Gjaldþol útgerðar Þórólfur Matthíasson skrifar 8. febrúar 2011 06:00 Hagstofa Íslands vinnur árlega yfirlit yfir hag fiskveiða og fiskvinnslu. Yfirlit þetta er byggt á skattframtölum fyrirtækja í þessum greinum. Yfirlit ársins 2009 kom út í lok janúar 2011. Það er fróðleg lesning í ljósi umræðu um fyrningarleið og aðrar hugmyndir um greiðslu útgerðarmanna fyrir afnot af sameiginlegri auðlind. Yfirlitið sýnir að svokölluð verg hlutdeild fjármagns (EBITA) nam samtals um 63,5 milljörðum króna í veiðum og vinnslu árið 2009. Reiknaðar afskriftir og reiknaður vaxtakostnaður nemur 18,5 milljörðum króna. Hreinn hagnaður veiða og vinnslu er því 45 milljarðar króna. Þá kemur fram að eigið fé greinanna tveggja hefur aukist um 86,5 milljarða króna milli áranna 2008 og 2009. Reiknaðist neikvætt um 60 milljarða króna árið 2008 en reiknast jákvætt um 26,5 milljarða króna í árslok 2009. Tekið skal fram að verðmæti kvótans er ekki inn í þessum tölum nema að mjög takmörkuðu leyti. Helsta uppspretta hreins hagnaðar í fiskveiðum er ókeypis aðgangur að fiskveiðiauðlindinni. Ástralir kalla slíkan hagnað ofurhagnað (e. superprofit), hér á landi hefur nafngiftin auðlindarenta gjarnan verið notuð. Hreinn hagnaður í fiskveiðunum samkvæmt mælingum Hagstofunnar er 20,5 milljarðar króna. Útgerð og vinnsla er víða á sömu hendi. Þar kann hending (eða ákvæði í kjarasamningum sjómanna) að ráða því hvort hagnaður kemur fram hjá vinnslunni eða í veiðunum. Við getum því slegið því föstu að á árinu 2009 var auðlindarenta (ofurhagnaður) í sjávarútvegi á Íslandi á bilinu 20 til 45 milljarðar króna. Þess má geta að árið 2009 lækkaði Alþingi álagt veiðigjald úr 500 til 1000 milljónum í 170 milljónir króna. Þ.e.a.s. á sama tíma og útgerð og fiskvinnsla hagnaðist sem aldrei fyrr höfðu forsvarsmenn þessara greina geð í sér að taka við ölmusu úr galtómum ríkissjóði að upphæð á bilinu 300 til 800 milljónir króna! Einhver hefur einhverntíma kallað slíkt framferði frekju. Hugsum okkur nú að hið opinbera kalli inn 8% af úthlutuðum veiðiheimildum og leigi síðan frá sér. Leigutekjur af þessum 8% mundu líklega nema um 1,6 til 3 milljörðum króna í ár. Ofurhagnaður útgerðarinnar yrði því um 18 til 43 milljarðar króna á þessu ári. Ætli útgerðin geti ekki lifað við það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Hagstofa Íslands vinnur árlega yfirlit yfir hag fiskveiða og fiskvinnslu. Yfirlit þetta er byggt á skattframtölum fyrirtækja í þessum greinum. Yfirlit ársins 2009 kom út í lok janúar 2011. Það er fróðleg lesning í ljósi umræðu um fyrningarleið og aðrar hugmyndir um greiðslu útgerðarmanna fyrir afnot af sameiginlegri auðlind. Yfirlitið sýnir að svokölluð verg hlutdeild fjármagns (EBITA) nam samtals um 63,5 milljörðum króna í veiðum og vinnslu árið 2009. Reiknaðar afskriftir og reiknaður vaxtakostnaður nemur 18,5 milljörðum króna. Hreinn hagnaður veiða og vinnslu er því 45 milljarðar króna. Þá kemur fram að eigið fé greinanna tveggja hefur aukist um 86,5 milljarða króna milli áranna 2008 og 2009. Reiknaðist neikvætt um 60 milljarða króna árið 2008 en reiknast jákvætt um 26,5 milljarða króna í árslok 2009. Tekið skal fram að verðmæti kvótans er ekki inn í þessum tölum nema að mjög takmörkuðu leyti. Helsta uppspretta hreins hagnaðar í fiskveiðum er ókeypis aðgangur að fiskveiðiauðlindinni. Ástralir kalla slíkan hagnað ofurhagnað (e. superprofit), hér á landi hefur nafngiftin auðlindarenta gjarnan verið notuð. Hreinn hagnaður í fiskveiðunum samkvæmt mælingum Hagstofunnar er 20,5 milljarðar króna. Útgerð og vinnsla er víða á sömu hendi. Þar kann hending (eða ákvæði í kjarasamningum sjómanna) að ráða því hvort hagnaður kemur fram hjá vinnslunni eða í veiðunum. Við getum því slegið því föstu að á árinu 2009 var auðlindarenta (ofurhagnaður) í sjávarútvegi á Íslandi á bilinu 20 til 45 milljarðar króna. Þess má geta að árið 2009 lækkaði Alþingi álagt veiðigjald úr 500 til 1000 milljónum í 170 milljónir króna. Þ.e.a.s. á sama tíma og útgerð og fiskvinnsla hagnaðist sem aldrei fyrr höfðu forsvarsmenn þessara greina geð í sér að taka við ölmusu úr galtómum ríkissjóði að upphæð á bilinu 300 til 800 milljónir króna! Einhver hefur einhverntíma kallað slíkt framferði frekju. Hugsum okkur nú að hið opinbera kalli inn 8% af úthlutuðum veiðiheimildum og leigi síðan frá sér. Leigutekjur af þessum 8% mundu líklega nema um 1,6 til 3 milljörðum króna í ár. Ofurhagnaður útgerðarinnar yrði því um 18 til 43 milljarðar króna á þessu ári. Ætli útgerðin geti ekki lifað við það?
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar