1 sigur á Arsenal en Marseille skoraði tvö mörk í lokin á móti Dortmund og tryggði sér sæti í sextán liða úrslitunum með dramatískum hætti. Arsenal var búið að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Zenit St Petersburg tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með því að ná markalausu jafntefli á útivelli á móti Porto. Porto sat því eftir og fer í Evrópudeildina. Varalið Barceolona vann 4-0 sigur á BATE en Barcelona var búið að vinna riðilinn og AC Milan var öruggt með annað sætið. AC Milan missti niður 2-0 forystu og gerði 2-2 jafntefli við Viktoria Plzen í Tékklandi.Úrslit kvöldsins:E-riðill:19.45 Chelsea - Valencia 3-0 1-0 Didier Drogba (3.) , 2-0 Ramires (21.), 3-0 Didier Drogba (77.)19.45 Genk - Leverkusen 1-1 1-0 Jelle Vossen (30.), 1-1 Eren Derdiyok (79.)F-riðill:19.45 Olympiakos - Arsenal 3-1 1-0 Rafik Djebbour (16.), 2-0 David Fuster (36.) 2-1 Yossi Benayoun (57.), 3-1 François Modesto (89.)19.45 Dortmund - Marseille 2-3 1-0 Kuba (23.), 2-0 Mats Hummels (32.), 2-1 Loïc Remy (45.), 2-2 André Ayew (85.), 2-3 Matthieu Valbuena (89.)G-riðill:19.45 Porto - Zenit St. Pétursborg 0-019.45 Apoel Nicosia - Shakhtar Donetsk 0-2 0-1 Luiz Adriano (62.), 0-2 Evgen Seleznev (78.)H-riðill:19.45 Barcelona - BATE Borisov 4-0 1-0 Sergi Roberto (35.), 2-0 Martín Montoya (60.), 3-0 Pedro Rodriguez (63.), 4-0 Pedro Rodriguez (88.)19.45 Viktoria Plzen - AC Milan 2-2 0-1 Alexandre Pato (47.), 0-2 Robinho (49.), 1-2 David Bystron (88.), 2-2 Michal Duris (90.+2). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Chelsea tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og sigur í sínum riðli með 3-0 sigri á spænska liðinu Valenicia á Brúnni í kvöld. Marseille og Zenit St Petersburg komust líka áfram í sextán liða úrslitin í kvöld. Didier Drogba var maður leiksins í kvöld en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Chelsea-menn stóðust pressuna og unnu frábæran sigur ekki síst þökk sé Didier Drogba sem gerði út um leikinn með tveimur mörkum og einni stoðsendingu. Chelsea fékk draumabyrjun á 3. mínútu þegar Didier Drogba snéri af sér varnarmenn Valenica eftir sendingu frá Juan Manuel Mata og kom Chelsea í 1-0. Drogba átti líka þátt í öðru markinu en Ramires fékk þó mestu hjálpina frá varnarmanni Valencia sem sofnaði á verðinum og hleypti Ramires framhjá sér. Brasilíumaðurinn nýtt sér það kom Chelsea í 2-0 á 21. mínútu. Didier Drogba skoraði síðan þriðja markið á 77. mínútu eftir að hafa sloppið einn í gegn eftir sendingu frá Juan Manuel Mata. Bayer Leverkusen náði aðeins jafntefli á móti Genk og því fór Chelsea ekki bara áfram með þessum sigri heldur tryggði sér líka sigur í riðlinum. Gríska liðið Olympiakos virtist vera að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitum með því að vinna 3-1 sigur á Arsenal en Marseille skoraði tvö mörk í lokin á móti Dortmund og tryggði sér sæti í sextán liða úrslitunum með dramatískum hætti. Arsenal var búið að tryggja sér sigurinn í riðlinum. Zenit St Petersburg tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum með því að ná markalausu jafntefli á útivelli á móti Porto. Porto sat því eftir og fer í Evrópudeildina. Varalið Barceolona vann 4-0 sigur á BATE en Barcelona var búið að vinna riðilinn og AC Milan var öruggt með annað sætið. AC Milan missti niður 2-0 forystu og gerði 2-2 jafntefli við Viktoria Plzen í Tékklandi.Úrslit kvöldsins:E-riðill:19.45 Chelsea - Valencia 3-0 1-0 Didier Drogba (3.) , 2-0 Ramires (21.), 3-0 Didier Drogba (77.)19.45 Genk - Leverkusen 1-1 1-0 Jelle Vossen (30.), 1-1 Eren Derdiyok (79.)F-riðill:19.45 Olympiakos - Arsenal 3-1 1-0 Rafik Djebbour (16.), 2-0 David Fuster (36.) 2-1 Yossi Benayoun (57.), 3-1 François Modesto (89.)19.45 Dortmund - Marseille 2-3 1-0 Kuba (23.), 2-0 Mats Hummels (32.), 2-1 Loïc Remy (45.), 2-2 André Ayew (85.), 2-3 Matthieu Valbuena (89.)G-riðill:19.45 Porto - Zenit St. Pétursborg 0-019.45 Apoel Nicosia - Shakhtar Donetsk 0-2 0-1 Luiz Adriano (62.), 0-2 Evgen Seleznev (78.)H-riðill:19.45 Barcelona - BATE Borisov 4-0 1-0 Sergi Roberto (35.), 2-0 Martín Montoya (60.), 3-0 Pedro Rodriguez (63.), 4-0 Pedro Rodriguez (88.)19.45 Viktoria Plzen - AC Milan 2-2 0-1 Alexandre Pato (47.), 0-2 Robinho (49.), 1-2 David Bystron (88.), 2-2 Michal Duris (90.+2).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira