Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Grótta 29-17 Stefán Hirst í DB Schenkerhöllinni skrifar 1. desember 2011 14:42 Haukar héldu toppsæti sínu í N1-deildinni með auðveldum tólf marka sigri á slöku liði Gróttu í kvöld. Leikurinn fór hægt af stað og var nokkuð jafnræði með liðunum á upphafsmínútunum. Yfirburðir Hauka komu þó fljótt í ljós og voru þeir með þægilega sjö marka forystu eftir fyrri hálfleikinn sem einkenndist af varnarleik. Síðari hálfleikurinn var eign Hauka og áttu Gróttumenn engin svör við leik þeirra, hvorki í vörn né sókn. Hjá Haukum stóð Gylfi Gylfason upp úr í sóknarleiknum en hann skoraði ellefu mörk í leiknum. Haukar spiluðu einnig sterka vörn í leiknum og áttu Gróttumenn í stökustu vandræðum gegn henni. Landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi, Birkir Ívar Guðmundsson var einnig mjög öflugur í markinu en hann varði tuttugu bolta í leiknum. Ljósu punktarnir hjá Gróttu voru fáir en liðið spilaði þó ágætis vörn á köflum ásamt því að markvarslan var ágæt. Sóknarleikur liðsins var þó í molum og væri best hægt að lýsa honum sem tilviljanakenndum. Grótta mætir Aftureldingu í næstu umferð í leik sem þeir verða að vinna ef þeir ætla sér að halda sæti sínu í deildinni.Héldum haus allan leikinn Aron Kristjánsson þjálfari Hauka var að vonum ánægður með sigurinn í kvöld sem reyndist á endanum auðveldur ,,Við þurftum að halda einbeitingu í kvöld og gerðum það. Birkir Ívar var góður í markinu og vörnin hélt vel. Maður þarf alltaf að varast vanmat gegn þessum liðum sem eiga að teljast slakari en við héldum haus í kvöld og kláruðum þetta með einbeitingu.” sagði Aron. Aron var einnig ánægður með gengi sinna manna að undanförnu og sagði hann liðið taka einn leik fyrir í einu ,,Við erum búnir að vera að spila nokkuð vel að undanförnu og erum búnir að vinna nokkra mikilvæga leiki sem er gott fyrir framhaldið. Við reynum þó að taka einn leik fyrir í einu og sjáum svo hvert það skilar okkur.” sagði Aron að lokum. Hræðilegur sóknarleikur í kvöld Guðfinnur Kristmannsson, þjálfari Gróttu var svekktur í leikslok en kallaði þó eftir þolinmæði. ,,Við áttum aldrei séns í kvöld og vorum alltof langt frá þeim í leiknum. Hræðilegur sóknarleikur okkar gerir það að verkum að við erum ekki með í þessum leik. Ég var þó nokkuð ánægður með vörnina, sérstaklega í fyrri hálfleik enda erum við búnir að vera að fara vel í hana í vikunni” sagði Guðfinnur. Guðfinnur kallaði eftir þolinmæði og sagði að Gróttu liðið væri að mótast ,,Við þurftum að búa til breidd fyrir tímabilið sem var ekki til staðar og það tekur allt tíma. Við erum að leyfa ungum uppöldum leikmönnum að spila sem er jákvætt.” sagði Guðfinnur að lokum.Auðveldur sigur í kvöld Gylfi Gylfason, leikmaður Hauka átti mjög góðan leik í kvöld og var ánægður með leik liðsins ,,Þetta var nokkuð létt í kvöld. Maður verður að halda haus gegn svona liðum og við gerðum það í dag. Það komst ekkert vanmat að hjá okkur í kvöld og við kláruðum þetta eins og menn” sagði Gylfi. Gylfi var virkilega öruggur í skotum sínum í leiknum og skoraði hann ellefu mörk. "Sóknarleikurinn var góður og liðið var að opna vel fyrir mig. Þetta var fínt í kvöld.” sagði Gylfi að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Sjá meira
Haukar héldu toppsæti sínu í N1-deildinni með auðveldum tólf marka sigri á slöku liði Gróttu í kvöld. Leikurinn fór hægt af stað og var nokkuð jafnræði með liðunum á upphafsmínútunum. Yfirburðir Hauka komu þó fljótt í ljós og voru þeir með þægilega sjö marka forystu eftir fyrri hálfleikinn sem einkenndist af varnarleik. Síðari hálfleikurinn var eign Hauka og áttu Gróttumenn engin svör við leik þeirra, hvorki í vörn né sókn. Hjá Haukum stóð Gylfi Gylfason upp úr í sóknarleiknum en hann skoraði ellefu mörk í leiknum. Haukar spiluðu einnig sterka vörn í leiknum og áttu Gróttumenn í stökustu vandræðum gegn henni. Landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi, Birkir Ívar Guðmundsson var einnig mjög öflugur í markinu en hann varði tuttugu bolta í leiknum. Ljósu punktarnir hjá Gróttu voru fáir en liðið spilaði þó ágætis vörn á köflum ásamt því að markvarslan var ágæt. Sóknarleikur liðsins var þó í molum og væri best hægt að lýsa honum sem tilviljanakenndum. Grótta mætir Aftureldingu í næstu umferð í leik sem þeir verða að vinna ef þeir ætla sér að halda sæti sínu í deildinni.Héldum haus allan leikinn Aron Kristjánsson þjálfari Hauka var að vonum ánægður með sigurinn í kvöld sem reyndist á endanum auðveldur ,,Við þurftum að halda einbeitingu í kvöld og gerðum það. Birkir Ívar var góður í markinu og vörnin hélt vel. Maður þarf alltaf að varast vanmat gegn þessum liðum sem eiga að teljast slakari en við héldum haus í kvöld og kláruðum þetta með einbeitingu.” sagði Aron. Aron var einnig ánægður með gengi sinna manna að undanförnu og sagði hann liðið taka einn leik fyrir í einu ,,Við erum búnir að vera að spila nokkuð vel að undanförnu og erum búnir að vinna nokkra mikilvæga leiki sem er gott fyrir framhaldið. Við reynum þó að taka einn leik fyrir í einu og sjáum svo hvert það skilar okkur.” sagði Aron að lokum. Hræðilegur sóknarleikur í kvöld Guðfinnur Kristmannsson, þjálfari Gróttu var svekktur í leikslok en kallaði þó eftir þolinmæði. ,,Við áttum aldrei séns í kvöld og vorum alltof langt frá þeim í leiknum. Hræðilegur sóknarleikur okkar gerir það að verkum að við erum ekki með í þessum leik. Ég var þó nokkuð ánægður með vörnina, sérstaklega í fyrri hálfleik enda erum við búnir að vera að fara vel í hana í vikunni” sagði Guðfinnur. Guðfinnur kallaði eftir þolinmæði og sagði að Gróttu liðið væri að mótast ,,Við þurftum að búa til breidd fyrir tímabilið sem var ekki til staðar og það tekur allt tíma. Við erum að leyfa ungum uppöldum leikmönnum að spila sem er jákvætt.” sagði Guðfinnur að lokum.Auðveldur sigur í kvöld Gylfi Gylfason, leikmaður Hauka átti mjög góðan leik í kvöld og var ánægður með leik liðsins ,,Þetta var nokkuð létt í kvöld. Maður verður að halda haus gegn svona liðum og við gerðum það í dag. Það komst ekkert vanmat að hjá okkur í kvöld og við kláruðum þetta eins og menn” sagði Gylfi. Gylfi var virkilega öruggur í skotum sínum í leiknum og skoraði hann ellefu mörk. "Sóknarleikurinn var góður og liðið var að opna vel fyrir mig. Þetta var fínt í kvöld.” sagði Gylfi að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti