Umfjöllun: Sveinbjörn tryggði Akureyri sigur Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 17. febrúar 2011 19:47 Akureyringar eru enn efstir í deildinni. Fréttablaðið Mögnuð markvarsla frá Sveinbirni Péturssyni tryggði Akureyri ótrúlegan eins marks sigur á FH í N1-deild karla í kvöld. Hann varði úr dauðafæri frá Ólafi Guðmundssyni á lokasekúndunni og sá til þess að Akureyri vann eins marks sigur, 25-24. Akureyringar hefðu getað leitt með meira en fjórum mörkum í hálfleik. Þeir spiluðu frábæra vörn og Sveinbjörn varði þrettán skot í fyrri hálfleik. Liðið fór nokkrum sinnum mjög illa með boltann í sókninni. Vörnin var aftur á móti aðalsmerki liðsins eins og svo oft áður. Guðlaugur Arnarsson fór þar fremstur í flokki, ásamt Heimi, sem var töluvert betri í vörn en sókn í fyrri hálfleiknum. Á meðan vantaði allt hugmyndaflug í sókn FH og flæðið var lítið sem ekkert. Akureyri var 10-5 yfir eftir 20 mínútur og leiddi svo 13-9 í hálfleik. Akureyringar virtust ætla að keyra yfir FH í upphafi seinni hálfleiks og náðu sex marka forskoti, 16-10. En FH gafst ekki upp og minnkaði muninn meðal annars í þrjú mörk, 19-16. Þá var síðari hálfleikur hálfnaður. FH minnkaði muninn niður í eitt mark þegar fimm mínútur lifðu leiks. Kæruleysi Akureyringa var algjört og sóknin þeirra hrundi. Að sama skapi datt vörnin líka niðurog þrátt fyrir fína innkomu Stefáns Guðnasonar skoraði FH grimmt. Liðin skiptust á að skora en Akureyri var alltaf á undan. Þegar tvær mínútur lifðu leiks var Akureyri tveimur mörkum yfir, tapaði boltanum og FH skoraði. Ein og half mínúta eftir og Akureyri í sókn, einu marki yfir. Pálmar varði eftir langa sókn, hálf mínúta eftir og FH með boltann, marki undir. Ólafur Guðmundsson spólaði sig í gegn en Sveinbjörn varði hreint fáránlega og tryggði Akureyri magnaðan eins marks sigur. Lokatölur 25-24. Sveinbjörn er hetjan í dag en karakter Akureyringa var aðalsmerki liðsins. FH var aftur á móti lengi í gang og hlýtur þetta að vera áhyggjuefni fyrir Kristján Arason þjálfara. Liðið spilaði af eðlilegri getur í um 20 mínútur, ekki meira en það.Akureyri - FH 25-24 (13-9)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 9/3 (16), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (12), Oddur Gretarsson 4 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (6), Daníel Einarsson 2 (4), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Bergvin Gíslason 1 (2), Heimir Örn Árnason 1 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20 (37) 54%, Stefán U. Guðnason 4 (10) 40%.Hraðaupphlaup: 7 (Oddur 3, Guðmundur 2, Guðlaugur, Bjarni).Fiskuð víti: 3 (Oddur, Daníel, Guðmundur).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 7/4 (9), Ólafur Guðmundsson 5 (15), Örn Ingi Bjarkason 4 (14), Baldvin Þorsteinsson 3 (4), Atli Steinþórsson 2 (5), Ólafur Gústafsson 2 (8), Ari Þorgeirsson 1 (2).Varin skot: Pálmar Pétursson 16 (40) 40%, Daníel Andrésson 0 (1) %. Hraðaupphlaup: 3 (Ólafur Guðmundsson 3)Fiskuð víti: 4 (Baldvin, Örn, Atli, Ásbjörn).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Sæmilegir. Olís-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Sjá meira
Mögnuð markvarsla frá Sveinbirni Péturssyni tryggði Akureyri ótrúlegan eins marks sigur á FH í N1-deild karla í kvöld. Hann varði úr dauðafæri frá Ólafi Guðmundssyni á lokasekúndunni og sá til þess að Akureyri vann eins marks sigur, 25-24. Akureyringar hefðu getað leitt með meira en fjórum mörkum í hálfleik. Þeir spiluðu frábæra vörn og Sveinbjörn varði þrettán skot í fyrri hálfleik. Liðið fór nokkrum sinnum mjög illa með boltann í sókninni. Vörnin var aftur á móti aðalsmerki liðsins eins og svo oft áður. Guðlaugur Arnarsson fór þar fremstur í flokki, ásamt Heimi, sem var töluvert betri í vörn en sókn í fyrri hálfleiknum. Á meðan vantaði allt hugmyndaflug í sókn FH og flæðið var lítið sem ekkert. Akureyri var 10-5 yfir eftir 20 mínútur og leiddi svo 13-9 í hálfleik. Akureyringar virtust ætla að keyra yfir FH í upphafi seinni hálfleiks og náðu sex marka forskoti, 16-10. En FH gafst ekki upp og minnkaði muninn meðal annars í þrjú mörk, 19-16. Þá var síðari hálfleikur hálfnaður. FH minnkaði muninn niður í eitt mark þegar fimm mínútur lifðu leiks. Kæruleysi Akureyringa var algjört og sóknin þeirra hrundi. Að sama skapi datt vörnin líka niðurog þrátt fyrir fína innkomu Stefáns Guðnasonar skoraði FH grimmt. Liðin skiptust á að skora en Akureyri var alltaf á undan. Þegar tvær mínútur lifðu leiks var Akureyri tveimur mörkum yfir, tapaði boltanum og FH skoraði. Ein og half mínúta eftir og Akureyri í sókn, einu marki yfir. Pálmar varði eftir langa sókn, hálf mínúta eftir og FH með boltann, marki undir. Ólafur Guðmundsson spólaði sig í gegn en Sveinbjörn varði hreint fáránlega og tryggði Akureyri magnaðan eins marks sigur. Lokatölur 25-24. Sveinbjörn er hetjan í dag en karakter Akureyringa var aðalsmerki liðsins. FH var aftur á móti lengi í gang og hlýtur þetta að vera áhyggjuefni fyrir Kristján Arason þjálfara. Liðið spilaði af eðlilegri getur í um 20 mínútur, ekki meira en það.Akureyri - FH 25-24 (13-9)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 9/3 (16), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (12), Oddur Gretarsson 4 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (6), Daníel Einarsson 2 (4), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Bergvin Gíslason 1 (2), Heimir Örn Árnason 1 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 20 (37) 54%, Stefán U. Guðnason 4 (10) 40%.Hraðaupphlaup: 7 (Oddur 3, Guðmundur 2, Guðlaugur, Bjarni).Fiskuð víti: 3 (Oddur, Daníel, Guðmundur).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk FH (skot): Ásbjörn Friðriksson 7/4 (9), Ólafur Guðmundsson 5 (15), Örn Ingi Bjarkason 4 (14), Baldvin Þorsteinsson 3 (4), Atli Steinþórsson 2 (5), Ólafur Gústafsson 2 (8), Ari Þorgeirsson 1 (2).Varin skot: Pálmar Pétursson 16 (40) 40%, Daníel Andrésson 0 (1) %. Hraðaupphlaup: 3 (Ólafur Guðmundsson 3)Fiskuð víti: 4 (Baldvin, Örn, Atli, Ásbjörn).Utan vallar: 10 mínútur.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Sæmilegir.
Olís-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti NBA stjarna borin út Körfubolti Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti