Breyttu nafninu án samráðs við eigandann Hans Steinar Bjarnason skrifar 2. desember 2011 09:45 Haukar hafa beðið Hafnarfjarðarbæ afsökunar á að hafa breytt nafninu á íþróttahúsinu á Ásvöllum án samráðs við bæinn sem á húsið. Haukar hafa gert 2 ára auglýsingasamning við þýska flutningafyritækið DB Schenker. Íþróttahúsið á Ávöllum ber nú nafnið Schenker höllin og fótboltavöllurinn heitir nú Schenkervöllurinn. Íþróttahúsið er í 100 prósenta eigu Hafnarfjarðarbæjar og hafa stórar merkingar verið setttar upp án samráðs við bæinn. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hauka, hefur í erindi til bæjarstjóra beðist afsökunar á hafa ekki beðið formlega um samþykki bæjaryfirvalda. Magnús vildi ekki upplýsa Stöð 2 um hvað Haukar fá fyrir samninginn en segir hann nauðsynlegan þar sem Haukar eins og fleiri íþróttafélög rói lífróður til að halda starfsemi sinni gangandi. Haukar eru ekki eina félagið sem hafa selt nafnið á heimavelli sínum. Handbolta- og körfuboltalið Vals leika heimaleiki sína til að mynda í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda og KR ingar í körfuboltanum í DHL-höllinni í Frostaskjóli. Hjá bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði fengust þær upplýsingar að sviðsstjóra umhverfis og framkvæmdaráðst hafi verið falið að ræða við forsvarsmenn Hauka um málið, eðlilegt sé að formleg beiðni berist frá Haukum svo bæjarstjórn geti tekið afstöðu til málsins. Ekki sé þó útlit fyrir að nafnabreytingin verði gerð ógild. Íþróttir Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sjá meira
Haukar hafa beðið Hafnarfjarðarbæ afsökunar á að hafa breytt nafninu á íþróttahúsinu á Ásvöllum án samráðs við bæinn sem á húsið. Haukar hafa gert 2 ára auglýsingasamning við þýska flutningafyritækið DB Schenker. Íþróttahúsið á Ávöllum ber nú nafnið Schenker höllin og fótboltavöllurinn heitir nú Schenkervöllurinn. Íþróttahúsið er í 100 prósenta eigu Hafnarfjarðarbæjar og hafa stórar merkingar verið setttar upp án samráðs við bæinn. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Hauka, hefur í erindi til bæjarstjóra beðist afsökunar á hafa ekki beðið formlega um samþykki bæjaryfirvalda. Magnús vildi ekki upplýsa Stöð 2 um hvað Haukar fá fyrir samninginn en segir hann nauðsynlegan þar sem Haukar eins og fleiri íþróttafélög rói lífróður til að halda starfsemi sinni gangandi. Haukar eru ekki eina félagið sem hafa selt nafnið á heimavelli sínum. Handbolta- og körfuboltalið Vals leika heimaleiki sína til að mynda í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda og KR ingar í körfuboltanum í DHL-höllinni í Frostaskjóli. Hjá bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði fengust þær upplýsingar að sviðsstjóra umhverfis og framkvæmdaráðst hafi verið falið að ræða við forsvarsmenn Hauka um málið, eðlilegt sé að formleg beiðni berist frá Haukum svo bæjarstjórn geti tekið afstöðu til málsins. Ekki sé þó útlit fyrir að nafnabreytingin verði gerð ógild.
Íþróttir Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sjá meira