Kubica margbrotinn á hönd, handlegg og fæti eftir óhapp 6. febrúar 2011 14:24 Robert Kubica og Vitaly Petrov á frumsýningu Lotus Renault. Mynd: Getty Images Pólverjinn Robert Kubica brotnaði á hönd og fæti í óhappi í rallkeppni á Ítalíu í morgun og tilkynningu frá Lotus Renault, sem hann keppir með í Formúlu 1, segir að hann sé margbrotin á hægri hönd, handlegg og fæti. Þar með er ljóst að Kubica keppir ekki í fyrsta Formúlu 1 móti ársins sem er í Barein 13. mars. Líklegt þykir að Bruno Senna taki sæti hans hjá Lotus Renault, en hann er annar varökumanna liðsins og frá Brasilíu. Fréttamannafundur verður um mál Kubica síðar í dag fyrir utan spítalann þar sem hann er í aðgerð vegna meiðsla sinna. Kubica ók sérútbúnum Skoda Fabia rallbíl í Ronde di Andora á Ítalíu með leyfi frá Formúlu 1 liði sínu. Hann hefur sprett úr spori í rallakstri áður, en þess má geta á að fyrstu árum á ferli sínum bjó hann á Ítalíu og keppti í kappakstri. "Rally keppnir fara oftast fram á almennum vegum, þar sem almenn umferð er allra jafna, en lokað fyrir hana þegar keppni fer fram. Þegar alvarleg slys verða í rally, er það oftar en ekki hlutir í umhverfinu sem hafa þar mikið að segja, eins og í öðrum umferðarslysum", sagði Ólafur Guðmundsson m.a. í umfjöllun á kappakstur.is um málið. "Það virðist vera tilfellið í slysi Robert Kubica í morgun, nokkuð sem menn óttast mjög hvað varðar endafrágang vegriða í almennri umferð, þar á meðal hér á landi. Eftir að hafa skoðað myndir af flaki bílisins á slys stað má ráða að hann hafi lennt á vegriði, sem annað hvort er með röngum enda, eða þá að vegriðið hefur gefið sig og endi eins hluta þess stungist inn í bílinn." Sjá myndband af vettvangi Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Pólverjinn Robert Kubica brotnaði á hönd og fæti í óhappi í rallkeppni á Ítalíu í morgun og tilkynningu frá Lotus Renault, sem hann keppir með í Formúlu 1, segir að hann sé margbrotin á hægri hönd, handlegg og fæti. Þar með er ljóst að Kubica keppir ekki í fyrsta Formúlu 1 móti ársins sem er í Barein 13. mars. Líklegt þykir að Bruno Senna taki sæti hans hjá Lotus Renault, en hann er annar varökumanna liðsins og frá Brasilíu. Fréttamannafundur verður um mál Kubica síðar í dag fyrir utan spítalann þar sem hann er í aðgerð vegna meiðsla sinna. Kubica ók sérútbúnum Skoda Fabia rallbíl í Ronde di Andora á Ítalíu með leyfi frá Formúlu 1 liði sínu. Hann hefur sprett úr spori í rallakstri áður, en þess má geta á að fyrstu árum á ferli sínum bjó hann á Ítalíu og keppti í kappakstri. "Rally keppnir fara oftast fram á almennum vegum, þar sem almenn umferð er allra jafna, en lokað fyrir hana þegar keppni fer fram. Þegar alvarleg slys verða í rally, er það oftar en ekki hlutir í umhverfinu sem hafa þar mikið að segja, eins og í öðrum umferðarslysum", sagði Ólafur Guðmundsson m.a. í umfjöllun á kappakstur.is um málið. "Það virðist vera tilfellið í slysi Robert Kubica í morgun, nokkuð sem menn óttast mjög hvað varðar endafrágang vegriða í almennri umferð, þar á meðal hér á landi. Eftir að hafa skoðað myndir af flaki bílisins á slys stað má ráða að hann hafi lennt á vegriði, sem annað hvort er með röngum enda, eða þá að vegriðið hefur gefið sig og endi eins hluta þess stungist inn í bílinn." Sjá myndband af vettvangi
Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira