Brotamenn í meðferð og eftirlit sem dugir 23. febrúar 2011 05:30 Ögmundur Jónasson Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kveðst leggja þunga áherslu á að íslensk yfirvöld taki þátt í alþjóðlegu samstarfi til að uppræta glæpastarfsemi sem snýst um miðlun og vörslu á kynferðislegu ofbeldismyndefni af börnum. Fréttablaðið greindi frá því að tveir karlmenn hefðu nýlega verið teknir hér á landi með myndefni af þessu tagi eftir ábendingar frá Interpol og Europol. „Þetta eru einhverjir svívirðilegustu glæpir sem hægt er hugsa sér,“ segir Ögmundur, sem kveðst hafa hlýtt á fyrirlestur Michaels Moran, yfirmanns hjá Interpol, um slík ofbeldisverk gegn börnum, þegar Moran var staddur hér á landi á dögunum. „Hann beindi því til fólks að nota ekki orðið barnaklám vegna þess að athæfið fæli í sér glæpsamlegt atferli og ofbeldi gagnvart nauðugum börnum sem bæri að taka mjög fast á. Slík tilvik hafa komið upp hér á landi. Síðan getur það líka gerst í þessum heimi tölvu og niðurhals að ágengt efni þröngvi sér niður í tölvur einstaklinga þegar þeir eru að niðurhala annað efni. Þar með missir viðkomandi mannorð sitt, þótt hann hafi ekki haft ásetning um að gera það sem hann síðan er sakaður um. Í þessum málum sem öllum öðrum ber okkur því að fara fram af varúð og gæta þess að allar rannsóknir séu sem traustastar. Ella er hætta á að sá sem að ósekju er sakaður um að tengjast slíku efni hafni saklaus á galdrabrennubáli. Slíkt má ekki gerast.“ Ögmundur segir að refsing verði að hafa fælingarmátt. Koma verði í veg fyrir þessi svívirðilegu brot, grípa til ráðstöfunar til varnar börnum og koma brotamönnum í meðferð og eftirlit sem dugi í því skyni.- jss Fréttir Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kveðst leggja þunga áherslu á að íslensk yfirvöld taki þátt í alþjóðlegu samstarfi til að uppræta glæpastarfsemi sem snýst um miðlun og vörslu á kynferðislegu ofbeldismyndefni af börnum. Fréttablaðið greindi frá því að tveir karlmenn hefðu nýlega verið teknir hér á landi með myndefni af þessu tagi eftir ábendingar frá Interpol og Europol. „Þetta eru einhverjir svívirðilegustu glæpir sem hægt er hugsa sér,“ segir Ögmundur, sem kveðst hafa hlýtt á fyrirlestur Michaels Moran, yfirmanns hjá Interpol, um slík ofbeldisverk gegn börnum, þegar Moran var staddur hér á landi á dögunum. „Hann beindi því til fólks að nota ekki orðið barnaklám vegna þess að athæfið fæli í sér glæpsamlegt atferli og ofbeldi gagnvart nauðugum börnum sem bæri að taka mjög fast á. Slík tilvik hafa komið upp hér á landi. Síðan getur það líka gerst í þessum heimi tölvu og niðurhals að ágengt efni þröngvi sér niður í tölvur einstaklinga þegar þeir eru að niðurhala annað efni. Þar með missir viðkomandi mannorð sitt, þótt hann hafi ekki haft ásetning um að gera það sem hann síðan er sakaður um. Í þessum málum sem öllum öðrum ber okkur því að fara fram af varúð og gæta þess að allar rannsóknir séu sem traustastar. Ella er hætta á að sá sem að ósekju er sakaður um að tengjast slíku efni hafni saklaus á galdrabrennubáli. Slíkt má ekki gerast.“ Ögmundur segir að refsing verði að hafa fælingarmátt. Koma verði í veg fyrir þessi svívirðilegu brot, grípa til ráðstöfunar til varnar börnum og koma brotamönnum í meðferð og eftirlit sem dugi í því skyni.- jss
Fréttir Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira