Björgvin: Mæti tvíefldur til leiks Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. janúar 2011 11:15 Björgvin Páll Gústavsson ætlar að mæta tvíefldur til leiks með landsliðinu eftir að hann náði sér ekki á strik í leikjum Íslands í undankeppni EM 2012 í haust. Landsliðið kom saman til æfinga á mánudaginn og hóf þá undirbúning sinn fyrir HM í Svíþjóð sem hefst í næstu viku. Liðið mætir fyrst Þýskalandi í tveimur æfingaleikjum um helgina. „Hér líður manni best og það er gott að koma sér aftur í gírinn með landsliðinu," sagði Björgvin Páll í samtali við Vísi. „Undirbúningstíminn fyrir mótið er stuttur og við verðum allir að vera á tánum." Björgvin hitti á tvo slæma leiki þegar að Ísland vann nauman sigur á Lettum og tapaði svo fyrir Austurríki í undankeppni EM í haust. „Það lenda allir í því að eiga slæma leiki og það var leiðinlegt að það gerðist hjá mér í þessum tveimur landsleikjum. En ég er búinn að æfa enn betur fyrir vikið og tók mig í smá naflaskoðun. Ég ætla að mæta tvíefldur til leiks og þessi mistök hafa bara gert mig sterkari fyrir vikið." „Mér hefur gengið vel með mínu félagsliði á tímabilinu og sjálfstraustið er því í góðu lagi hjá mér." Hann leikur með Kadetten Schaffhausen í Sviss en liðið er á toppi deildarinnar þar í landi og á góðan möguleika á því að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Hann hefur þó samið við þýska úrvalsdeildarfélagið Magdeburg og spilar með því frá og með næstu leiktíð. „Það er gott að ég sé með framtíðarplan en ég mun þó fyrst og fremst einbeita mér að því að spila með landsliðinu í Svíþjóð og standa mig vel þar." Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar, er nú í æfingahópi íslenska liðsins en hann stóð sig vel í fjarveru þeirra Björgvins og Hreiðars Guðmundssonar sem gátu ekki spilað með Íslandi á heimsbikarmótinu í Svíþjóð í síðasta mánuði. „Mér líst vel á hann. Þetta er flottur strákur sem á fullt erindi í þetta lið. Hann er ungur og getur enn lagað nokkur atriði hjá sér. Þá verður hann enn betri." Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson ætlar að mæta tvíefldur til leiks með landsliðinu eftir að hann náði sér ekki á strik í leikjum Íslands í undankeppni EM 2012 í haust. Landsliðið kom saman til æfinga á mánudaginn og hóf þá undirbúning sinn fyrir HM í Svíþjóð sem hefst í næstu viku. Liðið mætir fyrst Þýskalandi í tveimur æfingaleikjum um helgina. „Hér líður manni best og það er gott að koma sér aftur í gírinn með landsliðinu," sagði Björgvin Páll í samtali við Vísi. „Undirbúningstíminn fyrir mótið er stuttur og við verðum allir að vera á tánum." Björgvin hitti á tvo slæma leiki þegar að Ísland vann nauman sigur á Lettum og tapaði svo fyrir Austurríki í undankeppni EM í haust. „Það lenda allir í því að eiga slæma leiki og það var leiðinlegt að það gerðist hjá mér í þessum tveimur landsleikjum. En ég er búinn að æfa enn betur fyrir vikið og tók mig í smá naflaskoðun. Ég ætla að mæta tvíefldur til leiks og þessi mistök hafa bara gert mig sterkari fyrir vikið." „Mér hefur gengið vel með mínu félagsliði á tímabilinu og sjálfstraustið er því í góðu lagi hjá mér." Hann leikur með Kadetten Schaffhausen í Sviss en liðið er á toppi deildarinnar þar í landi og á góðan möguleika á því að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Hann hefur þó samið við þýska úrvalsdeildarfélagið Magdeburg og spilar með því frá og með næstu leiktíð. „Það er gott að ég sé með framtíðarplan en ég mun þó fyrst og fremst einbeita mér að því að spila með landsliðinu í Svíþjóð og standa mig vel þar." Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar, er nú í æfingahópi íslenska liðsins en hann stóð sig vel í fjarveru þeirra Björgvins og Hreiðars Guðmundssonar sem gátu ekki spilað með Íslandi á heimsbikarmótinu í Svíþjóð í síðasta mánuði. „Mér líst vel á hann. Þetta er flottur strákur sem á fullt erindi í þetta lið. Hann er ungur og getur enn lagað nokkur atriði hjá sér. Þá verður hann enn betri."
Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Sjá meira