Heiðar Austmann í gjörningi Ragga Kjartans 22. febrúar 2011 11:30 Útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann hélt að hann væri lentur í símahrekk þegar Ragnar hringdi í hann. Fréttablaðið/Vilhelm „Þarna mætast vissulega andstæðir heimar en það er á margan hátt tímabært. Að fólk deili með sér í stað þess að deila," segir Ragnar Ísleifur Bragason, einn aðstandenda Leikhúss listamanna. Í kvöld verður annað skemmtikvöldið af sex í Þjóðleikhúskjallaranum undir yfirskriftinni Leikhús listamanna en þar koma ýmsir listamenn fram og fremja gjörninga. Athygli vekur að útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann, dagskrárstjóri FM957, er einn þeirra sem koma fram. Hann mun fremja gjörning fyrir Ragnar Kjartansson. „Þegar Ragnar hringdi í mig fyrir helgi var ég viss um að þetta væri símahrekkur. Ég spurði strax hvort Svali og félagar hefðu fengið hann í þetta," segir Heiðar í samtali við Fréttablaðið. Heiðar segir að Ragnar hafi viljað blanda FM957 og honum sjálfum inn í list sína, því sem stöðin og hann standi fyrir. „Hann sagðist hafa hlustað á mig og fannst ég bæði heill og trúr sjálfum mér," segir Heiðar. Hlutverk útvarpsmannsins verður að lesa upp úr Opinberunarbókinni. „Ég á að gera það í FM-stíl, bara eins og ég sé að taka kynningu."Ragnar Kjartansson fer ótroðnar slóðir í listsköpun sinni.Heiðar kveðst vera spenntur fyrir kvöldinu. „Já, já. Þetta verða bara nokkrar mínútur og ég hlakka til að takast á við þetta. Ég hef samt ekki hugmynd um hvernig þetta á eftir að vera. Þetta verður líka fyrir framan fullt af fólki sem ég hef lítil samskipti haft við og mun væntanlega hafa lítil samskipti við í framtíðinni. Svo kemur bara í ljós hvað gerist. Ragnar sagði alla vega að hann gæti hugsað sér að gera meira með þetta, þannig að það er aldrei að vita nema maður verði kominn á stóra svið Borgarleikhússins einhvern daginn," segir Heiðar að endingu, eldhress að vanda. Dagskráin hefst klukkan 21 í kvöld og miðaverð er 1.200 krónur. Auk Heiðars koma fram Kría Brekkan með tónlistaratriði, Ragnar Ísleifur Bragason og Símon Birgisson; Snorri Ásmundsson og Rakel McMahon sem verða með ballettsýningu, Ásdís Sif Gunnarsdóttir sem verður með leikþátt og Saga Sigurðardóttir og fleiri með diskóljóðadans. Kynnir er sem fyrr vinjettuhöfundurinn Ármann Reynisson. hdm@frettabladid.is Lífið Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
„Þarna mætast vissulega andstæðir heimar en það er á margan hátt tímabært. Að fólk deili með sér í stað þess að deila," segir Ragnar Ísleifur Bragason, einn aðstandenda Leikhúss listamanna. Í kvöld verður annað skemmtikvöldið af sex í Þjóðleikhúskjallaranum undir yfirskriftinni Leikhús listamanna en þar koma ýmsir listamenn fram og fremja gjörninga. Athygli vekur að útvarpsmaðurinn Heiðar Austmann, dagskrárstjóri FM957, er einn þeirra sem koma fram. Hann mun fremja gjörning fyrir Ragnar Kjartansson. „Þegar Ragnar hringdi í mig fyrir helgi var ég viss um að þetta væri símahrekkur. Ég spurði strax hvort Svali og félagar hefðu fengið hann í þetta," segir Heiðar í samtali við Fréttablaðið. Heiðar segir að Ragnar hafi viljað blanda FM957 og honum sjálfum inn í list sína, því sem stöðin og hann standi fyrir. „Hann sagðist hafa hlustað á mig og fannst ég bæði heill og trúr sjálfum mér," segir Heiðar. Hlutverk útvarpsmannsins verður að lesa upp úr Opinberunarbókinni. „Ég á að gera það í FM-stíl, bara eins og ég sé að taka kynningu."Ragnar Kjartansson fer ótroðnar slóðir í listsköpun sinni.Heiðar kveðst vera spenntur fyrir kvöldinu. „Já, já. Þetta verða bara nokkrar mínútur og ég hlakka til að takast á við þetta. Ég hef samt ekki hugmynd um hvernig þetta á eftir að vera. Þetta verður líka fyrir framan fullt af fólki sem ég hef lítil samskipti haft við og mun væntanlega hafa lítil samskipti við í framtíðinni. Svo kemur bara í ljós hvað gerist. Ragnar sagði alla vega að hann gæti hugsað sér að gera meira með þetta, þannig að það er aldrei að vita nema maður verði kominn á stóra svið Borgarleikhússins einhvern daginn," segir Heiðar að endingu, eldhress að vanda. Dagskráin hefst klukkan 21 í kvöld og miðaverð er 1.200 krónur. Auk Heiðars koma fram Kría Brekkan með tónlistaratriði, Ragnar Ísleifur Bragason og Símon Birgisson; Snorri Ásmundsson og Rakel McMahon sem verða með ballettsýningu, Ásdís Sif Gunnarsdóttir sem verður með leikþátt og Saga Sigurðardóttir og fleiri með diskóljóðadans. Kynnir er sem fyrr vinjettuhöfundurinn Ármann Reynisson. hdm@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira